Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 4
4 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v KÖNNUN Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoð- anakönnun Fréttablaðsins telja að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands. Alls sögðust 64,5 prósent að for- setinn hefði staðið sig vel í starfi, en 35,5 prósent sögðu hann hafa staðið sig illa. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir forsetann geta ágætlega við unað að tveir af hverjum þremur segist ánægðir með störf hans almennt. Niðurstaðan er í raun mjög góð fyrir Ólaf Ragnar sé tímasetn- ingin höfð í huga, segir Gunnar Helgi. Forsetinn hafi tekið mjög umdeilda ákvörðun síðastliðinn þriðjudag, og ekki hefði verið við því að búast að 90 prósent væru ánægð með störf hans. Í könnun Fréttablaðsins hinn 27. febrúar í fyrra var einnig spurt um afstöðu fólks til forset- ans. Spurningarnar eru ekki full- komlega samanburðarhæfar, en þar sögðust rúmlega 44 prósent aðspurðra ánægð með störf forset- ans, 20 prósent hvorki ánægð né óánægð, og um 36 prósent sögðust óánægð með störf Ólafs Ragnars. Talsverður munur er á afstöðu kynja til starfa forsetans. Tæp- lega 70 prósent kvenna sögðust ánægð með störf hans, en rúm- lega 59 prósent karla. Þá er stuðn- ingur við störf forsetans meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Alls sögðu tæplega 49 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins að forsetinn hefði staðið sig vel í starfi. Tæplega 73 prósent stuðningsmanna Framsóknar- flokksins voru á sömu skoðun. Um 59 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru ánægð með störf Ólafs Ragnars, og tæp- lega 67 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Ekki var tölfræði- lega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Borgarahreyf- ingarinnar eða Hreyfingarinnar. Hringt var í 1.100 manns fimmtudaginn 7. janúar. Svarend- ur skiptust jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir búsetu. Spurt var: Telur þú að Ólafur Ragnar Gríms- son hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands? Alls tóku 81,7 pró- sent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Almenn ánægja með störf forseta Íslands Tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í könnun Fréttablaðsins segja Ólaf Ragnar Grímsson hafa staðið sig vel í embætti forseta. Góð niðurstaða fyrir for- setann eftir það sem á undan hefur gengið, segir prófessor í stjórnmálafræði. GUNNAR HELGI KRISTINSSON ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS Já Nei 17,4% 82,6% 51,2% 48,8% 40,7% 59,3% 33,1% 66,9% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0 Allir Karlar Konur Ekki var marktækt að reikna stuðning fyrir stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar eða Hreyfingarinnar Telur þú að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands? Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri græn STJÓRNSÝSLA Björgólfur Guð- mundsson, fyrrverandi banka- ráðsformaður og aðaleigandi Landsbankans, gaf skýrslu hjá rannsóknarnefnd Alþingis á föstudag, tveimur dögum eftir að Stöð 2 flutti frétt af því að hann og sonur hans, Björgólfur Thor, hefðu ekki verið kallaðir fyrir nefndina. Þetta kom fram á Vísi í gær. Þá segir í fréttinni að Björg ólf- ur hafi áður sent nefndinni gögn og upplýsingar að eigin frum- kvæði. Þá hafa fyrrverandi stjórnarformenn allra stóru bankanna verið yfirheyrðir af nefndinni. - sh Rannsóknarnefnd Alþingis: Björgólfur bar vitni á föstudag Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar vegna borgarstjórnarkosn- inganna í maí. „Jöfn tækifæri allra barna, óháð uppruna og efnahag, eiga að vera aðall Reykjavíkur og velferð allra borgarbúa á að leiða for- gangsröðun við meðferð fjármuna“, segir í yfirlýsingu Oddnýjar. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Oddný vill 2. sæti VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 4° -3° 0° 2° -3° -2° 1° 1° 20° 2° 15° 1° 13° -4° -1° 16° -2° Á MORGUN 5-13 m/s Hvassast S- og SA-til. MIÐVIKUDAGUR 3-8 m/s norðantil, annars heldur hvassara. 4 3 2 2 -1 1 -1 5 3 5 -2 6 7 7 4 3 4 4 3 6 10 6 4 -2 -3 0 4 4 5 0 1 3 MILDIR DAGAR Í dag verður áfram heldur skýjað sunn- an- og vestanlands og búast má við skúrum eða rign- ingu með köfl um. Næstu daga færist úrkomusvæðið austur á bóginn og þá léttir heldur til vestanlands og á Vestfjörðum. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður UTANRÍKISMÁL Icesave-málið og umsókn Íslands að Evrópusam- bandinu eru tvö aðskilin mál. Þetta kom fram í sam- tali Össurar Skarphéðins- sonar utanrík- isráðherra við Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráð- herra Spán- ar. Spánn er í forsæti ráð- herraráðs Evrópusambandsins. Ráðherrarnir ræddu stöðuna á Íslandi á laugardag. Moratinos sagði að hin nýja staða sem upp væri komin á Íslandi myndi ekki hafa áhrif á meðferð ESB á umsókn Íslands. Áður hefur David Miliband, utanríkisráðherra Breta, lýst því yfir að Bretar muni áfram styðja umsókn Íslands. - þeb Spánverjar um Icesave: Engin áhrif á umsókn í ESB ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÖRYGGISMÁL Undanfarið hafa varðskip Landhelgisgæslunn- ar og þyrlan TF-LIF æft notkun þyrlueldsneytisbúnaðar sem er um borð í skipunum. Með notk- un hans er mögulegt að gefa þyrlum á flugi eldsneyti. Slíkt er afar mikilvægt þegar langt er fyrir þyrlu að sækja eldsneyti við björgunaraðgerðir. Um borð í varðskipinu geta verið 2.500 lítr- ar eldsneytis. Áhafnir skipa og þyrlu flétta æfingar með hinn nýja búnað við hefðbundnar æfingar, björgun manna af skipi, úr björgunarbát og úr sjó. - shá Landhelgisgæslan æfir: Þyrlan tekur bensín um borð TAKA ELDSNEYTI Mikill tími vinnst með nýjum búnaði til að taka eldsneyti um borð. MYND/GUÐMUNDUR/LHG FÓLK Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir vann öruggan sigur á alþjóðlegu unglingamóti Taflfé- lagsins Hellis sem fram fór um helgina. Hallgerður fékk fimm vinninga í sex skákum. Í öðru til þriðja sæti lentu Helgi Brynjarsson og Svíinn Axel Akerman. Alls 23 skákmenn tóku þátt í mótinu. Hallgerður H. Þorsteinsdóttir: Vann alþjóðlegt unglingamót HEILBRIGÐISMÁL Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur nýver- ið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnun- inni (NIH) til rannsókna á sam- bandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rann- sókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á bein- brotum. Styrkirnir nema 125 milljónum króna. Hjartavernd hefur á síðustu árum skipað sér sess meðal fremstu rannsóknarstofnana í heiminum á sviði notkunar á myndgreiningu í faraldsfræði. Rannsóknin á þætti beingerð- ar sem greind verður með tölvu- sneiðmyndum er samvinnuverk- efni vísindamanna Hjartaverndar og Berkley-háskóla í Bandaríkj- um Norður-Ameríku. Rannsóknin á æðakerfinu er gerð í samvinnu við vísindamenn í Cambridge í Bandaríkjunum. Veruleg fjölgun aldraðra á komandi áratugum veldur því að beingisnun og beinbrot meðal aldraðra er ein af mest ógnandi heilbrigðisvandamálum heimsins. Aukinn skilningur á þeim þáttum sem ákvarða áhættu hvers ein- staklings á því að brotna á mjöðm eða hrygg og þróun aðferða til að fyrirbyggja slík áföll er því afar mikilvæg. Þessi rannsókn er lík- leg til þess að geta varpað enn frekar ljósi á áhættuþætti bein- brota og veita hjálp við forvarnir hvers konar. - shá Hjartavernd tekur þátt í rannsóknum sem geta bætt líf milljóna manna: Fær 125 milljónir í styrk VILMUNDUR GUÐNASON Er forstöðu- læknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og er einn þeirra sem leiðir rannsókna- starfið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Framboð í Mosfellsbæ Ellefu manns gefa kost á sér í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Það eru Anna Sigríður Guðnadóttir, Baldur Ingi Ólafsson, Gerður Pálsdótt- ir, Gunnlaugur B. Ólafsson, Hanna Bjartmars Arnardóttir, Jónas Rafnar Ingason, Jónas Sigurðsson, Lísa Sigríður Greipsson, Sigrún Pálsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson og Þóra Bjarney Guðmundsdóttir. GENGIÐ 08.01. 2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,3709 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,91 126,51 201,65 202,63 180,03 181,03 24,190 24,332 22,019 22,149 17,620 17,724 1,3500 1,3578 196,35 197,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.