Samtíðin - 01.06.1964, Side 25

Samtíðin - 01.06.1964, Side 25
SAMTÍÐIN 21 Mælt Mál nefndi Dcwíð Stefánsson frá Fagraskógi seinustu bók sína, sem horium auðnað- ist sjálfum að ganga frá, en það var 226 bls. greinasafn, sem hann sendi frá sér fyrir síðustu jól. Útgefandi Ilelgafell. Síðan 1919 höfum við átt dýrmætt sálufélag við Davíð skáld með því að lesa hvert kvæðasafn hans, jafnskjótt °S það barst hingað að norðan og endur- iesa mörg kvæðanna aftur og aftur. En siðan fylgdu þau okkur, þessi unaðslegu i.ióð, eins og heilladísir. Og á nokkur Is- iendingur sér betri beimanfylgju, ekki sizt er hann dvelst erlendis, en hjartfólg- ið islenzkt Ijóð? ^ ið undruðumst í æsku skáldþrótt hins norðlenzka eldhuga. Seinna lærðist okk- Ur ósjálfrátt að bera virðingu fyrir böfð- lngja óðar-smiðjunnar, og Fagriskógur 'arð í vitund okkar eitt af höfuðbólum lsi- ÍJÓkmennta. Að loknum lestri þessara 20 greina er °kkur það ríkast í huga, hve hressandi Var að hlíta leiðsögu skáldsins, sem átti Srr hina heitu ættjarðarást, bar djúpa Vll’ðingu fyrir ísl. menningu og ]jjó yfir 1 íici'i samúð með því fólki, sem hann ttrinntist í ræðu og riti. Yið erum þakk- atir fyrir myndina af séra Matthíasi, Sj’eypta í höfuðstað Norðurlands. Við sjáum glöggt hin gerólíku skáld, Matthi- °g Stephan G. á Akureyri sumarið bí7. En þekkast er ef til vill hið gagn- V0ema viðhorf virðulegs skáldprestsins ng feiminna skólapiltanna (Davíðs og Veggja félaga lians), er þeir heimsóttu '?Gla Matthías og báðu hann að flvtja er- 111(h á samkomu i skólanum. í þessu greinasafni kynnast menn við- 101 fi Davíðs lil átthaga, lands, þjóðar, yuisra raanna og málefna. Við sjáum liann í anda, barn að aldri, kreppa hægri hönd um silfurblýantinn góða við likbör- ur Ölafs Davíðssonar, móðurbróður síns. Við sjáum liann ávarpa virðulegar sam- komur á mestu hátíðisdögum ísl. þjóð- arinnar, og það er sem við heyrum liina þróttmiklu rödd hans flylja af frábærri snilld orð, er orka á okkur sem tungu- mál guðanna. Vinir og dáendur Daviðs munu fagna því, að hann skyldi fallast á, að þessar ræður og greinar yrðu gefnar út i bókar- formi. Þeim mun hlýna um hjartarætur við að lesa endurminningarnar frá æsku- árum skáldsins heima í Fagraskógi. Þeim mun þykja gagnlegt að fræðast um viðhorfið til eigin skáldskapar. Þeim mun þykja gott að vera i návist ræðu- skörungsins, er hann mælir góð orð til vina sinna í virðulegum samkvæmum. Og ætla má, að mörgum finnist mikið til um einarðlegar athugasemdir þjóð- skáldsins um sitthvað í menningu sam- tímans. B kr z ♦ Fyrirlitning skein af danska svipn- um. — Einar Benediktsson. ♦ Það, sem bezt er 1 íslenzkri sagna- ritun, er allt ritað af liöfðingjum (leik- um og lærðum) fyrir höfðingja. — Sig- urður Nordal. ♦ Orðum skipta / þú skalt aldrigi / við ósvinna apa. — Hávamál. ♦ Ofgamaður er sá, sem misst liefur sjónir á takmarki sínu og ýkir örðug- leika sína um allan helming. — George Santayana. ♦ Sannmenntaður maður fjölyrðir ekki um þekkingu sína. — Kitchener lávarður.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.