Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 22

Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 22
18 SAMTÍÐIN Og að lokum eitt skákdæmi. Hvítur mátar í 3. leik. J. J. O’Keefe Lausn á bls. 29. UEIMILISFÖNG FRÆGRA LEIKARA OG SÖNGVARA Troy Donahue, 902G Harratt, Los Angeles 46, California, U. S. A. Silvo Francesso, Campione Italien, Corso Fra- telli, Fusina 2. Italia. Curd Jurgens, c/o Manager Jovanovic, Muncli- en 22, Widemayerstr. 23, Deutschland. Lawrence Harvey, c/o Romulus Film Broolc- house, Park Lane, London W1, England. Cary Cooper, 7750 Sunset Blvd., Hollywood 46, California.U. S. A. „Hvernig á að gera neikvætt kvenfÖlk jákvætt?" „Reyndu að fara með það inn í kol- dimmt herbergi — cins og Ijósmynda- filmurnar þínar.“ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undii eins bústaðaskipti til að forðast vanskil. Andlátsorð ♦ 'Jtœqta 0 manna SNORRI STURLUSON, lögsögumaður, sagna- ritari og skáld (1179—1241) mælti þessi orð, er liann var myrtur i kjallara i Reykholti i Borgarfirði: „Eigi skal höggva.“ E. T. A. HOFFMANN, þýzkt tónskáld, (1776 —1822) mælti þetta síðast: „Nú fer að verða mál að hugsa eitthvað um Drottin.“ BYRON lávarður, enskt skáld, (1788—1824) sagði og hugsaði þá vafalaust til dóttur sinnar, sem hann liafði ekki séð lengi: „Stundin er komin. Dauðinn skiptir mig litlu máli ... Ég l»i þó eftir mig það, sem mér þykir vænt um! ... En nú ætla ég að sofna ...“ WILLIAM HAZLITT, enskur rithöfundur, (1778—1830) sagði: „Ég hef lifað hamingju- sömu lífi.“ GAMILLO DI CAVOUR, italskur stjórnmála- maður, (1810—61) sagði við séra Giaconio: „Bróðir, bróðir, frjáls kirkja í frjálsu ríki.“ JOHN STUART MILL, enskur heimspeking- ur, (1806—73) sagði í hálfgerðu óráði við Helen Terry: „Þú veizt, að ég hef unnið eftir mætti." CHARLES DARVIN, enskur náttúrufræðingur, (1809—82) sagði: „Ég óttast ekki vitund a® deyja.“ LOUIS PASTEUR, franskur lifeðlisfræðing' ur, (1822—95) mælti þessi orð siðust: „Ég ítet ekki meira.“ JOSEPH JOFFRE, franskur marskálkur (1852—1931) sagði við skriftaföður sinn: hef ekki gert mikið illt um ævina, og ég hef elskað konu mína mikið.“ ALEXANDER GRAHAM BELL, amerískur eðl- isfræðingur og uppfyndingamaður (fæddur 1 Skotlandi) sagði við konu sína, er hún var að skrifa texta eftir forsögn hans og bað lian» að leggja ekki svona hart að sér: „En það er nauðsynlegt. Það hefur svo litlu verið komið • verk, og það er svo mikið ógert.“ T ÓMSTUND ABÚÐIN. Eina sérverzlun sinnar tegundar hér á landi. Mesta og fegursta leikfangaúrval á landinu- Aðalstræti 8 og Skipholti 21 (Nóatún). Sírni 24026. — Pósthólf 822.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.