Fréttablaðið - 31.12.2009, Side 40
36 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
> Ekki missa af
sýningarlokum stóru safnanna: Í
Listasafni Íslands lýkur magn-
aðri sýningu á verkum Svavars
Guðnasonar en í Listasafni
Reykjavíkur þremur sýningum
í Hafnarhúsi. Þetta eru sýn-
ingarnar Innpökkuð herbergi
– Yoshitomo Nara + YNG, Egill
Sæbjörnsson – Staðarandi og
frásögn og D-14 innsetning
Ryans Parteka.
Á sunnudag, 3. janúar, flytur Útvarps-
leikhúsið á Rás 1 Ríkisútvarpsins
danska söngvaleikinn Ævintýri á
gönguför í hljóðritun frá 1946, sem
er líklega elsta upptaka útvarpsleik-
rits sem varðveist hefur. Söngleik-
urinn var allar götur frá 1882, þegar
hann var fyrst fluttur á íslensku, eitt
vinsælasta verk á fjölum leikhúsa
áhugamanna. Það var síðast flutt af
Leikfélagi Reykjavíkur 1967 í Iðnó
og voru þeir Haraldur Björnsson og
Brynjólfur Jóhannesson þá meðal
flytjenda eins og þeir voru í upptök-
unni 1946.
Leikurinn fer fram á Norður-
Sjálandi á herrasetrinu Strandbergi
og nágrenni þess á fyrri hluta nítj-
ándu aldar og greinir frá ástum og misskilningi.
Leikstjóri að þessu sinni var Lárus Pálsson og
fór einnig með hlutverk hrappsins,
Skrifta-Hans, sem hleypir öllu í bál
og brand. Það er hann sem syngur
vísurnar frægu Ég ætla að fá mér
kærustu sem Hjálmar tóku upp fyrir
fáum misserum og gerðu vinsælt
á ný.
Upptakan skartar, auk þeirra
þriggja, kröftum sem komu allir úr
áhugamannaleikhúsinu en sóttu sér
menntun sumir til útlanda: Ragn-
hildur Steingrímsdóttir, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Haukur Óskarsson
og Gestur Pálsson; öll urðu þau
merkilegir listamenn. Þarna eru líka
raddir sem eiga sitt örugga sæti í
hópi stórleikara þjóðar innar: Nína
Sveinsdóttir og Valdimar Helgason,
þótt oftast færu þau með minni hlutverk, en
höfðu bæði einstakan stíl og mikla færni.
Ævintýri á gönguför
Tenórarnir þrír er vöru-
merki sem var íslenskað
eftir að Domingo, Carreras
og Pavarotti gerðu garðinn
frægan víða um heim: okkar
þrír tenórar hafa verið
nokkrir en þeir hafa komið
fram við ýmis tækifæri,
meðal annars í hinu vinsæla
skemmtikraftaeyki Frost-
rósum.
Á sunnudag verða tónleikar í
Háskólabíói þar sem þeir tenórar
Kolbeinn Ketilsson, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson og Snorri Wium
koma fram sem þríeyki undir þessu
nafni. Það er fyrirtækið Frostrósir
sem stendur fyrir tónleikunum en
með þremenningunum kemur fram
stór hljómsveit og sópransöngkon-
an Greta Hergils, auk félaga úr
karlakórnum Fóstbræðrum. Á efn-
isskránni verða margar af fegurstu
aríum óperubókmenntanna, íslensk-
ar perlur auk klassískra sönglaga og
hátíðarsálma. Einnig mun sitthvað
óvænt og skemmtilegt líta dagsins
ljós lofar tónleikahaldarinn.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
tenór hóf söngferil sinn árið 1995
í Söngskólanum í Reykjavík hjá
Garðari Cortes. Sama ár fór hann
til náms í Mílanó og víðar á Ítalíu.
Hann hefur sungið fjölda einsöngs-
tónleika á Íslandi og meginlandi
Evrópu. Undanfarið hefur hann
sungið mörg aðalhlutverk úr óperu-
heiminum bæði hér heima og erlend-
is en þeirra á meðal eru; Alfredo úr
La Traviata, Macduff úr Macbeth,
Radames úr Aidu, Cavaradossi
úr Toscu, Pinkerton úr Madama
Butterfly, Don José úr Carmen,
Sinowi úr Lady Macbeth of Mtsensk
og Dmitri/Grigorij úr Boris Godun-
ov ásamt fjölda sálumessa. Fram
undan erlendis hjá Jóhanni Frið-
geiri eru hlutverk Pinkertons úr
Madama Butterfly og Cavaradossi
úr Tosca eftir G. Puccini, Radames
úr Aidu og Ismaele úr Nabucco eftir
G. Verdi, Canio úr Pagliacci eftir R.
Leoncavallo, Turiddu úr Cavaller-
ia Rusticana eftir P. Mascagni og
Lohengrin úr Lohengrin eftir R.
Wagner auk fjölda tónleika.
Kolbeinn J. Ketilsson tenór stund-
aði nám í Nýja Tónlistarskólanum
hjá Sigurði Demetz og lauk síðar
prófi við Tónlistarháskólann í Vín-
arborg.
Meðal óperuhlutverka Kolbeins
eru titilhlutverkið í Ævintýrum
Hoffmanns, Pinkerton í Madama
Butterfly, Macduff í Macbeth,
Tannhäuser, Erik í Hollendingn-
um fljúgandi, Tristan, Max í Der
Freischütz, Cavaradossi í Toscu,
Don Carlo, Radames og Don Josè
í Carmen. Kolbeinn hefur sungið
í mörgum af þekktustu óperuhús-
um í Evrópu og einnig komið fram
í N-Ameríku og Asíu. Hjá Íslensku
óperunni söng hann Alfredo í La
Traviata, Rodolfo í La Bohème og
Bacchus í Ariadne auf Naxos. Kol-
beinn hefur komið fram sem ein-
söngvari í fjölmörgum sinfónískum
verkum, meðal annars 9. sinfóníu
Beethovens, Requiem eftir Dvorak,
Elía eftir Mendelssohn og Requiem
eftir Verdi.
Snorri Wium tenór hóf söngferil
sinn með Pólýfónkórnum, Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og Kór
Íslensku óperunnar. Hann stund-
aði nám við Söngskólann í Reykja-
vík hjá Magnúsi Jónssyni og Dóru
Reyndal. Að því loknu hélt hann til
Vínarborgar og lauk diplom-prófi
frá Vínar-Konservatorium árið
1992. Snorri hefur sungið með Jug-
endstil Theater, Salzburger Tourne,
við óperuhúsið í Lippstadt, Flens-
burg og víðar. Þá söng hann þrjú
sumur í kór Wagnerhátíðarinnar í
Bayreuth. Snorri var fastráðinn sem
einsöngvari við óperuna í Coburg í
Þýskalandi á árunum 1992-1996. Í
Íslensku óperunni hefur hann m.a.
sungið hlutverk Dr. Blind í Leður-
blökunni vorið 1999 og Monostatos-
ar í Töfraflautunni haustið 2001. Þá
fór hann með hlutverk stýrimanns-
ins í uppfærslu Íslensku óperunn-
ar, Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands og Listahátíðar í
Reykjavík á Hollendingnum fljúg-
andi vorið 2002. Veturinn 2003 söng
hann hlutverk Malcolms í Macbeth
og síðastliðinn vetur titilhlutverkið
í óperunni Werther og hlutverk Don
Basilios og Don Curizos í Brúðkaupi
Fígarós og haustið 2004 söng hann
hlutverk Tóbíasar Ragg í Sweeney
Todd hjá Íslensku óperunni.
Miðasala er í fullum gangi á midi.
is og uppselt á A-svæði en enn má
fá miða á B-svæði í stóra salnum í
Háskólabíói. pbb@frettabladid.is
ÞRÍR RADDMENN SAMAN
TÓNLIST Glaðir fyrir utan Háskólabíó: Snorri Wium, Jóhann Friðgeir og Kolbeinn
Ketilsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
kl. 17.
Síðustu tónleikar ársins hér á
Íslandi verða í Hallgrímskirkju í
dag. Það verður í sautjánda sinn að
Listvinafélagið býður til þessara
tónleika og þeir félagar, trompet-
leikararnir Ásgeir H. Steingrímsson
og Eiríkur Örn Pálsson og orgel-
leikarinn Hörður Áskelsson kunna
svo sannarlega að kveðja gamla
árið og fagna því nýja með við-
eigandi lúðraþyt og orgelleik.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Karlar sem hata konur
Stieg Larsson
Ef væri ég söngvari
Ragnheiður Gestsdóttir
Matur og drykkur
Helga Sigurðardóttir
Dóttir hennar, dóttir mín
Dorothy Koomson
Meiri hamingja
Tal Ben-Shahar
Svörtuloft
Arnaldur Indriðason
Sofandi að feigðarósi
Ólafur Arnarson
Hrunið
Guðni Th. Jóhannesson
Konur
Steinar Bragi
Vigdís - Kona verður forseti
Páll Valsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
FYRIR ÁRIÐ 2009
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
10.September nk.
Ungbarnasund
Námskeiðið hefst 5. f brúa nk. í Árbæjarlaug.
Sunddeild Ármanns
Barnasund
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 15. janúar nk.
í Árbæjarskóla
Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00
í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122
i ið hefst 23. janúar 2010 í r j rl g.
Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00
í síma 557-6618 Stella, stellag@torg.is stella.gunnarsdottir@reykjavik.is
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 16. janúar nk.
í Árb jarskóla
LEIKLIST Lárus Páls-
son leikstýrir og leikur
Skrifta-Hans í Ævintýrinu
frá 1946.