Samtíðin - 01.06.1964, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.06.1964, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN „Söngurinn er líf mitt og yndi, og ég mun syngja, meðan kraftar leyfa," segir fTÖLSKU söngkonurnar Amelita Gallicursi og María Callas liafa viður- kennt, að Joan Sutherland sé jafnolci þeirra, og það er nú allt nokkuð! Sú fvrri leit til liðinnar frægðar af sjónarhóli konu, sem komin var á áttræðisaldur, hin er af ýmsum talin mesta núlifandi söng- kona. Sífelld veikindabarátta ÝMSIR kunna að spyrja: Ilver er Joan Sutherland? Hún er fædd og upp alin í Ástralíu, og er því önnur söngkonan frá þeirri heimsálfu, sem hefur getið sér al- þjóðafrægð; hin var Nellie Melba (d. 1931). Báðar eiga þær sanimerkt i því, að þær hafa náð að kalla má yfirnáttúr- legum hljómi úr hæstu tónum, sem í mesta lagi er ætlazt til, að sópranrödd fái skilað hreinum og lýtalausum. Það er of mikið sagt, að ríki Joans Sutherlands í tónstiganum hefjist þar, sem aðrar söngkonur gefast upp. En eins og sakir standa, hefur hún komizt hæst þeirra allra. Námsferill heimsfrægs listafólks er venjulega markaður þrotlausu erfiði, oft baráttu við fátækt og misskilning og stundum röð af ósigrum á hinni löngu og torsóttu leið upp til stjarnanna. En Joan hefur háð annars konar baráttu. Allt ævistarf hennar hefur verið stríð við kvalafullan sjúkdóm auk óþæginda af fleiri kvillum. Joan Sutherland Veikindi eru aldrei skemmtilegt uni- ræðuefni, nema helzt ef um eigin sjúk- dóm er að ræða! Ilér verður þvi aðeins stiklað á stóru í frásögninni um þetta stríð söngkonunnar. Joan hefur þjáðst af sjúkdómi í baki- Hún verður að nota sérstakt stál-líf' stykki, en linar auk þess þrautirnar með nuddi og lieitum böðum. Oft hefur hún ekki getað afborið þær. En liún hefur liarkað af sér, því að eklcert má slcyggJ3 á söngstarf hennar. Þess eru dæmi, a<5 hún hefur sungið að kvöldi eftir læknis- aðgerð að morgni sama dags! Ástraliumenn vissu snemma, hvað 1 Jienni bjó. Þeir sendu hana að heiman með liáan námsstyrk „til að leggja undn’ sig Evrópu.“ 35 ára gömul var liún orð- in aðalstjarnan í Covent Garden í Lond-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.