Samtíðin - 01.06.1964, Blaðsíða 7
5. blað 31. árg,
IMr. 303
Júní 1964
SAMTÍÐIN
HEIMILISBLAÐ TIL SKEMMTLMAR OG FRÓDLEIKS
SAMTIÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður
Skúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. AfgreiSslusími 18985. ÁrgjaldiS 95 kr. (erlendis
105 kr.), greiSist fyrirfram. Áskriftir miSast viS áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt
móttaka í Rókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — FélagsprentsmiSjan hf.
LOFGERÐ UM MJÓLK
í SAMBANDI VIÐ mjólkurfræðingamót, sem
haldið var ekki alls fyrir löngu, birtu dönsk
blöð greinar um mjólk og mjólkurafurðir. Hér
fer á eftir inntak úr einni þeirra.
Mjólk er lífsins lind, eða ein þeirra a. m.
b., enda fullkomnasta fæðutegund, sem til er.
Það eru ekki kýrnar einar, sem láta okkur
bana í té. Allar kvenkynsverur spendýra láta
sjúga sig, að kvenfólki auðvitað með töldu, ef
bað óttast þá ckki, að það muni lýta vaxtarlag
sitt.
Talið er, að daglega séu nytjaðir yfir 1000
millj. mjólkurlítra í heiminum, að brjóstamjólk
bvenna undanskilinni. Mest af þessu mjólkur-
^agni er úr kúm, en einnig úr ám, geitum,
breindýrum, hryssum, vísundakúm, úlföldum
°- fl. dýrum.
Börnum er eðlilegast að nærast á brjósta-
*njolk mæðra sinna fyrstu mánuði ævinnar.
Hvað er það þá, sem gerir mjólkina að þvílík-
um líf- og orkugjafa, að hún hefur gert okkur
sPendýrin að andlegum og líkamlegum drottn-
endum yfir öðrum dýrum um milljónir ára?
Mjólk er einfaldlega blanda beztu næringar-
efna, sem við þekkjum og vel það. Efnafræði-
Sreinimgar hafa sýnt, að í mjólk er fita, sterkja,
kalk, ýmsar hormónategundir og fjörefni, mörg
nytsöm sölt og sýrur og gnægð annarra efna,
Svo sem kopars, zinks, fosfórs, alúminiums, joðs
°S mangans. Öllum þessum efnum er þar bland-
að nákvæmlega samkvæmt þörfum mannslík-
amans á fyrsta vaxtarskeiði hans og að margra
aliti einnig síðar. Blý finnst einnig í mjólk,
°S til þess að auka mótstöðuafl barna gegn
sjúkdómum hefur náttúran gætt mjólkina kunn-
um og ókunnum sýklavörnum.
Spendýrin fá A, B, C, D og sennilega fleiri
fjörefni úr jurtafæðunni, og ef um rándýr er
að ræða, þá úr holdi, blóði og beinum þeirra
dýra, sem þau nærast á. Svipuðu máli gegnir
um hvalina, án þess að vatnsblönduð mjólk
komi úr spenum þeirra. Það er minna af vatni
í hvalamjólk en kúamjólk, en þar er vatns-
hundraðshlutinn um 87, ef hann er ekki auk-
inn af ásettu ráði.
Svo nákvæmlega hefur hin æðsta efnafræði-
stofnun veraldarinnar, náttúran sjálf, vandað
til blöndunar þeirra mörgu efna, er finnast í
mjólkinni, að við getum neytt hennar, án þess
að eftir verði úrgangsefni. Mjólkurbúin ger-
nýta hana, og í líkama okkar meltist hún og
nytjast að kalla má til hlítar.
En mjólk er ekki einungis næring. Úr eggja-
hvítuefni hennar (k a s e i n i n u) hefur frá
því fyrir síðustu aldamót verið unninn „mjólk-
ursteinn" (galalith), sem er tæknilegt að-
alefni í ýms áhöld. Jafnvel á okkar miklu
plast-öld eru margar greiður og tölur gerðar
úr mjólk, án þess að unnt sé að leysa þær
upp og nærast síðan á mjólkinni í þeim! Marg-
ar tækifærisgjafir, svo sem öskubakkar og bréfa-
pressur, eru einnig búnar til úr mjólk.
Pappír er gljáður með mjólkurefnum. Lim
er búið til úr eggjahvítuefni mjólkurinnar,
sem einnig er notað í liti og við leðuriðnað.
Efnið í fötum okkar getur átt uppruna sinn í
júgri kýrinnar, enda þótt hin mörgu.nýju piast-
efni séu óðum að útrýma eggjahvítuefni mjólk-