Börnin - 01.12.1905, Qupperneq 4
4
Þiö hlakkið til þess að fá jólagjafir frá vinum ykkar. Þið
hlakkið til, því þið vitið, að á jólunum er svo mikill hátíðablær
yfir heimilunum ykkar.
En eftir þ.ví, sem góð, kristin börn fá meira vit,læra þau
líka að láta sér þykja vænt um jólin fyrir annað, sem er marg-
falt þýðingarmeira fagnaðarefni en alt þetta, — fyrir það, aö
jólin eru fæðingarhátíð frelsarans.
Þið munið eftir hirðunum fyrir utan Betlehem. Þegar
engillinn hafði komið til þeirra og sagt þeim frá því, að frelsarí
þeirra væri fæddur, þá flýttu þeir sér in^i i borgina til þess að
sjá hann og tilbiðja hann. Og þegar þeir fóru aftur út til
hjarðanna sinna, þá lofuðu'þeir guð og vegsömuðu fyrir alt
það, er þeir höfðu heyrt og séð. Þeir voru svo óumræðilega
glaöir af því að þeir voru vissir um það og höfðu séð það sjálf-
ir, að nú hafði guð efnt það, sem hann hafði lofað: að se.nda
heiminum frelsara. Og það er það, sem kristnir menn eiga
mest af öllu að gleðjast af og þakka guði fyrir á jólunum.
H,ver jólahátíð, sem þieir fá að lifa, á að minna þá á þetta mikla
og dýrðlega fagnaðarefni og hvetja þá til þess að þakka guði,
fyrir það aftur og aftur.
En það eru til mörg börn, sem kunna ekki að meta jólin
rétt, þó að þau'sé orðin svo stór, að þau ættu að geta gert það.
Þeim þykir ,vænt um jólatréð og jólagjafirnar. En þau liugsa
ekkert um mestu og bestu jólagjöfina, sem guð hefir gefið þcim.
Það er ekki gott. Það má ekki minna vera, en aö við
þökkum guði fyrir mestu og bestu gjöfina, sem hann hefir nokk-
urn tíma gefið okkur. Að gera það ekki er ljótasta vanþakk-
læti. Og ekkert barn, sem vill vera gott barn, má vera van-
þakklátt.
Jólagjafirnar, sem foreldrar ykkar og vinir gefa ykkur,
eiga að minna ykkur á jólagjöfina blessuðu, sem guð hefir gefið
ykkur: barnið heilaga, sem fæddist í Betlehem. Jólatréð, sem
er grænt um miðjan vetur, þegar önnur tré eru fölnuð, á að
minna ykkur á liann, sem er alt af eins, og lifir að eilífu. Ljósin
litlu á jólatrénu eiga að minna ykkur á frelsarann, sem er heims-
iris ljósiði og einn getur gert líf ykkar fagurt og bjart. Jóla-
sálmarnir, sem þið syngið þegar þið komið saman, eiga að
minna ykkur á lofsönginn, sem englarnir sungu fyrir hirðana:
„Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu, og velþóknan yfii:
mönnunum."
En svo, þegar þið hugsið um þessa miklu og dýrðlegu gjöf
guðs, sem jólin eiga að minna ykkur á, og, farið að þakka hon-
um fyrir hana, munið þá lika eftir því, að besta þakklætið, sem