Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 30
18 11. janúar 2010 MÁNUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 7 7 L 10 10 L DYHAT MORGANS kl. 5.40 - 8 - 9.10 - 10.20 DYHAT MORGANS LÚXUS kl. 5.40 - 8 MAMMA GÓGÓ kl. 4 - 6 - 8 AVATAR 3D kl. 4.40 - 8 - 10.20 AVATAR 2D LÚXUS kl. 10.20 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.40 - 5.50 SÍMI 462 3500 DYHAT MORGANS kl. 8 - 10 MAMMA GÓGÓ kl. 6 - 8 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 AVATAR 2D kl. 10 7 L L 10 L L 10 10 7 12 MAMMA GÓGÓ kl. 6 - 8 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 5.50 AVATAR 3D kl. 6 - 9 AVATAR 2D kl. 9 WHATEVER WORKS kl. 5.50 - 8 A SERIOUS MAN kl. 10.10 SÍMI 530 1919 14 L L 10 L THE ROAD kl. 5.30 - 8 - 10.20 TAKING WOODSTOCK kl. 8 - 10.30 ALVIN & ÍKORNARNIR 2 kl. 6 íslenskt tal ALVIN & THE CHIPMUNKS 2 kl. 6 - 8 - 10 enskt tal JULIE & JULIA kl. 5.30 - 8 - 10.35 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. Á EINU AUGNABLIKI BREYTTIST HEIMURINN... ...AÐ EILÍFU! 72.000 GESTIR! HUGH GRANT OG SARAH JESSICA PARKER FARA Á KOSTUM Í FRÁBÆRRI GAMANMYND. Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16 10 10 16 16 12 V I P L L L L L L 16 L „…meinfyndin”  - B.S. fréttablaðið „…það var lagið”  - DÓRI DNA dv BJARNFREÐARSON kl. 8 - 10:20 SORORITY ROW kl 8 - 10 :20 WHIP IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 6:20 - 8 - 9 - 10:20 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN ísl. Tali kl. 5:50 OLD DOGS kl. 6 SORORITY ROW kl. 8 - 10:20 NINJA ASSASSIN kl. 10:30 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10 - 10:20 WHIP IT kl. 8 - 10:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN ísl. Tali kl. 6 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ Ensku. Tali kl. 6 - 8 YFIR 50.000 GESTIR Á 14 DÖGUM! ELLEN PAGE úr JUNO er stórkostleg í þessari frábæru mynd. VERTU ÞÍN EIGIN HETJA „…ellen page er stórkostleg”  new york daily news „…mynd sem þú verður að sjá”  - Roger Ebert - bara lúxus Sími: 553 2075 DID YOU HEAR ABOUT THE MORGANS? kl. 8 og 10.10 L MAMMA GÓ GÓ kl. 6, 8 og 10 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 L AVATAR 3D - POWER kl. 7 og 10.10 10 POWERSÝNING KL. 10.10 UM LAGALEG OG SIÐFERÐILEG ÁLITAMÁL ÞEGAR HLUTAFÉLAGAFORMIÐ ER MISNOTAÐ. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 12. janúar kl. 12:00 -13:00 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við HR, fjallar um eðli takmarkaðrar ábyrgðar í hlutafélögum og hvort unnt sé að víkja frá henni í undantekningartilvikum, þannig að hluthafar verði látnir bera persónulega ábyrgð á skuldbindingum sem til er stofnað í nafni hlutafélags. Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við HR, fjallar um þá spurningu hvort réttlætanlegt sé að aflétta hinni takmörkuðu ábyrgð í þeim aðstæðum þar sem hlutafélagaformið hefur verið misnotað. Þá fjallar hann um hvað teljist hæfileg refsing þegar misnotkun af því tagi kemst upp? Fundarstjóri: Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við lagadeild HR. Að fundinum loknum verða almennar umræður. Aðgangur ókeypis og öllum opinn. VERÐUR TAKMARKAÐRI ÁBYRGÐ HLUTHAFA AFLÉTT? Margir bíða spenntir eftir því hvaða erlendu plötur verði vinsælastar árið 2010. Nokkrir risastórir flytj- endur með milljónasölu á bakinu mæta aftur til leiks eftir nokkurra ára hlé og verður fróðlegt að fylgjast með viðtökunum í þetta sinn. Þriðja plata Damons Albarn og félaga í teiknimyndasveitinni Gorillaz nefnist Plastic Beach og kemur út í síðasta lagi í mars. Á meðal gesta verða Lou Reed, Snoop Dogg, De La Soul, Mos Def, Barry Gibb og The Horrors. Forsprakk- inn Albarn segir að platan verði að mörgu leyti sú poppaðasta sem hann hafi nokkru sinni sent frá sér. Fimm ár eru liðin síðan síð- asta Gorillaz-plata, Demon Days, kom út við góðar undirtektir. Hún hefur selst í sex milljónum eintaka og eru því miklar vonir bundnar við nýja gripinn. Kaliforníurokkararnir í The Red Hot Chili Peppers hófu upp- tökur á sinni tíundu plötu í október síðastliðnum. Platan kemur líklega út seint á þessu ári og í þetta sinn er gítarleikarinn John Frusciante fjarri góðu gamni. Í hans stað er kominn Josh Klinghoffer og verð- ur fróðlegt að heyra hvort honum tekst að feta í fótspor snillings- ins Frusciante. Síðasta plata Red Hot, hin tvöfalda Stadium Arcad- ium, kom út árið 2006 og síðan þá hafa aðdáendur sveitarinnar beðið óþreyjufullir eftir nýju efni. Popparinn Justin Timberlake gaf út sína aðra sólóplötu, Futur- eSex/LoveSounds fyrir fjórum árum og hefur hún selst í níu millj- ónum eintaka. Síðan þá hefur hann starfað mikið með öðrum tónlist- armönnum. Hann hefur sungið bæði með Madonnu og Rihönnu, auk þess sem hann hefur prófað sig áfram á hvíta tjaldinu. Ekki er öruggt að næsta plata hans komi út á þessu ári en eftirspurnin er alla vega fyrir hendi og rúmlega það. Back To Black með vandræða- kvendinu Amy Winehouse hefur selst í um tólf milljónum eintaka síðan hún kom út árið 2006. Wine- house hefur að undanförnu samið nokkur ný lög með aðstoð Salaams Remi sem var annar af upptöku- stjórum Back to Black. Hugsanleg- ir gestir á plötunni, sem er vænt- anleg seinni part ársins, verða Nas og Mos Def. Ekkert hefur heyrst til grunge- rokkaranna í Soundgarden í tólf ár en aðdáendur sveitarinnar þurfa ekki að bíða mikið lengur. Söngv- arinn Chris Cornell rauf þögnina þegar hann tilkynnti á Twitter- síðu sinni á miðnætti 1. janúar að sveitin hefði risið upp frá dauðum. Líklegt er talið að ný plata muni líta dagsins ljós á árinu með til- heyrandi tónleikaferð um heim- inn, grunge-aðdáendum vafalítið til mikillar gleði. Aðrar eftirtektarverðar sveitir sem hafa verið uppteknar í hljóð- veri að undaförnu eru Radiohead og Arcade Fire en óvíst er hvenær nýjar plötur með þeim líta dagsins ljós. freyr@frettabladid.is Risar snúa aftur árið 2010 Í HLJÓÐVERI Teiknimyndasveitin Gorillaz hefur verið önnum kafin að undanförnu við frágang á sinni þriðju plötu. Chris Cornell hyggst snúa aftur með hljómsveitinni Soundgarden og Amy Winehouse ætlar loks- ins að fylgja eftir Back to Black.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.