Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 16

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 16
16 1978-03-03 Umburðarbréf nr- 12. — Umdæmisstöðvarnar, póstmeistarinn í Reykjavík, póstútibúin i Reykjavík — Nýtt gengi fyrir útborganir úr sænskum póstsparibankabókum hefur verið ákveðið sem hér segir: 100 sænskar krónur = 5 200 ísl. kr. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-03-10 Umburðarbréf nr. 13. — Umdæmisstöðvarnar, póstmeistarinn i Reykjavík, póstútibúin i Reykjavík — Gengi fyrir útborganir úr norskum póstsparibankabókum verður frá 16. mars 1978 sem hér segir: 100 norskar krónur = 4 300 isl. kr. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-04-19 Umburðarbréf nr. 14. — Umdæmisstöðvarnar, póstmeistarinn í Reykjavík, póstútibúin i Reykjavík — Ný gjaldskrá fyrir simaþjónustu tekur gildi 20. apríl 1978 og fyrir póstþjón- ustu 1. mai 1978. Þær eru báðar í prentun og verða sendar næstu daga. Helstu af- greiðslugjöld fyrir símaþjónustu verða: a) Langlínusamtöl afgreidd um handvirkar miðstöðvar: um 0—10 km línulengd minnsta gjald kr. 90, umframgjald pr. mín. 30 kr., 10—25 km kr. 144 og 48 kr., 25—100 km 195 kr. og 65 kr„ 100—225 km 246 kr. og 82 kr„ 225—350 km 297 og 99 kr. og yfir 350 km 384 kr. og 128 kr-, afgreiðslugjald kr. 140, kvaðning kr. 110 og boðsending kr. 180. b) Símskeytagjöld: grunngjald kr. 125 og 15 kr. fyrir hvert orð. Heillaskeytaeyðu- blað kr. 150. Samúðarskeyti: grunngjald kr. 125. Símapóstávisanir kr- 560. öll gjöld eru tilgreind án söluskatts. Gjaldskrá fyrir sérbúnað verður send á næst- unni. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-04-25 Umburðarbréf nr. 15. — Umdæmisstöðvarnar — Hér með tilkynnist, að gjaldið fyrir hina svonefndu kosningasíma, það er sima sem fluttir eru eða lánaðir á skrifstofur frambjóðenda við í hönd farandi kosn- ingar, er einn þriðji liluti af venjulegu flutningsgjaldi milli húsa og greiðist það fyrirfram, en samkvæmt reikningi, ef aðeins er um innanhússflutning að ræða. Þar við bætist svo afnotagjald eins og af verslunarsíma og skrefagjald skv. teljara á sjálfvirkum stöðvum auk gjalds fyrir handvirk langlínusímtöl, en á handvirkum stöðvum reiknast afnotagjaldið eins og fyrir verslunarsíma hlutfallslega eftir daga- fjölda auk langlínusimtala. Tilkynnið eftir þörfum- 1978-04-27 Umburðarbréf nr. 16. — Umdæmisstöðvarnar — Hér með skal upplýst að samgönguráðherra hefur með bréfi í dag tilkynnt stofnuninni að stofngjald kosningarsíma stjórninálaflokkanna vegna sveitastjórnar- kosninga í maí og Alþingiskosninganna í júní skuli vera kr. 5 000.00 án söluskatts

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.