Samtíðin - 01.06.1964, Page 20
16
SAMTÍÐIN
M-ig vantar fallegt hálsbindi, stamaði
ég og kafroðnaði, og ég þarf að nota það
undir eins, en ég á satt að segja ekki fyr-
ir því, fyr en ég fæ kaupið mitt um
næstu mánaðamót. Þorið þér að lána
mér þetta þangað til? Ég skal ábyrgjast
yður greiðsluna. Ég heiti Þórður Jóns-
son og vinn á skrifstofu lijá honum Helga
Jóhannssyni kaupmanni inni á Lauga-
vegi.
Áður en ég vissi af, var ég búinn að
huna öllu þessu úr mér. Og slúlkan
starði auðvitað á mig eins og tröll á
lieiðríkju. Sem betur fór vorum við
ein i búðinni, meðan þessu fór fram.
„En hvað hafið þér að gera við háls-
bindi, Þórður? Mér finnst þér taka yður
ágætlega út hindislaus,“ sagði búðar-
stúlkan og var nú enn þá elskulegri en
áður. En sú rödd, maður — og brosið!
Ég hlaut að segja henni alveg eins og
var, enda óx mér kjarkur við elskuleg-
heit hennar.
Ég ætla út með stúlku, og liún aftekur,
að ég sé hindislaus,“ sagði ég og svitnaði
af að verða að gera bláókunnri stúlku
þessa játningu.
„Nú skil ég,“ sagði búðarstúlkan og
hló. „Maður á auðvitað að gera allt fyrir
stúlkuna sína. Veljið þér bara það bindi,
sem yður lízt bezl á. Ég skal lána vður
andvirðið til mánaðamóta.“
Ég átti engin orð til að þakka þessa
frábæru greiðvikni við mig, ókunnan
manninn, valdi auðvitað skásta bindið,
sem ég sá, hnýtti það kyrfilega á mig,
fékk að vita, að stúlkan hét Valborg,
kvaddi hana með virktum og hraðaði
mér út að Austurvelli, þar sem Sigga
beið mín.“
Þórður þagnaði andartak. Svo bætti
liann við eins og hugsi: „Og síðan hef ég
alltaf kunnað að meta falleg hálsbindi.“
„Þó það nú væri,“ svaraði ég. „Og svo
hefurðu farið heim með Sigriði, hlotið
blessun foreldranna og gifzt stúlkunni i
fyllingu tímans?“
„Sigríði! Ja það er von þú lialdir það,
maður. En ég ætla hara að hiðja þig að
tala sem minnst um hana og hennar fólk.
Ég féklc aldeilis nóg af karli og kerlingu
þá um kvöldið.
En hálshindið vísaði mér veginn inn
í bezta hjónaband, sem ég get hugsað
mér. Og ef þú verður einhvern tíma á
ferð fyrir vestan, þá hlessaður heim-
sæktu okkur Valborgu mína. Við búum
nú góðu búi á föðurleifð minni og eig-
um fjögur efnileg hörn.“
að góður klósettpappír hafi ólíkt meira
menningargildi en margur áprentað-
ur pappír.
♦
að örðugleikar séu þetta voðalega, sem
verður á vegi okkar, þegar við miss-
um sjónar á takmarkinu.
♦
að vonlaus sé sá maður, sem spilað hef-
ur rassinn úr buxunum, en ekkei't
lært af reynslunni.
♦
að eiginmaður sé sá, sem leikur aðal-
hlutverk sitt á brúðkaupsdaginn, en
þjón upp frá því.
♦
að það bezta, sem hægt sé að gera bak
við menn, sé að klappa á bakið á
þeim.
Höfum í miklu úrvali:
Jakkaföt — Drengjafrakka — Fermingarföt.
Dömu- og Telpnabuxur.
Drengjafatastofan
Ingólfsstræti 6. — Sími 16238.