Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN 5 Hefurðu X ? Seintekinn gróði IIOLLYW OOD-STJARNA kom eiit kvöld lieim í dýrindis minkapels. >,En dásamlegur. Hvar fékkstu liann?“ spurði þerna hennar. ,,Ég hitti bara mann, sem var með 15 þúsund dollara, og hann lét mig hafa pelsinn!“ Þrjú ár liðu. Þá var það kvöld eitt, að Pernan kom heim í sams konar pels. „Það er aldrei!“ kallaði kvikmynda- úisin. „Hvernig náðirðu í liann?“ „Ég eignaðist hann á sama hátt og þú, en sá var munurinn, að ég þurfti að hilta Í5 þúsund menn, því þeir létu mig ekki hafa nema 1 dollara hver.“ Furðulegt athugaleysi „Ég horga yður hara ekki grænan eyri fyrir þessa hölvaða ómynd, þvi svei mér, et eg lít ekki út á henni eins og brenni- vins-sníkjukerling á barknæpu!“ hvæsti f['ú Filippina framan i listmálarann. „Því liefðuð þér nú átt að reikna með, úður en þér ákváðuð að láta mála mynd at yður,“ anzaði snillingurinn. Ég bíð og bíð „ÞÚ SAGÐIR mér í fyrra, að þú ætlað- 1[' að krækja þér í yndislega og forríka °kkju. Fór það allt út um þúfur?“ „Nei, blessaður vertu.“ „En eftir hverju ertu þá að l)íða?“ „Að karlinn hennar hrökkvi upp af.“ Þeir eru undir rúminu GESTUR var að borga gistihúsreikn- ing sinn i mesta flýti, því að hann var alveg að missa af flugvél. í óðagotinu sneri hann sér að hótelsendlinum og kallaði: „Yiltu ekki athuga, livort ég hef gleymt inniskónum mínum uppi i herherginu mínu ?“ Drengurinn lvfli hendinni upp að húf- unni og hvarf. Nokkru seinna kom hann aftur og sagði: „Jú, þeir eru undir rúminu vðar.“ Breytti engu FRÚIN var farin á sumarhótel og hafði lofað að skrifa manni sínum annan hvern dag. (Þau voru nýgift). Eftir nokkra daga fékk hún hréf frá honum. Þar stóð: Góða hezta sendu mér undir eins lyk- ilinn að bréfakassanum hér heima. Þú hefur farið með liann í ógáli. Ég sé öll bréfin frá þér í kassanum, en næ ekki í þau. Frúin sendi lykilinn undir eins í hréfi. En það breytti því miður engu, þvi að það lenti líka í bréfakassanum! Ég sló — MÚSÍKALSKUR drykkjustúdent flosn- aði upp frá háskólanámi og gerðist pían- isti í danshljómsveit. Gamall hekkjar- bróðir hans hitti hann nokkru seinna og sagði við hann: „Ég var að heyra, að þú hefðir slegið þér á píanóið!“ „Já, ég sló hausnum í það i einu músík- kastinu í gærkvöldi, ef þú átt við, hvern- ig ég hafi fengið þetta glóðarauga,“ anz- aði stúdentinn.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.