Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 42

Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 42
38 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Árið 2009 var viðburðaríkt úti í hinum stóra skemmtana- heimi þar sem óvænt dauðsföll og hjónabandsvandræði voru áberandi. Fréttablaðið tók saman helstu fréttir ársins úr erlenda skemmtanabransanum. Andlát Jacksons og vandræði Woods Janúar PHOENIX HÆTTIR AÐ LEIKA Leikarinn Joaquin Phoenix hóf árið með því að falla niður af sviði á næturklúbbi í Las Vegas. Þar var hann að hefja nýjan og heldur betur óvæntan feril sinn sem rappsöngvari. Undarleg hegðun hans ýtti undir orðróm um að hann væri að gera grín-heimildarmynd sem mágur hans Casey Affleck væri að taka upp. Febrúar BROWN RÆÐST Á RIHÖNNU Grimmileg árás rapparans Chris Brown á kærustu sína Rihönnu vakti mikla athygli. Þau hættu saman og Brown fékk skilorðsbundinn dóm. Apríl SUSAN SIGRAR HEIMINN Susan Boyle kom öllum á óvart með frábærri frammistöðu í breska þættinum Britain´s Got Talent. Hún söng lagið I Dreamed A Dream við fádæma góðar undirtektir. Maí KATIE OG PETER SKILJA Katie Price (Jordan) og Peter Andre skildu eftir þriggja og hálfs árs hjónaband og tvö börn. Fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr skilnaðinum og bæði Price og Andre voru dugleg við að úthúða hvort öðru fyrir opnum tjöldum. Júní JACKSON DEYR Popparinn Michael Jackson lést öllum að óvörum, aðeins fimmtugur að aldri, skömmu áður en hann ætlaði að hefja tónleikaröð í London. Lést hann eftir of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum. September WEST GERIR SIG AÐ FÍFLI Rapparinn Kanye West gerði sjálfan sig að fífli með því að ryðjast upp á svið þegar söngkonan Taylor Swift fékk afhent MTV-verðlaun. Hann greip fram í fyrir henni í þakkar- ræðunni og lýsti yfir vonbrigðum með að vinkona hans Beyoncé hefði ekki fengið verðlaunin. Nóvember GIBSON NÚMER ÁTTA Mel Gibson varð átta barna faðir eftir að rússneska kærastan hans eignaðist þeirra fyrsta barn. Gibson sótti um skilnað frá eiginkonu sinni á árinu en hann hafði fram að þessu þótt fremur traustur og trúr eiginmaður. Desember TIGER MEÐ BUXURNAR Á HÆLUNUM Óflekkuð ímynd kylfingsins Tigers Wood beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að hann hafði haldið framhjá sænskri eigin- konu sinni með fjölda kvenna, þar á meðal klámmynda- stjörnu. Eiginkonan flutti heim til Svíþjóðar og Tiger ákvað að taka sér frí frá golfinu um óákveðinn tíma. „Vonandi finnur einhver ástina,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, kvikmynda- og dagskrárgerðarmaður. Stefnumótaþátturinn Djúpa laugin hefst á ný á Skjá einum í febrúar. Ragn- hildur stýrir þættinum ásamt blaða- manninum Þorbjörgu Marinósdóttur, sem starfar hjá útgáfufélaginu Birt- íngi. Spurð hvort þátturinn verði með öðru sniði en áður segist Ragnhildur lítið geta sagt um það. „En ég get sagt að hann verður mjög skemmtilegur,“ segir hún. „Svona þáttur snýst fyrst og fremst um skemmtilega þátttakendur. Við munum reyna að koma með eitthvað nýtt og ferskt í sjónvarpsflóru lands- manna.“ En er til nógu mikið af skemmtilegu einhleypu fólki á Íslandi? „Já, hiklaust. Ég held líka að stefnumóta menningin á Íslandi hafi breyst og þróast mikið. Það gefur okkur visst tækifæri til að gera nýja og skemmtilega hluti.“ Djúpa laugin var á dagskrá Skjás eins nokkur ár í röð og á meðal þeirra sem hafa stýrt þættinum eru Dóra Takefusa, Maríkó Mar- grét og Kolbrún Björns- dóttir á Bylgjunni. „Ég man eftir þáttunum,“ segir Ragnhildur. „Ég ólst líka upp í Ameríku og þekki svona þætti úr bandarísku sjónvarpi. Það voru margir hrikalega skemmtilegir enda alltaf gaman að fjalla um ástina.“ - afb Djúpa laugin hefst í febrúar KOMA ÍSLENDINGUM SAMAN Ragnhildur Magnúsdóttir og Þorbjörg Marínósdóttir ætla að senda Íslendinga á stefnumót í febrúar. > VANTAÐI NEISTANN Söngkonan Taylor Swift og leik- arinn Taylor Lautner hafa slitið sambandi sínu. Taylorarnir eru bæði upprennandi stjörnur í heimalandi sínu og þóttu því fullkomið par. Ástæða sam- bandsslitanna ku vera sú að stúlkan Taylor var ekki nógu hrifin af drengnum Taylor. „Fólk er að fá alveg fyrir aurinn,“ segir Valgarð Sörensen, einn af eig- endum skemmtistaðarins Austur. Öllu verður tjaldað til fyrir nýárspartí staðarins, enda er miða- verðið eftir því, eða 14.500 krónur. „Ef fólk ætlar út á annað borð þá er þetta fimm rétta máltíð og allt inni- falið, þar á meðal áfengi, rautt og hvítt og kampavín í fordrykk,“ segir Valgarð. „Síðan verður Smirnoff- flaska inni í þessu líka, plús öll dag- skráin, þannig að ég held að þetta sé mjög góður díll. Við ætlum að vera með flotta heimapartí-stemn- ingu og skapa afslappað andrúms- loft. Þetta verður ekta nýárspartí,“ segir Valgarð. Veislustjóri kvöldsins verður Logi Bergmann Eiðsson og á meðal þeirra sem stíga á svið verða Baddi og Valdi úr Jeff Who?, Högni og Sig- ríður úr Hjaltalín og uppistandar- arnir Ari Eldjárn og Jóhann Alfreð. Matseðillinn verður ekki af verri endanum. Hann samanstendur af grafinni gæsabringu, lakkríslambi, reyktri lambalund og nautalund, ásamt fleiri kræsingum. Eftir að allir hafa borðað nægju sína og horft á skemmtiatriðin geta þeir síðan dillað sér við danstónlist frá plötusnúðunum Önnu Rakel og Símoni. Nánast uppselt er í matinn en eftir hann verður húsið opnað á milli ellefu og tólf. Spurð- ur hvort partíið sé ekki bara fyrir þotuliðið segir Valgarð: „Eru ekki allir í þotuliðinu á Íslandi núna í dag?“ - fb Nýárspartí á 14.500 krónur LOGI BERGMANN Sjón- varpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri á Austur á nýárskvöld. Sigríður Thorlacius og Högni úr Hjaltalín verða síðan meðal skemmtiatriða. 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Lífrænt Fjölvítamín Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. www.celsus.is Til að fá jafnmikið af nokkrum völdum næringarefnum og í dagskammti af Lifestream Spirulína þarf að borða: · 7 gulrætur (betakarotín) · 1 skál af fersku spínati (járn) · 1 skál af híðishrísgrjónum (kalíum) · 1 glas af mjólk (kalk) · 125gr. nautakjöt (prótín + B12 vítamín) · 30gr. hveitigrassafa (blaðgræna) · 1 hylki Kvöldvorósarolía (GLA fitusýrur) Súrefnistæmir umbúðirnar til að vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir vegna þess að þeir eru ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 Aukið úthald, þrek og betri líðan Styrkir fljótt líkamann gegn kvefi og flensum WHO Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin telur hágæða Spirulina ákjósanlegan næringarauka fyrir börn og fullorðna. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á Spirulina og fjöldi þeirra hefur birst í virtum vísindaritum. Lifestream Spirulina eflir einbeitingu, gefur orku, dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf. Gott fyrir alla sem eru í vinnu, námi og vilja halda línunum í lagi. Greinilegur munur eftir nokkra daga inntöku Hress og hraust í skóla og vinnu með Spirulina! Lifestream Spirulina gefur mér mjög mikla orku en ég finn ótrúlega mikinn mun þegar ég tek það inn. Þó svo að ég borði mjög hollt fæði er það Spirulina sem gerir mér kleift að hafa orku í allt sem þarf að gera en ég er í skóla, vinnu, líkamsrækt og æfi fótbolti. Hef miklu meiri úthald og er hressari á morgnana. Daði R. Kristleifsson, 18 ára Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.