Morgunn


Morgunn - 01.06.1945, Side 37

Morgunn - 01.06.1945, Side 37
M 0 R G U N N 33 ég h'kt — og þó ólíkt? Það var af því að mér var í huga, að þá var skilnaðurinn og sársauki hans efst á baugi til- finninga vorra. Nú er það sameiningin og endurfundirnir, sem við hliðina á sársaukanum kveðja sér hljóðs og deyfa eggjar hans. Ég sagði þá, að það hefði verið samkomulag vor vinanna, sem komum hér saman, að tala ekki um sorg þótt dauðinn væri annars vegar, af því að vér vit.um að ekki er hann annað en ný fæðing til framhalds á lífi og starfi. Og nú vil ég og veit ég að ég má endurtaka hið sama, ekki af því að lítils sé að sakna eða til að bægja frá tregandi tilfinningum og tómleika, þegar hún hverfur sjón- um; þann tómleika hljótum vér að finna, ástvinir hennar — og vinir, því fremur sem vér þekktum hana betur og höfðum umgengizt hana meira, heldur af því, að nú verð- ur svo ofarlega — jafnvel efst — í huga vorum þetta fram- haldandi líf og starf, sem raunar hefur aldrei slitnað, — aldrei slitnað sambandið og samstarfið á milli þeirra, allt- af hefur iiún haft vitund um það, þótt hann væri horfinn sýnilegum návistum. Og ógleymanlegasti þátturinn í því samstarfi, sem lengi — líklega ávallt — mun varðveita og halda lifandi minningunni um þau, var þetta, að festa sjálf hönd á og færa öðrum þann óyggjandi sannleika, að lífið og starfið heldur áfram, þótt líkamslífið þrjóti. Svo víðfaðma sem hinn fjölvísi andi hans var, að láta sér ekkert mannlegt óviðkomándi, þá sá hann, að af öllu mannlegu var þetta lang þýðingarmest: Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur? Lang þýðingarmest að leysa þá spurningu, og þegar honum var orðið það ljóst fann hann það köllun sína, að starfa að því, og hún var sam- starfsmaður hans. Og þó að djúphyggja hans ætti 1 því samstarfi mest frumkvæði, þá var hún engan veginn að eins þiggjandi, heldur átti einnig sinn skira skilning, og skoðanir og gáfur til að láta hann í ljós. Og því varð honum það svo mikill styrkur og allt samstarf þeirra með þeim ágætum, sem kunnugt var oss öllum, sem kynntumst þeim og heimilislífi þeirra, og því gátu svo margir, er 3

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.