Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 34
22 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR Rannsóknaþjónusta LEONARDO STARFSMENNTUN ST O FA N - L EO 00 4 Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Dunhaga 5, 107 Reykjavík NÁMSKEIÐ Í GERÐ UMSÓKNA UM YFIRFÆRSLUVERKEFNI INNAN LEONARDO STARFSMENNTAÁÆTLUNAR ESB FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR KL. 11-14 Í NÁMU, SAL ENDURMENNTUNAR HÍ, DUNHAGA 7 Styrkir eru veittir til skóla og stofnana sem sinna starfsmenntun til að aðlaga og yfirfæra þekkingu og aðferðir sem hafa verið þróaðar í öðrum löndum til nýrra markhópa og starfs- greina í fleiri Evrópulöndum. Dæmi um verkefni: innleiðing nýrra kennsluaðferða og yfirfærsla og þýðing námsefnis þróun færni og hæfni kennara og leiðbeinenda í starfs- og símenntun nýjar aðferðir í vinnustaðaþjálfun mat á raunfærni og gæðaviðmið í námi efling starfsgetu hópa sem eru í áhættu, s.s. nemenda í brottfallshættu og atvinnulausra Þátttakendur í verkefnum eru a.m.k. 3 aðilar frá jafnmörgum Evrópulöndum. Veittir eru styrkir til 12-24 mánaða og styrkupphæðir nema allt að 300.000 evrum. Séríslenskt forgangsatriði gildir fyrir umsóknir um Leonardó yfirfærsluverkefni árið 2010. Umsóknir sem falla að þessu forgangsatriði fá viðbótarstig í mati. Það er: Gegnsæi í starfsmenntun með þróun samhæfðs einingakerfis og viðmiðunarramma um nám, mat á raunfærni og viðurkenning á færni einstaklinga Umsóknarfrestur vegna yfirfærsluverkefna er til 26. febrúar 2010. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900 eða með tölvupósti á lme@hi.is. Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað símenntunarstöðva á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.leonardo.is FÓTBOLTI Landslið Tógó tekur ekki þátt í Afríkumóti landsliða sem hófst í Angóla í gær. Þetta var ákveðið eftir að skotárás var gerð á rútu liðsins rétt innan við landamærin í Angóla á föstudag- inn. Þrír létust í árásinni – bílstjór- inn, aðstoðarþjálfari landsliðsins og fjölmiðlafulltrúi. Fleiri særð- ust, þar af tveir leikmenn. Annar þeirra, markvörðurinn Kodjovi Obilale, særðist lífshættulega og var fluttur á sjúkrahús í Suður- Afríku þar sem hann gekkst undir aðgerð. Emmanuel Adebayor er lands- liðsfyrirliði Tógó og hann sagði þetta hafa verið hræðilega lífs- reynslu. „Á föstudaginn klukkan 14.30 vorum við allir dauðir í rútunni,“ sagði hann við frönsku útvarps- stöðina RMC. „Við sendum okkar hinstu skilaboð til fjölskyldna okkar. Við hringdum í fjölskyld- ur okkar til að segja þeim okkar hinstu orð.“ Þrátt fyrir allt sagði Adebayor að hann hefði viljað spila á mót- inu. „Í dag ákváðu yfirvöld [í Tógó] að við myndum koma heim. Því munum við koma heim,“ sagði hann enn fremur. Á föstudaginn lýstu hann og fleiri landsliðsmenn Tógó hvernig þeir földu sig undir sætum rútunn- ar á meðan byssukúlum rigndi yfir þá. „Við vorum undir sætunum í 20 mínútur og reyndum að forðast byssukúlurnar,“ sagði hinn 26 ára gamli Moustapha Salifou. Þá voru leikmenn sammála um að spila ekki á mótinu. En það breyttist svo á fundi þeirra á laug- ardagskvöldið og þeir ákváðu að þeir vildu spila þrátt fyrir allt. En forsætisráðherra Tógó, Gil- bert Houngbo, var harðákveðinn í því að kalla leikmennina heim og varð það niðurstaðan. Forráðamenn Knattspyrnu- sambands Afríku hafa ákveðið að keppninni verði haldið áfram en Houngbo gagnrýndi þá harka- lega. „Til þessa höfum við ekkert heyrt í þeim – við höfum ekki einu sinni fengið símtal þar sem okkur er vottuð samúð. Við höfum þar að auki engar upplýsingar fengið til að hjálpa okkur að meta öryggis- ástandið í Angóla,“ sagði Houng- bo. „Allir þeir sem hafa starfað að öryggismálum vita vel að það væri afar óábyrgt að halda bara áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var þess vegna að við ákváðum að láta hagsmuni okkar fólks skipta meira máli en hagsmunir keppn- innar.“ Knattspyrnusamband Afríku til- kynnti í gær að hinna látnu verði minnst með einnar mínútu þögn fyrir opnunarleik Angóla og Malí í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Cabinda- héraði en þar hafa skæruliðar áður barist fyrir sjálfstæði héraðsins undanfarna áratugi. Frelsissam- tök í héraðinu lýstu verknaðinum á hendur sér en þau höfðu samþykkt vopnahlé árið 2006. Tógó átti að leika í B-riðli og er enn áætlað að leikir riðilsins fari fram í Cabinda-héraði. Hin liðin í riðlinum, Fílabeinsströndin, Bur- kina Faso og Gana hafa staðfest þátttöku sína í keppninni. Einn leikur í A-riðli fer einnig fram í héraðinu sem og viðureign í fjórðungsúrslitum. eirikur@frettabladid.is Við vorum allir dauðir í rútunni Landslið Tógó hefur dregið sig úr keppni í Afríkumóti landsliða í knattspyrnu sem hófst í gær. Gerð var skotárás á liðsrútu Tógó á föstudaginn þar sem þrír létust og nokkrir til viðbótar slösuðust, þar af leikmenn. HERT GÆSLA Lögreglumaður í Angóla þar sem Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu hófst í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Aðeins tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Vegna kuldakastsins og snjókomunnar í Bretlandi var ákveðið að fresta sjö viðureign- um sem er það mesta á einni helgi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Manchester United og Arsenal voru þó bæði í eldlínunni og hefði því getað dregið til tíðinda í topp- baráttunni í Englandi. Hins vegar urðu bæði lið að sætta sig við jafn- tefli og hélt því Chelsea toppsæti sínu. Með sigri United á Birming- ham hefði liðið því getað komið sér á topp deildarinnar en liðin skildu jöfn, 1-1. Birmingham bætti félags- met um helgina þar sem liðið hefur nú leikið tólf leiki í röð í efstu deild án taps. Þeir rauðklæddu voru þó mun sterkari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að vera 1-0 undir í hálfleik. Þeim gekk ekki betur að nýta færin í seinni hálfleik þar sem jöfnunarmarkið var sjálfs- mark Scott Dann. „Birmingham er í virkilega góðu formi,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. „Þeir leggja mikið á sig og gera andstæðingn- um erfitt fyrir. Við verðum því að vera sáttir við eitt stig, sérstaklega þar sem við misstum mann af velli undir lokin.“ Ferguson átti þar við rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk fyrir mjög litlar sakir undir lokin. Hann gagnrýndi Mark Clatten- burg dómara mjög eftir leikinn og á það á hættu að vera sektaður og dæmdur í bann, rétt eins og gerð- ist í haust. Arsenal og Everton skildu jöfn, 2-2, þar sem fyrrnefnda liðið skor- aði jöfnunarmarkið í uppbótar- tíma. Bæði mörk Arsenal komu eftir að skot að marki breytti um stefnu á varnarmanni. „Everton spilaði mjög vel og við vorum ekki upp á okkar besta,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsen- al, eftir leikinn. „En ég er ánægð- ur með viðhorf leikmanna og að þeir náðu að koma til baka og ná þó einu stigi – þetta var gott stig miðað við frammistöðuna.“ - esá Sjö leikjum frestað í ensku úrvalsdeildinni: United mistókst að komast á toppinn MARKI FAGNAÐ Cameron Jerome kom Birmingham yfir gegn Manchester United um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY Iceland Express-deild kvk Valur - Haukar 51-71 Keflavík - Njarðvík 86-64 Hamar - Grindavík 76-87 Snæfell - KR 47-76 STAÐAN KR 12 12 0 899-618 24 Grindavík 12 8 4 840-793 16 Hamar 12 8 4 861-833 16 Keflavík 12 6 6 821-770 12 Haukar 12 5 7 856-833 10 Njarðvík 12 4 8 806-872 8 Snæfell 12 3 9 690-864 6 Valur 12 2 10 648-844 4 N1-deild kvenna Valur - Haukar 31-27 HK - Fram 27-35 Stjarnan - Fylkir 26-20 STAÐAN Valur 12 10 2 0 396-228 22 Fram 12 10 1 1 368-258 21 Stjarnan 11 8 1 2 347-249 17 Haukar 12 8 0 4 360-298 16 FH 10 6 0 4 283-274 12 Fylkir 11 4 0 7 264-261 8 HK 12 2 1 9 276-381 5 KA/Þór 12 1 1 10 273-367 3 Víkingur 12 0 0 12 198-449 0 Enska úrvalsdeildin Birmingham - Manchester United 1-1 1-0 Cameron Jerome (39.), 1-1 Scott Dann, sjálfsmark (64.). Arsenal - Everton 2-2 0-1 Leon Osman (12.), 1-1 Denilson (28.), 1-2 Steven Pienaar (81.), 2-2 Tomas Rosicky (90.). Enska B-deildin Coventry - Barnsley 3-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry og Emil Hallfreðsson fyrir Barnsley. Skoska bikarkeppnin Aberdeen - Hearts 2-0 Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir H. Spænska úrvalsdeildin CB Granada - CB Murcia 79-76 Jón Arnór Stefánsson skoraði níu stig fyrir Gran- ada, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.