Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Side 3
3
Bögglapóstsamningurinn.
5. g. (5)
ÁkvæÖunum um fyrirmæli sendanda á fylgibréfinu er raðað um og þau gerð
nokkru fyllri.
10. g. (10)
Endastöðvar- og landtransitgjöld hafa verið hækkuð, og grunngjaldinu fyrir
flugpóstböggla breytt.
16. g. (16)
Viðbótargjöldum hefur verið breytt. Það athugist, að taflan yfir þessi gjöld er
sett inn á skökkum stað af prentsmiðjunni. Hún á að vera á eftir sjálfri greininni.
19. g. (18)
Geymslufrest böggla, sem er 14 dagar, má lengja upp í mánuð, ef innanlands-
löggjöf ákvörðunarlandsins leyfir.
21. g. (20)
Ákvæði 6. og 7. liðs þessarar greinar um heimild fyrir töku aukagjalds á einnig
við böggla, sem leiðbeint hefur verið slcakkt og þurfa að endursendast, svo og böggla,
sem endursendir eru til upprunastaðar samkvæmt 7., 20. og 29. gr. 4. lið.
22. g. (21)
Á meðan póststjórn álcvörðunarlandsins hefur ekki fengið nein fyrirmæli frá
sendanda, er henni heimilt að afhenda böggul eins og áritun hans segir til, eða öðrum
tilgreindum viðtakanda eða áframsenda hann eftir nýju heimilisfangi. Endursendir
bögglar skulu eftir því sem mögulegt er fylgja sömu leið og þeir komu.
Lokabókun póstbögglasamningsins.
III. gr.
Ákvæði 20. gr. um afturköllun og utanáskriftarbreytingu gilda ekki fyrir Bretland,
Norður-írland og brezkar nýlendur.
V. gr.
Ráðstjórnarríkin, Ukraina og Hvíta-Rússland leyfa ekki fyrst um sinn böggla
naeð þessum fyrirmælum frá sendanda: „Seljist fyrir reikning og áhættu sendanda“.
Starfsreglugerð póstbögglasamningsins.
104. g. (104)
Ekki má tilgreina nema einn einstakling, persónu eða fyrirtæki sem viðtak-
anda póstbögguls, þó má leyfa áritanir svo sem: Hr. A fyrir hr. B eða Banki A
fyrir hr. B.
105. g. (105)
Á böggla, sem hafa lifandi dýr að innihaldi, skal líma miða greinilega áritaðan:
.Animaux vivants“.
106. g. (106)
Á tollskránni skal innihald böggulsins talið upp nákvæmlega, en ekki með
almennum orðatiltækjum. Heimilt er sendanda að hefta við fylgibréfið auk toll-
skrárinnar hvert annað skjal (vöruskrá, innflutningsleyfi o. s. frv.), sem er nauð-
synlegt vegna tollmeðferðarinnar.