Börnin - 01.12.1905, Qupperneq 16

Börnin - 01.12.1905, Qupperneq 16
i6 Til sunnudagsskólaliennara. Eins og þegar hefir auglýst veriö, kemur ekki blaðiö „Kennarinn“ framar sem lexíu-blað fyrir sunnudagsskólana. Verða þá forstöðumenn skólanna að velja sjálfir lexíur, enda munu þeir hafa gert það all-víða hingað til, þrátt fyrir lexíu- val „Kennar,ans“. En þeim til stuðnings, sem kynnu að æskja leiðbeininga í þessa átt, leyfi eg mér að benda á þetta: i. „Ljósgeislar“ brúkist áfram bæði fyrir nýja sfná-barna bekki og eins upp aftur fyrir að minsta kosti lægstu bekki barna þeirra, sem haft hafa þá fietta síöasta ár. ICennurum gefst ]oá enn þá betra tækifæri til þess að kenna meira af sögunum sjálf- um, sem spjöldin eru að eins litið brot úr, og eins láta börnin hafa meiri not af biblíusögu-spurningum þeim,sem eru á hverju spjald'i. Tala við börnin ujn þær, . Þau læra þær þá mun betur. Kennari, sem skilur köllun sína og er með alúö við verkið sitt, getur aö minsta kosti í tvö ár notað spjöldin, fyrir sömu börnin. — Skal þtess getið, að ekki ©r ólíklegt að nýir „Ljósgeislar“ komi út að ári og verði þá með litmyndum. 2. NæStu bekkjum fyrir ofan „Ljósgeisla“-bekkina má kenna úrval úr biblíusögum þoini, sem fermingarb örin eru látin læra. Vona eg, að biblíusögur með myndum, fyrir börn á þessu, reki, komi út áöur en langt um líður. 3. Fermd börn mæfcti svo láta lesa í nýja testamentinu, byrja á einhverju guðspjallinu og lesa það alt. Geta kennarar þeirra barna hæglega útvegað sér bók með útskýringum sér til stuðnings. Hver prestur í kirkjufélaginu, sem leitað væri til, myndi hjálpa til með það. — Um lexíur úr gamla testamentinu er naumast að tala að svo stöddu. Þær geta ekki orði ð kendar svo í neinu lagi sé, á meðan ekki er hægt að fá neina biblíu. Óski einhvtr frekari upplýsinga eða leiðbeininga, er honum velkomið að skrifa mér, og skal eg svara eftir þjví sem eg best get og hefi vit á. „Ljósgeislari“ fást eins og að undanförnu hjá hr. H. S. Bardal í Winnipeg, ioc. eintakið, þegar fleiri eru keypt í einu, eella 15C. N. Steingrímur Þorláksson, Selkirk, Man.

x

Börnin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börnin
https://timarit.is/publication/650

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.