Samtíðin - 01.05.1958, Side 33
SAMTÍÐIN
29
MAÐUR nokkur sá, hvar mjög
sæmileg föt héngu úti fyrir dyrum
á fornsölu. Á verðmiðanum stóð: 700
kr.
Maðurinn stakk verðmiðanum á
sig, fór með fötin inn í búðina og
spurði fornsalann, hvers virði þau
væru.
„1 mesta lagi 70 króna virði.“
,,Þá ætla ég að kaupa þau.“
„Kaupa þau. Nú, ég hélt þér vær-
uð að bjóða mér þau,“ anzaði forn-
salinn undrandi.“
IRLENDINGUR spurði Syngman
Rhee, forseta Kóreu, hvort Kóreu-
menn væru stundum kallaðir Irlend-
ingar Asíu.
„Alls ekki,“ svaraði forsetinn, „en
Irlendingar eru stundum kallaðir
Kóreumenn Evrópu.“
HÁSKÓLAPRÖFIÐ stóð sem hæst.
Stúdentinn kúgaðist afmyndaður á
svipinn og néri ákaft samna hönd-
unum.
„Finnst yður fimmta spurningin
svo erfið?“ spurði prófessorinn.
„Nei, alls ekki. Það er bara svar-
ið við henni, sem er svo örðugt við-
fangs,“ 'anzaði stúdéntinn.
FAÐIRINN: „Mér þykir leitt, að
þú skulir vera neðstur í þínum bekk.“
Sonurinn: „Það skiptir engu máli,
blessaður vertu. Kennararnir stagl-
ast alveg á því sama, bæði efst og
neðst í bekknum."
„Hvaö þótti þér dásamlegast í
Kaupmannahöfn ?“
„Kurteisi þjónanna. Þeir voru allt-
af að rétta fram höndina.“
Kaupmenn og kaupfélög
Höfum ávallt fyrirliggjandi
úrval af allskonar vefnaðar-
vörum og smávörum
Kr. Þorvaldsson & Co.
Þingholtsstræti 11 — Reykjavík