Samtíðin - 01.03.1957, Síða 35
SAMTÍÐIN
31
Þ E I R VITRL
SÖGÐU:
EGGERT JÓNSSON: „HöfuSkrafa
iðnaðarins í dag hlýtur að vera sú, að
ráðamenn þjóðarinnar viðurkenni í
verki, að iðnaðurinn sé einn af aðal-
atvinnuvegum þjóðarinnar og það sé
því full nauðsyn fyrir þjóðarbúið að
styðja hann og vernda til jafns við
hina atvinnuvegina. Sú þjóð, sem
ekki er iðnaðarþjóð í dag, hefur ekki
tök á að skapa sér þau lífskjör, sem
þarf til þess að lifa menningarlífi,
nema land hennar búi yfir mjög
miklum náttúruauðæfum, sem land
vort gerir ekki. Vér Islendingar erum
orðnir iðnaðarþjóð, og það ber að
meta og viðurkenna í verki með því
að skapa iðnaðinum sambærilega að-
stöðu við landbúnað og sjávarútveg."
V. HUGO: „Ekki skortir menn
orkuna, heldur viljann“.
JAMES A. FARLEY: „í þessu
landi er tvenns konar fólk. Sumt af
því heldur, að ríkisstjórnin geti stutt
alla þegnana, en aðrir ætlast til, að
allir þegnarnir styðji ríkisstjórn-
ina.“
FINLEY P. DUNNE: „Það væri al-
veg ólíft í þessum heimi, ef maður
ætti enga óvini.“
ISAAC d’ ISRAELI: „Gallar mik-
ilmennanna eru huggun heimskingj-
anna“.
SENECA: „Sá óttast meira en hann
þarf, sem óttast, áður en hann þarf
þess“.
DRYDEN: „Gættu þín, ef stilling-
armaðurinn missir stjórn á sér“.
NVJAR BÆKUR
Jón Sveinsson (Nonni): Hvernig Nonni
varð hamingjusamur. Ritsafn VII. bindi.
Teikningar eftir Halldór Pétursson.
Freysteinn Gunnarsson þýddi. 129 bls.,
ib. kr. 40.00.
Hugrún: Hafdís og Heiðar. II. bindi.
Unglingabók. Hafdís finnur hamingj-
una. 127 bls., ib. kr. 40.00.
Walt Disney: Örkin hans Nóa. Barnabók
með myndum eftir höfundinn. Guðjón
Guðjónsson þýddi. 104 bls., ib. kr. 32.00.
Gotfried August Börger: Svaðilfarir á sjó
og landi. Herferðir og kátleg ævintýri
Miinchhausens baróns. Myndir eftir
Gustave Doré. Ingvar Brynjólfsson
þýddi. 184 bls., ib. kr. 60.00.
Gísla saga Súrssonar: Guðni Jónsson og
Tómas Guðmundsson bjuggu í hendur
íslenzkri æsku. Teikningar eftir Kjart-
an Guðjónsson. 100 bls., ib. kr. 58.00.
Óskar Aðalsteinsson: Vormenn Islands.
Unglingasaga. 228 bls., ib; kr. 46.00.
Guðlaugur Guðmundsson: Vinir dýranna.
Unglingabók. Myndir eftir Halldór Pét-
ursson. 125 bls., ib. kr. 45.00
Ármann Kr. Einarsson: Undraflugvélin.
Saga handa börnum og unglingum.
Teikningar eftir Halldór Pétursson. 179
bls., ib. kr. 45.00.
Ragnheiður Jónsdóttir: Vala og Dóra.
Saga fyrir börn og unglinga. 165 bls.,
ib. kr. 38.00.
Valdimar V. Snævarr: Tómstundir. Sögur,
leikrit og ljóð. 128 bls., ib. kr. 38.00.
Guðrún Auðunsdóttir: 1 föðurgarði fyrr-
um. Þulur. Myndir eftir Halldór Péturs-
son. 33 bls., ób. kr. 35.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup-
ið bækurnar þar, sem urvalið er mest. —
Sendum gegn póstkröfu um land allt. —
BÓKAVERZLUN
ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F.
Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 4527.