Börnin - 01.12.1905, Síða 8
8
Amma gekk upp aö rúminu., lagöi saman hendurnar á
litlu stúlkunni og sagði': „Englarnir hafa borið þig heim.
Bráðum kem eg þangað líka.'‘
Fáum dögum seinna var barnið borið út. En tréð stóð þrjá
mánuði enn i litla kofanum. Þá fanst amma dáin í rúminu —
Kofa-ræfillinn og húsmunirnir fáu, sem þar voru, skýrðu þegj-
andi1 frá fátæktinni og vesöldinni, sem þar hafði átt heima. En
hver, sem horfði á kyrðina og friðinn, sem hvildi á andliti kon-
unnar látnu, og gætti að jólatrénu hjá rúminu, hlaut að verða
mintur á sönginn, sem englarnir sungu nóttina helgu: „DýrÖ
sé guöi í upphœðum, friöur á j'órðu og velþóknan yfir mönn-
unum“.
. -------o-------
Guö biður ykkur aö vinna fyrir sig, börn,*
Jesús sagði einu sinni: Hvað virðist yður? Einn maður,
átti tvo sonu. Hann gekk til annprs og sagði: Sonur, far þú
í dag og vinn verk i víngarði mínum. En hann kvaðst hvergi
mundu fara; en eftir á iðraðist hann þess og fór til verksins.
Fá gekk faðirinn til hins og sagði ehis við hann. Hann játti
því, en fór þó hvergi. Hvor af þessum tveimur gerði nú vilja
föðursins ? Þeir svöruðu: Sá fyrri. — Matt. 21, 28—31.
Kæru börn! Þetta er lítil saga ein, sem Jesú's sagði höfð-
ingjum Gyðinga einu sinni. Jesús sagði oft sögur. Hvers vegna
haldið þið að hann hafi gert það? Hann gerði þaö til þess að
fá fólk til þess að taka betur eftir. Hann vildi láta hlusta á sig.
I>ið hlustið líka betur, á og takið betur eftir, þegar yklcur eru
sagðar sögur.
En sögurnar, sem Jesús sagði, voru dæmisögur. Þær voru
nokkurskonar myndir, sem hann dró upp. Og með þessum
ntyndum var liann að sýna það, sem hann kendi.
Með þessum dæmisögum sýndi nú Jesús höfðingjunum,
sem haiin var að tala .viö, að allir þeir eru vondir, sent ekki vilja
*) Úr ræðu, sem flutt var við barnaguðsþjónustu í Sel-
kirk 11. sd. e. trín.