Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 48

Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 48
44 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Karl Jónsson, þjálfari Tindastóls í Iceland Express-deild karla í körfubolta, er búinn að finna nýjan bandarískan leikmann fyrir sitt lið. Sá heitir Kenney Boyd og 27 ára og kemur úr Morehouse-háskólanum. „Það hefur farið töluvert mikinn tími í að finna Banda- ríkjamann og mest svekkjandi við það er að við vorum einmitt fyrsta liðið til að ráða til okkur Ameríkumann en svo fór hann í steininn karlinn,“ segir Karl Jónsson en liðið samdi við Ricky Henderson um miðjan júlímánuð. Það fór þó aldrei að hann kæmi til landsins því skömmu áður en hann átti að mæta var hann dæmdur til þrjátíu daga samfélagsþjónustu í Detroit fyrir aðild að þjófnaði í Michigan-ríki í sumar. „Maður er búinn að skoða ansi mörg myndbönd og búinn að eyða tíma í vanga- veltur. Svona ferli tekur tugi klukkutíma í heild sinni,“ segir Karl. Tindastóll lék fyrstu þrjá leikina án Kana en fékk svo til sín Amani Bin Daanish þegar hann var látinn fara í Grindavík. „Við vorum alveg uppi við vegg þegar Amani datt í hendurnar á okkur. Ég sé ekki eftir þeirri ráðstöfun á þeim tíma því Amani er alls ekki slæmur leikmaður. Mann grunaði það samt frá upphafi að hann myndi ekki vera sá leikmaður sem hentaði okkur og undir niðri var það alltaf planið hjá okkur að fá þyngri miðherja,“ segir Karl. Kenney Boyd er engin smásmíði og passar vel undir þá skilgreiningu. Kenney Boyd er 206 cm og 118 kíló á þyngd. „Þetta er stór og mikill strákur og ætli hann verði ekki sá stærsti í deildinni. Hann segist vera búinn að æfa eins og vitleysingur og umboðsmaðurinn tekur undir það. Reynslan hefur þó bara kennt manni það að vera hóflega bjartsýnn,“ segir Karl. „Við settum það markmið í upphafi að koma Tindastól aftur í úrslitakeppnina. Það eru tveir til þrír leikir á tímabil- inu sem hefðu mögulega getað dottið okkar megin. Við höfum verið að sýna leikkafla í nokkrum leikjum þar sem við höfum verið að spila mjög vel. Það er okkar trú að með svona leikmanni komum við til með að binda þetta betur saman, bæði sóknar- og varnarlega.“ KARL JÓNSSON, ÞJÁLFARI TINDASTÓLS: FANN 206 SENTIMETRA OG 118 KÍLÓA MIÐHERJA FYRIR LIÐIÐ SITT Ætli að hann verði ekki sá stærsti í deildinni > Jón Arnar hættur með ÍR Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfu- knattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins í Iceland Express-deildinni. Jón Arnór tók við ÍR-liðinu í lok ársins 2006 og hefur stýrt því í 69 úrvalsdeildarleikjum (33 sigrar) og í 13 leikjum að auki í úrslitakeppninni (5 sigrar). „Eiginkona Jóns á við erfið veikindi að stríða og þarf því fjölskylda Jóns á öllum hans kröftum að halda,” segir í fréttatilkynningu frá körfuknattleiks- deild ÍR. ÍR-ingar eru ekki búnir að finna eftirmann Jóns en hver það verður mun skýrast frekar á fyrstu dögum nýs árs. Enska úrvalsdeildin Portsmouth - Arsenal 1-4 0-1 Eduardo (28.), 0-2 Samir Nasri (42.), 0-3 Aaron Ramsay (69.), 1-3 Nadir Belhadj (74.), 1-4 Alexandre Song (81.) Manchester United - Wigan 5-0 1-0 Wayne Rooney (28.), 2-0 Michael Carrick (32.), 3-0 Rafael (45.), 4-0 Dimitar Berbatov (50.), 5-0 Antonio Valencia (75.). STAÐAN Chelsea 20 14 3 3 45-16 45 Man. United 20 14 1 5 45-18 43 Arsenal 19 13 2 4 51-21 41 Tottenham 20 11 4 5 42-22 37 Man. City 19 9 8 2 38-27 35 Aston Villa 20 10 5 5 29-18 35 Liverpool 20 10 3 7 37-25 33 Birmingham 20 9 5 6 20-18 32 Fulham 19 7 6 6 24-19 27 Sunderland 20 6 5 9 28-31 23 Everton 19 5 7 7 26-32 22 Stoke City 19 5 6 8 15-23 21 Blackburn 20 5 6 9 20-35 21 Burnley 20 5 5 10 22-40 20 Wolves 20 5 4 11 17-36 19 Wigan 19 5 4 10 21-44 19 West Ham 20 4 6 10 28-37 18 Bolton 18 4 6 8 26-36 18 Hull City 20 4 6 10 20-42 18 Portsmouth 20 4 2 14 18-32 14 Skoska úrvalsdeildin Hearts - Motherwell 1-0 Eggert Jónsson lék allan leikinn með Hearts, sem er nú í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig. Rangers - Dundee United 7-1 ÚRSLIT Þýska úrvalsdeildin Lübbecke - Rhein-Neckar Löwen 31-26 Heiðmar Felixsson skoraði tvö mörk fyrir Lübbecke en Þórir Ólafsson lék ekki með vegna meiðsla. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir RN Löwen, Snorri Steinn Guðjónsson tvö og Guðjón Valur Sigurðsson eitt. Magdeburg - Lemgo 23-25 Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson ekkert. Füchse Berlin - Minden 29-24 Rúnar Kárason skoraði ekki fyrir Füchse Berlin en Gylfi Gylfason var markahæsti leikmaður Minden með átta mörk. Ingimundur Ingimundarson komst ekki á blað hjá Minden að þessu sinni. Balingen - Hannover-Burgdorf 29-23 Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir H-B. Hamburg - Grosswallstadt 32-28 Sverre Jakobsson skoraði ekki fyrir Grosswallstadt. Kiel - Melsungen 32-18 Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel. Wetzlar - Dormagen 25-26 STAÐAN Hamburg 18 16 1 1 607-480 33 Kiel 18 15 2 1 618-471 32 Göppingen 18 13 1 4 539-523 27 Flensburg 18 13 0 5 550-493 26 RN Löwen 18 12 1 5 554-483 25 Gummersbach 18 10 3 5 524-486 23 Lemgo 18 10 2 6 507-481 22 Grosswallstadt 18 9 3 6 493-489 21 Füchse Berlin 18 10 0 8 512-507 20 Magdeburg 18 8 0 10 515-534 16 Lübbecke 18 6 3 9 507-503 15 Melsungen 18 6 0 12 473-540 12 Balingen 18 5 0 13 471-496 10 H-Burgdorf 18 4 1 13 452-535 9 Dormagen 18 4 0 14 465-562 8 Düsseldorf 18 3 1 14 443-531 7 Minden 18 1 3 14 426-493 5 Danska úrvalsdeildin GOG - Viborg 32-31 Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 4 mörk fyrir GOG. Bjerringbro-Silkeborg - FHK Elite 36-25 Björn Ingi Friðþjófsson markvörður leikur með FHK Elite. Skjern - Nordsjælland 27-25 Gísli Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Nordsjæll. STAÐA EFSTU LIÐA Bjerringbro 16 15 0 1 531-436 30 FCK 16 12 1 3 501-429 25 GOG 16 12 0 4 455-407 24 Kolding 16 11 1 4 491-456 23 AaB 16 10 2 4 526-452 22 Skjern 16 9 0 7 433-422 18 Team Tvis 16 8 2 6 447-450 18 Nordsjælland 16 8 0 8 469-461 16 ÚRSLIT FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þor- valdsson skrifaði loksins undir lánssamninginn við enska B- deildarfélagið Reading í gær. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að til stæði að danska úrvals- deildarfélagið Esbjerg lánaði Gunnar Heiðar til Englands út leiktíðina og var gengið frá síð- ustu lausu hnútunum í gær. Hann hefur þegar hafið æfingar hjá lið- inu. - esá Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Samdi loksins við Reading FÓTBOLTI United minnkaði aftur for- skot Chelsea á toppi ensku úrvals- deildarinnar með 5-0 sigri á Wigan á heimavelli í gær. Á sama tíma vann Arsenal öruggan 4-1 sigur á Portsmouth og er liðið því enn aðeins tveimur stigum á eftir Unit- ed og á þar að auki leik til góða. Leikmenn United léku við hvern sinn fingur í leiknum í gær og snemma varð ljóst að gestirnir hefðu ekki roð við Englandsmeist- urunum. Wayne Rooney var óhepp- inn að skora ekki meira en eitt mark í leiknum en hann var þegar búinn að skjóta í stöng þegar hann skoraði fyrsta mark United um miðjan fyrri hálfleikinn. Það gerði hann eftir undirbúning hins bras- ilíska Rafael da Silva. Michael Carrick skoraði annað mark United og Rafael sjálfur það þriðja áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Antonio Valencia reyndist sínum gömlu félögum í Wigan erfiður. Hann lagði upp fjórða mark Unit- ed fyrir Dimitar Berbatov áður en hann skoraði fimmta mark leiks- ins sjálfur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta er í annað sinn á leiktíð- inni sem United vinnur 5-0 sigur á Wigan. Það gerðist síðast í ágúst síðastliðnum. Wigan er aðeins einu stigi frá fallsæti og hefur liðið aðeins unnið enn af síðustu níu leikjum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart þurfti að skipta Chris Kirkland, markverði Wigan, út af í hálfleik vegna meiðsla. Leikurinn þótti einnig minna á frægt 9-1 tap Wigan fyrir Totten- ham fyrir rúmum mánuði. Í gær bárust enn fregnir af fjár- málum Portsmouth en í gær var sagt frá því að ensk skattayfir- völd hefðu óskað eftir því að félag- ið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Málið verður tekið formlega fyrir þann 23. desember næstkomandi. Tímabilið hjá Portsmouth var slæmt fyrir og ekki skánaði það í gær. Liðið er enn í botnsæti deildar- innar og ef því verður ekki bjargað frá gjaldþroti fellur liðið að auki sjálfkrafa um deild. Eduardo kom Arsenal yfir þegar skot hans úr aukaspyrnu fór af varnarmanni Portsmouth. Samir Nasri skoraði annað mark Arsenal og Aaron Ramsay það þriðja eftir laglegan einleik. Nadir Belhadj minnkaði muninn fyrir heima- menn en Alex Song tryggði þeim rauðklæddu sigurinn með skalla eftir fyrirgjöf Nasri undir lok leiksins. Wenger greindi frá því fyrir leikinn að fyrirliðinn Cesc Fabre- gas yrði frá vegna meiðsla næstu tvær vikurnar en hans var þó ekki saknað í gær. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Portsmouth. eirikur@frettabladid.is United heldur í við Chelsea Manchester United og Arsenal unnu fremur auðvelda sigra á andstæðingum sín- um í ensku úrvalsdeildinni í gær. United vann 5-0 sigur á Wigan í annað skiptið á tímabilinu á meðan Arsenal vann Portsmouth örugglega á útivelli, 4-1. TVÍBURINN SKORAÐI Rafael da Silva fagnar hér markinu sem hann skoraði gegn Wigan í gær. Tvíburabróðir hans, Fabio, sat á varamannabekknum og fagnaði innilega með bróður sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.