Börnin - 01.12.1905, Qupperneq 15
15
„Tíu“—svarar drengur og er fljótur. Kennarinn átti ekki
aö venjast slílcum svörum og nú hýrnar yfir honum. Iiann
lieldur, að far'iö sé að birta ögn til hjá aumingja stráknum.
Drengur tekur eftir því, að kennarinn hefir orðið hrifinn af því,
hvað óvenjulega vel hann svaraði, svo þegar hann er spurður
næst: „Getur þú þá sagt mér, Sammi minn, hverjar afleið-
ingarnar verða, ef þú brýtur eitt af þeim?“ Þá svarar hann
að vörmu spori: „Það verða níu| eftir!‘ Og var nú hreykinn
yfir þvi, hvað óvenjulega vel sér hefði giengið aö svara kennJ
aranum þennan sunnudag.
Kona nokkur, sem er aðkomandi hjá vinkonu sinni einni,
.spyr son hennar: „Þykir þér gaman, Nonni minn, að fara á
skóla ?“
„Já“—segir drengur mjög einlægnislega. „Og mér þykir
líka gaman að fara heim aftur frá skólanum, en eg kær mig
■ekkert um að vera þar tímann hinn.“
Hélt honum í skefjum.
Robbi: „Heyrðu, mamma, hvað ætlar þú að gefa mér i
jólagjöf ?“
Mamma hans: „Æj, eitthvað, sem getu.r haldið þér í
.skefjum, Robbi minn.“
Robbi: „Þér er þá ekki til neins að gefa mér neitt annað,
íiiamma, en bumbu.“
Faðirinn (um leið og hann lítur mjög alvarkga á son
sinn) : „Hvaða drengur er latastur i beklcnum þínum Tumi?“
„Tumi: „Eg veit það ekki, pabbi minn.“
Faðirinn: „Þú ættir þó að vita það. Þegar allir aðrir i
bekknum eru að keppast við að lesa lexíurnar sínar, hver er
það þá, sem situr aðgerðalaus í sætinu sínu og horfir á hina, í
staðinn fyrir að vinna sjálfur?“
Tumi: „Það er kennarinn.“
i
Afsökun Bjössa.
Móðirin: „Kennarinn þinn segir mér, að þú sért langt
fyrir aftan hin börnin i skólanum, sonur minn.“
Bjössi: „Manstu þá elcki, mamma,að þú hefir æfinlega
verið að segja við mig, að eg eigi elcki að trana mér fram?“