Börnin - 01.12.1905, Side 7

Börnin - 01.12.1905, Side 7
7 ift, þegar prestskonan kom eitt kvöld og sagöi: . „í>ý; hefir svo fallegt tré fyrir aftan húsið þitt. Eg get ekki fcngiö neitt handa börnunum mínum. Viltu ekki selja mér þetta?" . J 'vþ.bCi' rfUJ.r' Moðirin leit til drengsins og sagði: „Tréð, er þitt. Þú getur keypt þér skó fyrir peningana. Þú þarft þeiri'a.við.“ Drengurinn lét tiileiðast, en sárt var þaö fyrir hann. Tréð var svo höggvið niður. Og jólanóttina ljómaði það mieð mörgu ljósunum á prestssetrinu. En fátæka drengnum var ekki gleymt. Honum var boðið og hann fékk að sjá, hvað fallégt tréð var. Og hann koni heint með margar gjafir, sem honum höfðu verið gefnar. Börnunum sagði hann söguna af trénu, og á prests- setrinu var hann enn marga glaða jólanótt. Sagan af litla jólatrénu er samt ekki úti enn. Fyrir utan bæinn stóð lítill kofi. Þar bjó gönnil kona og var sjö ára göm- ul stúlka, dóttur-dóttir hennar, hjá henni. Veslings-stúlkan var veik, var með mörgum vondum sárunl og tók oft mrkið út. Jólanóttina var dimt mjög í litla herberginu hjá þeim. Barnið lá i rúmihu og sagði grátandi: „Amma, fæ eg engin ,jól?“ „Ekki hér á jörðinni, góðin mín,“ svaraði amma hennar. „Á himnum eru einlægt jól, og bráðum kemur drottinn Jesús og tékur mig til sin og þig lika, ef þú bíður nreð stíllingu og ert þolinmóð." Barnið hélt áfram að gráta. Og amma þess hefði grátið líka, en hún gat nú ekki lengur grátið. Barnið Jesús sá tár veiku stúlkunnar, og hann heyrði and- vörp gömlu ömmunnar. Fátæki drengurinn gekk fram hjá kofanum. Og þegar hann sá fallega tréð á prestsetrinu með öllum ljósunum, daitt honum í hug stúlkan, sem hafði verið að gráta, og hann sagði'börnunum líka frá henni. Þá báðu þau pabba sinn og mömmu að lofa sér að höggva toppinn af trénu þeirra og fara með hann í kofann til veiku stúlkúnnar. Þetta var þá lika gert. Og á stað fara börnin með toppinn af trénu: Þau læðast hægt inn í kofann, kveikja á kertunum í eldhúsinu og ýta svo með mestu varúð trénu inn í litla herbergið. Amma stúlkunnar hafði sofnað í stólnum sínum, en lijía stúlkan grúfði ofan í koddann sinn. En þegar börnin hlupu út, marraði í luirðinni. Stúlkan lkur upp og sér þá tréð. „Amma!“ kallar hún. Amma hennar ætlaði naumast að trúa sínum eigiti augum. Hún tók tréð og lét það hjá rúminu. Þarna stóð það í marga daga, og öll sorg gleymdist vegna trésins. Á hverju kveldi kveikti amma á einu kertinu. Ojg þegar seinasta kertið var útbrunnið, hrópaði barnið :: „Amma! hvað tréð mitt er ljómandi. Barnið Jesús stendur hjá þvi!“

x

Börnin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börnin
https://timarit.is/publication/650

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.