Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 32
20 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Ísland vann um helgina
tvo góða sigra á Þýskalandi þegar
liðin mættust í tveimur æfinga-
leikjum. Báða leikina vann Ísland
með fjögurra marka mun – fyrst í
Nürnberg, 32-28, og svo í Regens-
burg, 33-29.
Liðið undirbýr sig nú af kappi
fyrir Evrópumeistaramótið sem
hefst í Austurríki eftir eina viku.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari var vitaskuld
ánægður með sigrana tvo en sagði
að hann hefði séð margt sem þarf
að laga.
„Ég var ánægður með leikinn
í dag og margt í honum sem var
jákvætt,“ sagði Guðmundur við
Fréttablaðið eftir sigurinn í Reg-
ensburg í gær. „Það var þó líka
margt í honum sem við þurfum
að laga – ýmist í vörn og sókn, í
hraðaupphlaupum og í hlaupunum
aftur í vörn. Við þurfum í raun að
bæta okkur á öllum sviðum.“
Hann sagði að liðið hefði feng-
ið kröftuga mótspyrnu frá Þjóð-
verjum um helgina. „Þeir voru á
köflum að spila mjög vel og við
lentum í miklum vandræðum með
þá í báðum leikjunum. Þetta voru
jafnir leikir og við sigum svo fram
úr á lokakaflanum í þeim báðum.
Þetta voru því mjög góðir æfinga-
leikir.“
Ólafur Stefánsson var að leika
sína fyrstu alvöru landsleiki um
helgina síðan á Ólympíuleikunum
í Peking fyrir einu og hálfu ári.
Það var þó ekki að sjá og fór hann
fyrir íslenska sóknarleiknum og
skoraði alls nítján mörk í leikjun-
um tveimur.
„Ólafur var mjög góður í dag og
fellur mjög vel inn í leik landsliðs-
ins. En það voru fleiri leikmenn en
hann sem voru að gera hlutina. Við
skoruðum mörkin okkar á mjög
fjölbreytilegan hátt og úr öllum
stöðum. Það er mjög mikilvægt
að sóknarleikurinn falli ekki allur
á herðar eins manns. Það voru
margir sem hjálpuðu til í sóknar-
leiknum og ég var ánægður með
heildarbraginn á honum.“
Guðmundur sagði margt mjög
jákvætt hafa verið við mark-
vörslu og varnarleik liðsins þó svo
að Björgvin Páll Gústavsson hafi
ekki átt jafn góðan leik í gær og
í fyrradag þar sem hann fór oft á
kostum.
„Það er helst að það vanti meiri
stöðugleika í 6-0 vörnina okkar.
5+1 vörnin gekk mjög vel í fyrri
leiknum sem og undir lok síðari
leiksins,“ sagði Guðmundur.
„Ég get því ekki annað en verið
nokkuð ánægður. Ég geri mér þó
grein fyrir því að við þurfum að
bæta ýmislegt. Nú er rúm vika í
fyrsta leik á EM og við þurfum að
vera einbeittir og halda yfirveg-
un. Þetta voru jú bara æfingaleik-
ir en ekki riðlakeppni á stórmóti.
Það er hin raunverulega staðreynd
málsins.“
Guðmundur gladdist einnig yfir
því að enginn leikmannanna varð
fyrir meiðslum í leikjunum tveim-
ur um helgina. Hins vegar er staða
þeirra Loga Geirssonar og Þóris
Ólafssonar, sem urðu eftir heima
vegna sinna meiðsla, enn óljós.
„Ég vona vissulega að þeir jafni
sig fljótt og vel því við höfum í
raun aðeins þrjá daga upp á hlaupa
með það. Við verðum því að vona
það besta,“ sagði Guðmundur.
Næsta verkefni Íslands verð-
ur æfingaleikur gegn Portúgal
í Laugardalshöllinni á miðviku-
dagskvöldið. Það verður eini leikur
Íslands hér heima fyrir EM í Aust-
urríki og kallaði Guðmundur eftir
stuðningi landans.
„Portúgalar munu örugglega
berjast af fullum krafti í þessum
leik og ég á von á hörkuleik. Við
vonumst allir eftir því að Íslend-
ingar fylli Höllina og sýni liðinu
eins mikinn stuðning og kostur er
á.“ eirikur@frettabladid.is
Heilmargt sem við þurfum að laga
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var vitaskuld ánægður með að hans menn unnu um helgina
tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum ytra en sagði þó að liðið þyrfti að bæta sig á öllum sviðum handboltans.
LANDSLIÐSEINVALDURINN Guðmundur
Guðmundsson var ánægður með margt
í leik Íslands. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
TVEIR GÓÐIR Sverre Andreas Jakobsson og Róbert Gunnarsson í leiknum á laugardaginn. NORDIC PHOTOS/BONGARTYS
Björgvin Páll Gústavsson markvörður átti góða helgi með íslenska
landsliðinu í handbolta þegar liðið fagnaði sigri í tveimur æfingaleikj-
um gegn Þjóðverjum ytra. Björgvin stóð sig sérstaklega vel í fyrri leik
liðanna þar sem hann var með meira en 40 prósent markvörslu.
„Ég var þokkalega sáttur við mína frammistöðu í fyrri leiknum
en ég fann ekki taktinn í upphafi þess síðara.
Þá kom Hreiðar [Guðmundsson] sterkur
inn og ég fór svo aftur í markið í seinni
hálfleik og gekk ágætlega á lokakafla
leiksins. Við eigum þó heilmikið inni eins
og aðrir leikmenn í liðinu,“ sagði Björgvin
við Fréttablaðið í gær.
„En það er ljóst að við höfum verið að
finna okkur betur og betur. Þessi úrslit gefa
okkur meira sjálfstraust og trú á verkefninu
sem er fram undan,“ bætti hann við en eftir eina
viku hefst Evrópumeistaramótið í Austurríki. „Það sem er
einna jákvæðast er að við unnum báða leikina þó svo að
við spiluðum ekkert sérstaklega vel. Það er enn heilmikið
sem við getum lagað og við höfum nú tíma til þess.“
Hann sagði frammistöðu Þýskalands ekki hafa verið mjög
traustvekjandi. „Þeir þurfa greinilega meiri tíma til að
koma sínum málum á hreint.“
Spurður um varnarleik íslenska liðsins sagði
hann hafa verið mjög góðan stærstan hluta
leikjanna um helgina. „Við vorum í basli fyrsta
korterið í fyrri leiknum en varnarleikurinn var
annars mjög góður. Það var svipaða sögu að
segja af síðari leiknum. Við gerðum þó helling af
mistökum en það var gott að ná að vinna leikina
engu síður.“
Björgvin segist ánægður með stöðu liðsins í dag. „Við
erum komnir lengra í undirbúningnum en ég bjóst við.
Það eru enn nokkrir leikmenn meiddir eins og Logi og
Þórir en þeir koma vonandi sterkir inn á næstu dögum.
Við erum á réttri leið en margt enn sem við getum lagað.
Enda hefur það sýnt sig að enginn verður meistari í
æfingaleikjum.“
BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: KOMNIR LENGRA Í UNDIRBÚNINGNUM EN ÉG ÁTTI VON Á
Verður enginn heimsmeistari í æfingaleikjum
Landsleikir í handbolta
Þýskaland - Ísland 28-32 (16-14)
Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 10/6, Snorri
Steinn Guðjónsson 5/1, Arnór Atlason 5, Guðjón
Valur Sigurðsson 3, Sturla Ásgeirsson 2, Alex-
ander Petersson 2, Róbert Gunnarsson 2, Vignir
Svavarsson 1, Aron Pálmarsson 1, Björgvin Páll
Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (43%),
Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1.
Þýskaland - Ísland 29-33 (17-18)
Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9, Guðjón Valur
Sigurðsson 6, Alexander Petersson 5, Snorri
Steinn Guðjónsson 4/1, Vignir Svavarsson 2, Aron
Pálmarsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2,
Arnór Atlason 2, Róbert Gunnarsson 1.
Iceland Express-deild karla
Hamar - Snæfell 86-98
Stig Hamars: Andre Dagney 38, Marvin Valdi-
marsson 15, Svavar Pálsson 15, Oddur Ólafsson
12, Viðar Örn Hafsteinsson 6.
Stig Snæfells: Sean Burton 28, Jón Ólafur
Jónsson 23, Sigurður Þorvaldsson 18, Hlynur
Bæringsson 13, Emil Þór Jóhannsson 7, Sveinn
Davíðsson 6, Páll Helgason 3.
Grindavík - Tindastóll 124-85
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 54,
Darrell Flake 24, Ólafur Ólafsson 14, Ómar Örn
Sævarsson 11, Björn Brynjólfsson 6, Guðlaugur
Eyjólfsson 5, Þorleifur Ólafsson 5, Ármann
Vilbergsson 3.
Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 20, Kenneth
Boyd 15, Micheal Giovacchini 12, Sveinbjörn
Skúlason 9, Helgi Margeirsson 8, Hreinn Birgis-
son 7, Helgi Viggósson 7, Axel Kárason 4, Freiðrik
Hreinsson 2.
Breiðablik - Keflavík 75-83
Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 17, Jeremy
Caldwell 16, Daníel G. Guðmundsson 10, Þor-
steinn Gunnlaugsson 8, Ágúst Angantýnsson 8,
Rúnar Pálmarsson 7, Gylfi Geirsson 5, Aðalsteinn
Pálsson 4.
Stig Keflavíkur: Draelon Burns 27, Sigurður
Þorsteinsson 17, Hörður Axel Vilhjálmsson 12,
Elentínus Margeirsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson
7, Sverrir Þór Sverrisson 5, Jón Nordal Hafsteins-
son 4, Almar Stefán Guðbrandsson 3.
Spænska úrvalsdeildin
Tenerife - Barcelona 0-5
0-1 Lionel Messi (36.), 0-2 Carles Puyol (44.),
0-3 Lionel Messi (45.), 0-4 Lionel Messi (75.),
0-5 Ezequiel Luna, sjálfsmark (85.)
Real Madrid - Mallorca 2-0
1-0 Gonzalo Higuain (8.), 2-0 Esteban Granero
(50.).
Xerex - Valencia 1-3
Sevilla - Racing Santander 1-2
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson
fór mikinn þegar Grindavík vann
stórsigur á Tindastóli á heimavelli
í gærkvöld, 124-84. Hann gerði
sér lítið fyrir og skoraði 54 stig í
leiknum. Hann setti niður alls tíu
þriggja stiga skot í átján tilraunum
í leiknum. Þá hitti hann úr átta af
ellefu skotum sínum innan þriggja
stiga línunnar.
„Hann var einfaldlega í sínum
eigin heimi í kvöld. Hann komst
í gírinn og þá klikkar hann ekki,“
sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Grindavíkur, eftir leikinn í gær.
„Ég hef reyndar séð hann gera
þetta hundrað sinnum áður.“
Friðrik sagði Pál Axel hafa spil-
að mjög vel, bæði í sókn og vörn.
„Hann stal til að mynda sex bolt-
um og það var mjög gott jafnvægi
í hans leik.“
Páll Axel jafnaði þar með met
Vals Ingimundarsonar frá
1988 þegar hann skoraði 54
stig í leik með Tindastóli.
Enginn Íslendingur hefur
skorað fleiri stig í einum og
sama leiknum en fyrr í
vetur skoraði Marvin
Valdimarsson 51 stig
í leik með Hamar.
„Ég gat nú ekki leyft
honum að slá metið hans
Vals vinar míns og þess
vegna tók ég hann út af
þegar nokkrar mínútur
voru eftir,“ sgaði Frið-
rik og skellihló. „Ég held
reyndar að Palli hafi haft
hugmynd um þetta met og
sé í raun alveg sama.“
Friðrik var ánægður
með sína menn í gær. „Við
skoruðum mikið og spiluð-
um hratt. Ég var ánægð-
ur með heildarframmistöðu
liðsins sérstaklega þar sem
að þeir Brenton [Birm-
ingham] og Arnar Freyr
[Jónsson] voru báðir
frá vegna meiðsla. Það
er óvitað hvað það er
langt í þá.“
Alls fóru þrír leik-
ir fram í Iceland
Express-deild karla
í gær. Keflavík vann
Breiðablik á útivelli,
83-75, og Snæfell vann
sömuleiðis góðan útisig-
ur á Hamar, 98-88.
- esá
Páll Axel Vilbergsson skoraði 54 stig og jafnaði 22 ára gamalt met í gær:
Palli var einn í heiminum
54 STIG
Páll Axel var sjóðheitur í
Grindavík í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
> Skoraði í vítaspyrnukeppni
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fjórða og síðasta
mark AS Monaco er liðið vann sigur á FC Tours í
vítaspyrnukeppni, 4-3, í frönsku bikarkeppninni
um helgina. Staðan var markalaus eftir venjulegan
leiktíma og framlengingu og því gripið
til vítaspyrnukeppni. Eiður Smári var á
varamannabekknum en kom inn á á 65.
mínútu og fékk nokkur góð færi til að
tryggja sínum mönnum sigurinn. Það var
þó markvörður Monaco sem var hetja
liðsins en hann varði síðustu tvær
spyrnur FC Tours sem leikur í B-
deildinni í Frakklandi.