Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 13

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 13
13 VII. U mbur ðarbréf. Þessi umburðarbréf hafa verið send. 1978-01-12 Umburðarbréf nr. 1. — Til allra póststöðva — Um sl. áramót hófst vinnsla bókhalds Póstgiróstofunnar i tölvu samhliða eldri bókunaraðferð. Af þeim sökum mega því framvegis ekki vera fleiri en 24 seðlar á hverri skrá og séu seðlarnir fleiri þarf að skipta þeim á fleiri skrár. Póstafgreiðslu- fólk er beðið að athuga vel þegar gerð er úttekt af eigin reikningi með færsluseðli að framhlið blaðs 3 sé útfyllt þ. e. númer, dagsetning og undirskrift reikningshafa- 1978-01-19. Umburðarbréf nr. 2. — Umdæmisstöðvarnar — Bréfhirðingin Drangar Skógarstrandahreppi Snæf. hefur verið lögð niöur frá 1. janúar 1978 að telja. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-01-20 Umburðarbréf nr. 3. — Umdæmisstöðvarnar — Nýtt gengi fyrir útborganir úr norskum póstsparibankabókum hefur verið ákveðið frá 23. janúar 1978, sem hér segir: 100 norskar krónur = 4 000 ísl. kr. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-01-27 Umburðarbréf nr. 4. — Umdæmisstöðvarnar, póstmeistarinn í Rvk, póstútibúin í Rvk og póstávísanadeild pósthússins i Rvk. — Frá og með 1. febrúar 1978 verður sú brey-ting á bréfhirðingunni á Laugar- bakka, að allur póstur þangað afgreiðist frá póst- og símstöðinni á Hvammstanga með landpósti og skal þvi ekki senda póst beint á Laugarbakka, eins og gert hefur verið fram að þessum tima. Jafnframt fellur því niður sérstök móttaka hjá lang- ferðabílum á pósti til Laugarbakka. Frá sama tíma lætur Jón Jónasson af störfum en við bréfhirðingunni tekur Helga Jóhannesdóttir, A götu 1 Laugarbakka. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-01-27 Umburðarbréf nr. 5. — Umdæmisstöðvarnar — Nýjar gjaldskrár fyrir póst- og simaþjónustu taka gildi 1. febrúar 1978 og verða þær póstlagðar á morgun. Helstu gjöld verða: a. Símaþjónusta I. Kafli 1.1 kr- 36 000, 1.2 kr. 9000, 1.3 kr. 1500, 1.4 kr. 7 000,

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.