Samtíðin - 01.06.1964, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
dyfti hún eitri i augnkrókana á sér, svo
að óeðlileg tár komu fram í augun. Svo
dróst hún áfram með rvkkjóttu göngu-
lagi, hnykkti höfðinu til eins og fugl og
skjögraði inn til Keefmans.
Tólf menn gutu til hennar augunum,
er hún ráfaði inn, vógu hana og mátu.
Hún dragnaðist að veitingaborðinu og
tyllti sér upp á stól.
„Einn viskí,“ hvíslaði hún hásri röddu.
En hún bragðaði ekki á því. Svo kveikti
hún sér í sígarettu, en drap von bráðar í
henni, þerraði augun og snýtti sér, eins
og og hún þyldi ekki reykinn. Hún svip-
aðist um eftir Willie, þessum þrekvaxna
uxa, sem var rjóður og kringluleitur með
græn augu og hrokkið hár og skyrtuna
opna í hálsmálið. Sá var nú ekki árenni-
legur, þar sem hann sat aleinn, þar sem
skugga bar á, og horfði á liana sljóum
augum.
Teresa dragnaðist niður af barstóln-
um og reikaði með herkjubrögðuin til
hans.
„Heyrðu,“ sagði hún, „mig langar i
baunir í kvöld.“ Röddin var hás og hvísl-
andi. „Get ég fengið baunir keyptar hér?“
Þetta þýddi á máli eiturlyfjaneytend-
anna: Mig vantar heróínhylki. Þegar
launsalinn heyrði það, varð augnaráð
hans flóttalegt.
„Ég hef aldrei séð þig hér áður,“ anzaði
hann kuldalega. „Af hverju leitarðu til
mín?“
Hann virti hana fyrir sér eins og út-
smoginn kunnátturefur, þar sem hún
húkti á stólnum andspænis honum. Jú,
þvi var ekki að neita, að einkennin voru
ákjósanleg: augun rök, áberandi dökk-
ar svitarákir á handleggjunum, þessi órói
og kláði i holdinu, eins og hún sæti á
köldum marmara. — En þess voru dæmi,
að lögreglufólk hafði villt þannig á sér
heimildir.
„Fyrir alla muni hjálpaðu mér,“ grát-
bað hún. „Ég er alveg að farast. Mér er
sama, hvað það kostar.“
Hann ákvað að verða við beiðni
hennar.
„Bíllinn minn er hérna fyrir utan,“
sagði hann. „ Grái Plymouthinn með
rauðu sætunum. — Þú átt brauð?“
Hún kinkaði kolli og sýndi honum
samanvafða dollaraseðlana í lófa sér.
„Farðu þá og seztu inn í bílinn, og
bíddu mín þar. En ef þú svíkur mig,
telpa min, þá er úti um þig. Það skaltu
gera þér ljóst!“
FIMM MÍNÚTUM seinna ók hann með
hana austur að Harlem-ánni. Hann ók
hratt, en þó með gát, þræddi eintómar
hjágötur og hafði sifelldar gætur á því
í speglinum, hvað væri að gerast fyrir aft-
an bílinn. Teresa vonaði, að maður sinn
væri einhvers staðar í humátt á eftir
þeim, en þorði ekki að gefa honuni
minnstu gætur.
Willie ók bílnum inn í myrkrið og
kyrrðina í garðinum við Harlem-ána,
stöðvaði hann undir stóru tré og slökkti
Ijósin á honum. Drykklanga stund sat
liann grafkyrr og steinþagði. Konan
heyrði tifið i klukkunni í mælaborðinu.
Þau voru eins og hamarshögg í kyrrð-
inni. Engin billjós voru sýnileg fyrir aft-
an þau.
„Allt í lagi,“ sagði hann loks upp úi'
þurru. „Hvað mikið viltu kaupa?“
Tei-esa gat varla orði upp komið fyrir
þurrki í munninum. „Fjóra skannnta,
sagði hún. ,JÉg á 20 dollara.“
Hann dokaði enn við góða stund og
horfði á liana. Síðan dró hann pakka a
stærð við eldspýtustokk út úr leynivasa
á jakkanum sínum.
„Það er ekki víst ég selji þér þetta,
sagði liann. „Hver veit, nema ég se
heimskur og saklaus borgari. Hver veit,
nema ég hafi fundið þennan litla pakka