Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 44
40 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Leikkonan Angelina Jolie segir
í viðtali við þýska tímaritið Das
Neue Magazine að hún telji ein-
kvæni ekki nauðsynlegt sambönd-
um. „Ég efast um að einkvæni sé
nauðsynlegt. Það er verra að yfir-
gefa maka þinn og tala svo illa um
hann í kjölfarið. Hvorugt okkar
Brads telur að þó að við deilum
heimili séum við hlekkjuð saman.
Við reynum að hefta ekki hvort
annað,“ sagði leikkonan, sem viður-
kenndi jafnframt að rifrildi henn-
ar og Brads Pitt gætu orðið lík-
amleg. „Það neistar á milli okkar
þegar hinn ljúfi Brad skilur ekki
að hann hefur rangt fyrir sér og
bregst við með því að ögra mér.
Þá get ég orðið svo reið að ég ríf
fötin hans.“
Angelina er með mikið skap
SKAPSTÓR Angelina Jolie segist hafa rifið föt Brads Pitt þegar þau rífast.
Erin Muller, fyrrverandi unn-
usta Michaels Lohan, hefur
farið fram á nálgunarbann.
Lohan, sem er faðir leikkon-
unnar Lindsay Lohan, beitti
Muller grófu ofbeldi á meðan
á sambandi þeirra stóð. Mull-
er lagði fram læknisvottorð
máli sínu til stuðnings og þar
kemur fram að Lohan hafi
gengið í skrokk á henni minnst
tólf sinnum síðustu tvö árin.
Lohan á meðal
annars að hafa
lamið hana með
rafmagns-
snúru, spark-
að í rifbein
hennar og klof
og hótað henni
lífláti.
Kærður fyr-
ir ofbeldi
Skráning í hljómsveitakeppnina
Metal Battle 2010 er hafin. Sigur-
vegararnir spila í lokakeppninni
sem fer fram á þungarokks hátíð-
inni Wacken Open Air sem er
haldin í ágúst ár hvert í Þýska-
landi. Alls halda 26 þjóðir
Wacken-undankeppnir og þetta
verður í annað sinn sem Ísland
tekur þátt. Fyrr á þessu ári vann
hljómsveitin Beneath íslensku
keppnina og spilaði síðan á
Wacken. Hún hefur nú landað
plötusamningi við erlent útgáfu-
fyrirtæki. Á meðal hljómsveita
á Wacken á næsta ári verða Iron
Maiden, Slayer, Mötley Crüe og
hin íslenska Sólstafir. Umsóknar-
frestur vegna undankeppninnar
rennur út 20. janúar. Keppnin fer
síðan fram 13. mars á Sódómu
Reykjavík.
Skráning
í Wacken
hafin
BENEATH Hljómsveitin Beneath spilaði
á Wacken-þungarokkshátíðinni í Þýska-
landi.
DUSILMENNI
Michael Lohan
beitti fyrrverandi
unnustu sína
ofbeldi.
Ilmvatn leikkonunnar Elizabeth
Taylor, White Diamonds, er mest
seldi stjörnuilmur sögunnar
samkvæmt nýrri könnun. Síðan
ilmvatnið fór í sölu árið 1991
hefur það selst gríðarlega vel.
Bara á síðasta ári seldist það
fyrir rúmar 67 milljónir dala,
eða rúma 8,4 milljarða króna. Í
öðru sæti er ilmvatn tónlistar-
og tískumógúlsins P. Diddy,
Unforgivable, sem seldist á síð-
asta ári fyrir rúma sex millj-
arða króna. Í þriðja og fjórða
sæti lentu ilmvötn söngkonunn-
ar Celine Dion og leikkonunnar
Söruh Jessica Parker. Þær stöll-
ur Jennifer Lopez og Britney
Spears voru síðan númer sjö og
átta.
Ilmur Taylor sá allra besti
ELIZABETH TAYLOR Ilmvatn leikkonunnar
frægu er vinsælasti stjörnuilmur sög-
unnar.