Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Blaðsíða 18
18 1978-05-30 Umburðarbréf nr- 22. — Umdæmisstöðvarnar — Frá og með 1. júní verður símstöðin Fossá i Barðastrandarhreppi lögð niður. Frá sama tíma verða notendur þaðan notendur frá Haga í sama hreppi. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-05-31 Umburðarbréf nr. 23. — Umdæmisstöðvarnar — Afnotagjald fyrir leigulínur milli gjaldsvæða skal reiknað á viðskiptagjaldi sam- kvæmt lið 2.1 í III. kafla sérgjaldskrár um sambönd og línur. Þetta gjald er miðað við 72 þúsund mínútna notkun á ári með tilheyrandi margföldunarstuðli og sam- kvæmt því mínútugjaldi, sem gildir fyrir sjálfvirkt val á milli hlutaðeigandi síma- miðstöðva. Innan sama gjaldsvæðis er afnotagjald hins vegar reiknað sem leiga á km og ársfjórðung samkvæmt lið 2.2 í sama kafla. Tæknirekstrardeild aðstoðar við ákvörðun gjalda- Allar leigulínur milli gjaldsvæða skal tilkynna Mælaborði Landssímans til skrán- ingar, bæði þær linur, sem nú þegar eru i leigu og þær, sem leigðar verða síðar meir. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-07-10 Umburðarbréf nr. 24. — Umdæmisstöðvarnar — Hér með tilkynnist að eftirtaldir starfsmenn hafa verið skipaðir stöðvarstjórar pósts og síma: Gunnlaugur Guðmundsson í Garðabæ frá 1. maí 1977, Axel S. Óskarsson í Neskaupstað frá 31. október 1977, Þorbjörg Jónasdóttir á Flateyri frá 1. janúar 1978, Unnur Þorsteinsdóttir í Sandgerði frá 1. mars 1978, Steinunn María Óskarsdóttir á Brú frá 1- mars 1978, Gunnar Einarsson í Hafnarfirði frá 1. maí 1978, Kristjana Hallgrímsdóttir í Reykjahlíð frá 1. maí 1978, Indríður S. Indriðadóttir í Varmahlíð frá 1. maí 1978, Guðmundur Árnason á Siglufirði frá 1. júlí 1978. Ennfremur hefur Gunnar Valdimarsson verið skipaður deildarstjóri í umsýslu- deild pósts og síma frá 1. júlí 1978. Tilkynnist eftir þörfum. 1978-07-14 Umburðarbréf nr. 25. — Umdæmisstöðvarnar — Nýtt gengi fyrir útborganir úr norskum póstsparibankabókum hefur verið ákveðið frá 16. júlí 1978, sem hér segir: 100 norskar krónur = 4 760 ísl- kr. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-07-24 Umburðarbréf nr. 26. — Umdæmisstöðvarnar — Nýtt gengi fyrir útborganir úr sænskum póstsparibankabókum hefur verið ákveðið frá og með miðvikudegi 26. júlí 1978, sem hér segir: 100 sænskar krónur = 5 600 ísl. kr. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.