Samtíðin - 01.06.1964, Side 10

Samtíðin - 01.06.1964, Side 10
6 SAMTÍÐIN * Ji-eifju KVEIIIIAÞÆITII + Tízkan í sumar AÐALEINKENNI sumartízkunnar er vídd í bakið, bæði á dragtarjökkum og léttum sumarkjólum. Dragtarjakkar eru oftast alveg lausir og án Imeppingar með útáliggjandi hornum, en innan undir er þá blússa eða peysa með rúllukraga. Oft- ast eru þessar blússur ermalausar og mjög klæðilegar. Lengd jakkanna er ekki háð neinum reglum. Þeir eru ýmist stuttir eða siðir og ná þá niður á mjaðm- ir. Eru þeir með hnýttu belti. Pilsin eru oftast með alls konar fellingum. Sýnast konur miklu unglegri í þeím. Atbygli- vert er, að pils, sem eru slétt að fram- an, en felld að aftan, eru mjög klæðileg, enda meistaralega sniðin. Kjólarnir í sumar eru oft stórrósóttir i fögrum og fingerðum litum, en ekki æpandi. Doppótt mynztur sjást einnig oft. Sokkar eiga að vera með saum, og grennir það fótlegginn óneitanlega. Við birtum hér mynd af drögtum frá P. Cardin í París. Sýna þær í aðalatrið- um sumartízkuna, liin breiðu og siðu liorn og víddina í bakið. Nokkur hollráð 1. Láttu alltaf glasið með naglalakk- inu standa „á höfði“, svo að ekki komi loft í það. Þá þykknar lakkið miklu síð- ur. 2. Gættu þess að hrista ekki glasið nieð naglalakkinu, er þú blandar það. Þa geta myndazt loftbólur i því. Hafðu beldur nokkrum sinnum endaskipti á glasinu, áður en þú lakkar neglurnar. Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum frá þekktustu tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu. Kápail h.f. Laugavegi 35 — Sími 14278.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.