Samtíðin - 01.06.1964, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
Þeir VITRU sögðu
PÁLL ÍSÓLFSSON: „Ég hef alltaf haft
tilhneigingu til að trúa því, að rödd lífs-
ins kalli fólk beinlínis til ákveðinna starfa.
Við lifum þessa stundina á tímum, sem
krefjast þæginda, munaðar, og af þeim
^stæðu aukinnar framleiðslu þess varn-
ln8S, sem þeim þörfum fullnægja. Fram-
ieiðslan heimtar nýja verkfræðinga, efna-
fræðinga, arkítekta. Heimurinn er alílur á
ferð og flugi og heimtar síaukinn flugvéla-
kost og skipa, og ekki sízt bíla. Listirnar
hafa kannske lotið í lægra haldi í svip,
fullmikið verið gert að því að sjóða þær
uiður. Það þykir ekki lengur þörf fyrir
hljóðfæri á heimilunum, ekki bók,
^unnske helzt málverk. En þetta er aðeins
stundarfyrirbrigði. Með vaxandi velmegun
tiytjast hljóðfærin, bækurnar og mynd-
istin aftur inn á heimilin, þar sem hver
einstaklingur velur sér verkefni og
skemmtun. Listin mun krefjast síns rétt-
ai og fá hann ... 1 listum er ekki fyrst
nS fremst spurt um hraða, hæð og lengd,
Pé þar sé allt til, heldur fyrst og fremst
Um dýpt, gæði, fegurð.“
ÓSCAR WILDE: „Menn ættu aldrei að
*tta að slá fólk gullhamra, því að þegar
Pejr hætta að segja yndislega hluti, hætta
Peir að hugsa um það, sem er yndislegt.“
IRáR segja: „Guð gefur sérhverjum
Sii fæðu, en hann fleygir henni ekki
e ki upp í hreiðrið til hans.“
gyðingar segja: „Maðurinn lærir af
^eynslunni. Hann vekur aldrei annað
arnið, sem hann eignast, til að sjá,
vernig þag brosir.“
»í*að þarf sterkan mann til að brjót-
^ft Segn straumnum; öll dauðyfli berast
me8 honum.“
Nýjar bækur §
Björn Bjarnason: Ensk lestrarbók. Bók lianda
landsprófsnemendum. 198 bls., ób. kr. 120.00.
Kristinn Ármannsson: Latnesk málfræ'ði.
Kennslubók. 3. útg. (Ljósprentuð). 200 bls.,
íb. kr. 120.00.
Þórður Gudjohnsen: Endurminningar fjall-
göngumanns. Nokkrar ferðaminningar. Teikn-
ingar gerðar af höfundi. 110 bls., íb. kr. 220.00.
Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda.
II. bindi. Með myndum. Bókin er saga Stein-
unnar í Ilöfn, Látra-Bjargar, Maddömunnar
á Prestsbakka og Vatnsenda-Bósu. 188 bls., ib.
kr. 250.00.
Ársrit sögufélags ísfirðinga. 8. ár. Bitstjórn:
Jóh. Gunnar Ólafsson og Kristján Jónsson.
170 bls., íb. kr. 125.00.
Jón Helgason: Tyrkjaránið. Bókin segir frá ein-
um eftirminnilegasta atburði íslandssögunn-
ar. Myndir eftir Halldór Pétursson. 225 bls.,
ib. kr. 275.00.
Þorstcinn Thorarensen: De Gaulle. Ævisaga.
Stórbrotin saga mikilmennis. Með myndum.
304 bls., íb. kr. 290.00.
Ólafur Briem: Vanir og Æsir. íslenzk fræði 21
(Studia Islandica). Bitstjóri Steingrimur J.
Þorsteinsson. 80 bls., ób. kr. 80.00.
Ebbe Munck: Töfrar íss og auðna. Bókin lýsir
rannsóknarleiðangrum um liinar lítt könnuðu
hálendisauðnir Grænlands. Með myndum.
Gissur Ó. Erlingsson þýddi. 197 bls., íb. kr.
200.00.
Hallgrímur Jónasson: Við fjöll og sæ.Endur-
minningar og ferðasöguþættir frá ýmsum tim-
um og stöðum. Með myndum. 224 bls., íb. kr.
240.00.
Uno Axelsson: Nótt i Kalkútta. Skáldsaga, er
gerist i Indlandi. Reidar G. Albertsson þýddi.
224 bls., íb. kr. 190.00.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Brimar við Böl-
klett. Skáldsaga. 2. útg. 344 bls., ób. kr. 125.00.
Halldór Laxness: Skáldatimi. Ævisöguþættir
og greinar. 319 bls., ób. kr. 225.00, ib. kr.
345.00 og 430.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk-
urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Bókaverzlun Isafoldar
Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.