Morgunn - 01.06.1945, Síða 42
38
M 0 R G U N N
og á þessu sviði varð frú Kvaran mikil áhrifakona, sem
allir unnendur sálarrannsóknanna standa í mikilli þakkar-
skuld við, ekki aðeins hér í bænum, heldur um allar byg-gð-
ir landsins, og sá fjöldi fólks minnist hennar með þakk-
læti og djúpri virðingu í dag. Fram í háa elli hélt hún
andlegri og líkamlegri atgerfi frábærlega vel og til síð-
ustu daga sýndi hún það í öllu, að öll hugðarmál ástvinar
hennar voru henni heilög mál, sem hún taldi aldrei ^era
ofgert fyrir. Sína löngu ævi hafði hún að mestu lifað fyrir
hann, og í ekkjudómi sínum skoðaði hún það sem sín heil-
ögu forréttindi, að lifa fyrir minningu hans og rækta allt,
sem á hann minnti.
Ég hygg, að hjónaband þeirra hafi verið fágætt. og
sáum vér það ekki sízt á efri árum þeirra. Stjórnmála-
þrasið var þá löngu liðið, baráttan fyrir sálarrannsókna-
málinu mætti ekkert svipaðri mótstöðu sem fyrr, bók-
menntasigi’arnir voru unnir og flestir á einu máli um
snilldina, og börnin voru þeim til mikillar gleði. Þá var
það unun, að sjá þau sitja í vistlega heimilinu sínu þessi
öldruðu, silfurhærðu hjón, sem hálfrar aldar sambýli
hafði gert að einum manni, og kvöldfriðurinn krýndi
þeirra blessaða, dáðríka dag. Og þegar vér sátum hjá
þeim í friði kvöldsólarinnar, sem helti gulli yfir silfraða
lokka, var ekki unnt að komast hjá að sjá, að yfir sam-
bandi þeirra var rómantísk, heiliandi fegurð, sem endur-
speglaðist í hverju smæsta atviki í viðmóti þeirra hvors
við annað. Þrátt fyrir nærfellt fimmtíu ára sambúð hafði
vaninn aldrei lagt sína kælandí hönd á þetta heimilislíf.
Ást skáldsins var ennþá ung, hún ljómaði í sjóndöprum
augum hans og söng í þeim mjúku og meitluðu órðum,
sem hann beindi til hennar, og fram til síðasta dags sá
hún í honum kóngssoninn, sem kom til hennar fyrir
fimmtíu árum vestur í Winnipeg og lauk upp fyrir henni
því lífi, sem varð henni þrotlaus hamingjudagur. Slíkt
var ævintýrið þeirra í þeim heimi raunveruleikans, sem
mörgum verður kaldur og grár.