Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 8
8 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Lágmarkskaup 5.000 kr. Enginn munur á kaup- og sölugengi. » » » » » Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887 skv. lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrirfjárfesta. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 3. febrúar 2009 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“.Með yfirlýsingu frá 9. desember 2009 lýsti ríkisstjórnin því yfir að yfirlýsingin frá 3. febrúar 2009 væri enn í fullu gildi og að yfirlýsingin yrði ekki afnumin fyrr en hið nýja íslenska fjármálakerfi, með breyttri umgjörð, hefði sannað sig og þá yrði gefinn aðlögunartími. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum sjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is. innlán ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf90% 10% RÍKISVÍXLASJÓÐUR Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir STEFNIR.COM UMHVERFISMÁL Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis segir fyrirhugað skipu- lag 132 hektara athafnasvæð- is á Hólmsheiði setja grundvöll framkvæmdar vatnsverndar í uppnám. Gert er ráð fyrir losun ofanvatns í Hólmsá sem fellur um grannsvæði vatnsverndar og í Elliðavatn, „þeirrar nátt- úruperlu“ eins og segir í bókun nefndarinnar. „Heilbrigðisnefnd telur að farga eigi ofanvatni frá áform- uðu gatnakerfi og athafnalóðum á Hólmsheiði á annan hátt en að veita því inn á viðkvæmt vatna- svið Elliðavatns,“ segir nefndin sem vill aðrar lausnir. - gar Athafnasvæði á Hólmsheiði: Ofanvatn sagt ógna vatnasviði ELLIÐAVATN Veita á ofanvatni frá Hólsmheiði í vatnið. DÓMSMÁL Tveir piltar hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Suður- lands fyrir að ráðast á pilt í Valla- skóla á Selfossi. Pilturinn var að koma út um vesturinngang skólans þegar piltarnir réðust á hann. Annar kýldi hann í andlitið og hinn kýldi hann í öxlina og tvisvar í andlitið. Fórnarlambið var með eymsli og áverka eftir árásina. Í málinu er gerð krafa um að piltarnir verði dæmdir til að greiða þeim sem þeir réðust á 500 þúsund krónur og lögmanns- kostnað. - jss Tveir piltar ákærðir: Réðust á nem- anda á Selfossi SJÁVARÚTVEGUR Sjö uppsjávar- veiðiskip hafa stundað veið- ar á gulldeplu nú eftir áramót- in. Veiðin hefur verið treg að sögn Vilhjálms Vilhjálmsson- ar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda. Hann segir menn nú bíða eftir niðurstöðum loðnuleit- ar á vegum Hafrannsóknastofn- unar. Vilhjálmur segir að gulldepla hafi fundist í veiðanlegu magni á mánudag. Þá gátu skipin verið að veiðum á meðan birtu naut en aflinn var lítill, eða um 70 til 100 tonn. Aflabrögðin voru heldur skárri þegar leið á vikuna, eða um 100 til 150 tonn eftir dag- inn. Veiðisvæðið er á svipuð- um slóðum og fyrir áramót eða í nágrenni Grindavíkurdýpis. - shá Beðið eftir loðnunni: Gulldepluveiðin fer rólega af stað SAMGÖNGUR „Lögfræðingur okkar segir að þetta hafi verið á gráu svæði svo við ætlum að breyta afsláttarfyrirkomulaginu,“ segir Pétur Ágústsson, framkvæmda- stjóri Sæferða, sem rekur Breiða- fjarðarferjuna Baldur. Fram til þessa hafa Vestfirðing- ar notið sérkjara í fargjöldum og fengið allt að 50 prósent afslátt. Pétur segir að athugasemdir hafi verið gerðar við það af fólki sem taldi sér mismunað með þessu. Niðurstaðan hafi verið sú að breyta fyrirkomulaginu. „Þetta verður framvegis með svipuðu sniði og í Hvalfjarðar- göngunum. Hægt verður að kaupa kort fyrirfram og fæst mismikill afsláttur eftir því hversu margar ferðir eru keyptar. Þannig fá þeir mestan afslátt sem eru í mestum viðskiptum og allir sitja við sama borð,“ útskýrir Pétur sem kveður afsláttinn framvegis geta orðið á bilinu 25 til 45 prósent. Vegna sparnaðar hjá Vegagerð- inni, sem styrkir vetraráætlun Baldurs, siglir ferjan nú aðeins sex daga vikunnar en ekki á hverjum degi. Pétur segir að eftir könnun meðal notenda ferjunnar hafi verið ákveðið að fella laugardagana út. „Þetta er alls ekki heppilegt, til dæmis gagnvart jarðarförum sem oft eru á laugardögum. En atvinnu- lífsins vegna var ekki hægt að fella út virkan dag svo þetta varð lend- ingin.“ - gar Sæferðir breyta reglum sem veittu Vestfirðingum sérkjör í Breiðafjarðarferjuna: Ekki aðeins útvaldir fái afslátt PÉTUR ÁGÚSTSSON Vestfirðingar fengu sérstakan afslátt í Breiðafjarðarferjuna Baldur en nú telja Sæferðir sér ekki lengur stætt á að mismuna fólki á þann máta. ÖRYGGISMÁL Nýr þjónustusamn- ingur milli Siglingastofnunar Íslands og Neyðarlínunnar um rekstur Vaktstöðvar siglinga var undirritaður í gær. Eldri samningur hefur verið í gildi frá árinu 2004. Hlutverk aðila skiptast þannig að Siglinga- stofnun hefur með höndum fjár- hagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum, sinnir samskiptum við stjórnvöld og samstarfi við alþjóðastofnanir um siglinga- mál. Neyðarlínan sér um fjármál og rekstur vaktstöðvarinnar og gerir samninga við verktaka þar um. Með nýjum samningi er nið- urskurði á framlögum ríkisins mætt og sparnaðarmarkmið- um náð. Fyrir að annast rekstur vaktstöðvarinnar mun Siglinga- stofnun greiða Neyðarlínunni 242 milljónir á ári. - shá Nýr samningur um Vaktstöð: Niðurskurði er mætt að fullu UMHVERFISMÁL Hornsíli í Vífils- staðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörð- inni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunar- sviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vís- indamönnum við læknadeild Stan- ford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stutt- um kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beina- byggingu þeirra. Breytingin veit- ir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er til- komin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífils- staðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reynd- ust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróun- arlíffræðinga vegna þess að teg- undin hefur þróað mörg mismun- andi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávar- hornsíli námu land í ferskvatns- kerfum sem mynduðust við bráðn- un jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunar- fræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöð- um í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróun- arfræðilegum breytileika í heil- um dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í ann- arri. Við þekkjum ekki öll lögmál- in enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs Nýbirt grein í hinu virta vísindatímariti Science lýsir því hvernig lítil breyting getur valdið ummyndun heilla lífvera. Sérfræðingar Veiðimálastofnunar á Sauðárkróki koma að rannsókninni. Hornsíli leika aðalhlutverkið. HORNSÍLI Hér sjást seiði með og án kviðgadda. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN Á SÍLAVEIÐUM Þessir strákar láta það ekki trufla sig við sílaveiðarnar að bráð þeirra er stórmerkileg frá líffræðilegum sjónarhóli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi þingmaður og land- fræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þingvallanefnd samþykkti þetta á fundi sínum á föstudag. 78 manns sóttu um starfið. Ólafur er forseti Ferðafélags Íslands og lauk nú um áramót- in störfum sem verkefnisstjóri þjónustumiðstöðvar vegna jarð- skjálfta á Suðurlandi. Hann var alþingismaður árin 1994 til 2003 og var formaður umhverfis- nefndar þingsins í sex ár. - þeb Ólafur Örn Haraldsson: Ráðinn í starf þjóðgarðsvarðar VEISTU SVARIÐ? 1 Hvaða íslensku landslið munu ekki geta tekið þátt í Evr- ópukeppni næstu tvö árin? 2 Hvar nálgast hafís landið og gæti lokað siglingaleiðum á næstunni? 3 Hvert ætlar fyrrum fegurð- ardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir að flytja á næstunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.