Börnin - 01.12.1905, Blaðsíða 10
10
vinna fyrir fööur 'sinn. Það var stóra ánægjan hans í lífinu, a!J
liann vissi alt af, að hann var að vinna fyrir föður sinn. Þið
þurfið líka að vita það, að jnð eruð að vinna fyrir fööur ykkar á
himnum, mikla, góða föðurinn ykkar. Þá þykir ykkur vænt um
það. Ykkur þykir þá ekki eins vænt um neitt eins og það, að'
vinna fyrir hann.
Hverju viljið þiið nú svara, börnin mín? — „Viö viljum
vinna fyrir hann“, heyri eg ykkur segja. Já, við viljum öll
vinna fyrir hann! En getum við það ? Erum viö ekki of lítil
til þess ? Eigum við ekki að bíða með það, þangað til við erum
orðin stór?“
Nei, nei, þið megið ekki bíða, þangað til þiö eruö ofðim
stór. Þið eigið að byrja strax. Og þið eruð ekki of lítil. Ekk-
ert ykkar er of lítið til þess að vinna fyrir föður ykkar á himn-
um. Og svo vill Jesús kýenna ykkur það og hjálpa ykkur til
þess að vinna fyrir hann, og láta ykkur þykja vænt um það.
Gáið aö því elskut-börn, Jesús vill vpra með ykkur og hjálpa.
ykkur. Þykir ykkur ekki vænt urn það?
., En nú veit eg, að þið spyrjið mig: „Hvað getum við gert
fyrir guð?“ — Þið getiö gert mikið fyrir gúð.
Hcima hjá ykkur getið þið unnið fyrir guð. Hvernig? -—
Þegar þið eruð hlýðin pabba ykkar og mömmu, þá vhmið þið'
fyrir guö. Þegar þið hafið verið vond og biöjiö þau fyrirgefn-
ingar og kyssið þau og segið, að þið viíjið vera góð:, þá vinnið;
þið fyrir guð. Og þegar þið hjálpið þeim, sópið gólfið fyrir
mömmu, þvoið upp, sækið va»n, berið inn spýtur og gerið annað..
sem þarf að gera og þiö getið gert, þá vinnið þið fyrir guð.
Og þið vinnið líka fyrir guð, þegar þið læri’ö alt gott, sem pabbi
og mamma vilja kenna ykkur og láta ykkur læra. Og þegar þið
lesið guðs orð og biðjið. Og þegar þiö forði'st alt ljótt, allar
Ijótar hugsanir og ljót orð og Ijót verk, reiðist ekki hvert við'
annað og berjist ekki, en eruð góð hvert við annað og leikið
ykkur fallega saman. En, góðu börnin mín, þá vinnið þið mest
fyrir föðurinn á himnum, þegar þið trúið á Jesúm Krist, einka-
soninn hans, sem hann gaf okkur, og þegar þið elskið hann og
fylgið honum og lofiö honum að gera ykkur að góðum börnum.
Því þá langar ykkur til þess að vera eins og guð vill, vera ást-