Morgunn - 01.06.1945, Síða 52
48
M 0 R G U N N
fyrir um slíka hluti. Hlutverk þeirra væri, að hjálpa
henni til að bera sem mest úr bítum af jarðlífinu, hvort
sem það yrði langt eða stutt, hjálpa henni til að nota
hverja stund sér til raunverulegs gagns. Þeir sögðu henni,
að viðleitni til þess, að þroska skapgerðina, væri bezti
undirbúningurinn undir næsta líf, og að þeir réðu henni
til að gefa á Guðs vald, hvernig eða hvenær andlát hennar
bæri að. I þessu sambandi er það eftirtektarvert, að þeii'
neituðu því ekki, að hugboð hennar væri rétt, en vöruðu
hana við, að láta hugann dvelja við þá hluti. Þegar hún
sagði mér þetta, bætti ég við eindregnum leiðbeiningum
í sömu átt, og hún lofaði að fylgja ráðum okkar. Ég benti
henni á, að þessar sjúklegu hugsanir gætu sært vini henn-
ar hinu megin, og að með því að leita ráða hjá framliðn-
um vinum, yrðum við þeim skuldug um það, að fara að
ráðum þeirra eftir bezta megni. Að þeir væru að gera sitt
ítrasta til þess að gera oss hamingjusama, og að þvl yrð-
um við að gjalda þeim hið sama.
Olivía lofaði, að hún skyldi gera sitt ítrasta til að bera
sína byrði svo lengi, sem vera skyldi, en um leið og hún
kvaddi mig sagði hún: „Þess mun ekki þurfa lengi við.
Ég veit það“.
Þegar hún var farin, vorkenndi ég henni þessa stað-
hæfingu, því að ég vissi, að slíkar óskir, sem hennar, rœt-
ast ekki ævinlega. Mér er iafnvel kunnugt um það, að
óskin eftir að deyja, getur orðið til þess, að lengja líí'ið,
manninum til kvalar og vonbrigða.
Frá hinum heiminum hefir verið gefin þessi skýring
á þessu:
Það virðist svo sem annaðhvort öll undirvitundin, eða
hluti af henni, sé í stöðugri viðleitni eftir að halda tökum
sínum á jarðneska líkamanum. Þessi ,,óæðri“ hluti vit-
undar mannsins deyr með líkamanum. Það er yfirvitund-
in, sem lifir áfram í eterlíkamanum. Meðan við dveljum
á jörðunni, er þessi undirvitund nauðsynleg. 1 sjúkdómum
okkar berst hún sinni baráttu fyrir lífinu, og það er