Morgunn


Morgunn - 01.06.1945, Side 24

Morgunn - 01.06.1945, Side 24
20 M 0 R G U N N hina fjarlægu atburði, fari einhver hluti persónuleikans úr jarðneska líkamanum og heimsæki hina fjarlægu staði. í upphafi orða minna mínntist ég þess, sem þjóðsög- urnar segja oss um fólk, sem ,,sá í gegn um holt og hæð- ir“, en gildi þessara staðreynda er einnig annað og miklu meira en það, að renna stoðum undir sannleiksgildi gam- alla frásagna og opna mönnum möguleika til þess, að skilja óráðnar rúnir í töfraheimi þjóðsagnanna, þótt ég hafi enga löngun til að gera lítið úr því gildi þeirra. Þessar staðreyndir hljóta, eftir því sem þekking vor á þeim eykst og rannsóknunum á þeim fleygir fram, að leggja fram sinn dýrmæta skerf til þess, að auka þekk- ing vor á leyndardómum tilverunnar, leyndardómum vors innra manns og leyndardómum þeirra dásamlegu veralda, sem vér lifum í. En að lokum skulum vér spyrja eins: Hafa þessar rannsóknir nokkurt gildi fyrir vonir manna um líf eftir dauða líkamans? Ég sé ekki, hvernig unnt er að komast hjá að sjá, að svo er. Sálfarirnar sanna, að sálin getur lifað og starfað utan jarðneska líkamans og að hún hefir annan líkama, þótt ekki virðist af jarðnesku efni gerður, sem hún getur þá lifað í, en hver ástæða er þá til að ætla, að sálin hætti að vera til, þegar jarðneski líkaminn deyr? Margir af rannsóknamönnunum hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sálfarirnar séu forsmekkur dauðans, dauði um stund. Til þess virðist sú staðreynd benda, að margir þeir, sem sálförum fara, og geta varðveitt fulla endurminning, þeg- ar komið er aftur í jarðneska líkamann, fullyrða, að á þessum ferðum sínum fari þeir ekki aðeins um jarðneska staði, heldur komi þeir einnig inn í heim framliðinna manna og hafi vitundarsamband við þá. Um sumar þær frásagnir er það að segja, að engin skýring á þeim er enn sem komið er sennilegri en sú, að á þessum ferðalögum

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.