Morgunn - 01.06.1945, Qupperneq 30
26
M 0 R G U N N
ísland heitir, þat er enn víða óbyggt. Þar muntu gerast
virðingarmaður ok verða gamall. Þínir ættmenn munu ok
margir verða ágætir í því landi“. Ingimundur svarar:
„Þetta er af því vel sagt, at þat hefir ek einhugat at koma
aldri í þann stað, ok eigi verð ek þá góðr kaupmaðr, ef ek
sel áttjarðr mínar margar ok góðar, enn fara í eyðibygðir
þær“. Finnan svarar: „Þetta mun fram koma, sem ek segi,
ok þat til marks, at hlutr er horfinn ór pússi þínum, sá er
Haraldr konungr gaf þér í Hafrsfirði ok er hann nú kom-
inn í holt þat, er þú munt byggja, ok er á hlutnum mark-
aðr Freyr af silfri; ok þá er þú reisir bæ þinn, mun saga
mín sannast".
Ingimundi líkar spáin illa, og þó hálfu verr á næsta degi,
er hann verður þess var, að hluturinn, sem völvan hafði
talað um, var raunverulega týndur og fannst hvergi.
Tímar líða og Ingimundur giftist hinni ágætustu konu,
en af ummælum hans við konung um það leyti er bert,
að hann hefir oft hugsað um spádóm seiðkonunnar, sem
hún hafði stutt með hinni merkilegu sönnun um hlutinn,
sem óvænt var horfinn úr eigu hans og honum var ekki
einu sinni sjálfum kunnugt um, þegar völvan sagði hon-
um það, en það segir hann konungi, að þess óskaði hann,
að það sannaðist eigi, að hann ætti eftir að fara úr Noregi.
Þó segir hann konungi, að hann ætli að senda eftir seið-
mönnum, til að sjá, hvort þeir geti nokkuð sagt honum um
afdrif hlutarins, sem seiðkonan hafði sagt honum, að þeg-
ar væri kominn með dularfullum hætti til Islands og þess
staðar, sem fyrir honum lægi, að byggja bæ sinn á. Seið-
mennirnir koma, og er sú frásögn öll hin merkilegasta.
Þeir láta byrgja sig eina í húsi og banna, að um þá sé tal-
að. Svo fullkomna kyrrð vilja þeir hafa um sig. Þrjár næt-
ur liggja þeir einir i húsinu, og verður ekki annað séð, en
að til þess að grennslast eftir hlutnum, sem horfinn var,
hafi þeir farið úr líkamanum og til Islands, sem þeim var
vitanlega ókunnugt. Að liðnum þrem nóttum kemur Ingi-