Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Síða 13

Morgunn - 01.06.1958, Síða 13
' MORGUNN 7 sótti þá próf. Höffding og bað hann að benda mér á fleiri bækur um þessi efni. Hann lánaði mér þá franska bók, „Les hallucinations telepatiques", og sú bók kollvarpaði algerlega fyrri skoðunum mínum. Ég gat ekki skýrt eitt einasta þeirra vel vottfestu fyrirbrigða, sem þar var sagt frá, með skýringartilgátum þeirra Faustinusar og A. Leh- manns. Þá tók ég mig til og las bókina aftur út frá þeim forsendum, að mannssálin lifi líkamsdauðann, varðveiti viljakraft sinn og hugsun og geti þess vegna orkað á lif- andi, jarðneska menn. Og hvað kom þá í ljós annað en það, að út frá þessari skýringartilgátu gat ég skýrt og skilið öll þau merkilegu fyrirbæri, sem sagt er frá í þessari bók. Á næstu árum rannsakaði ég og kynnti mér rækilega allt þetta mál, og með þeim árangri, að ég sannfærðist algerlega um, að mörg fyrirbrigðin verða engan veginn skýrð, ef ekki er gengið inn á það, að látnir lifi og geti haft samband við jarðneska menn. Mér þótti ekkert gaman að því að láta sannfærast um, að ég hefði áður haft rangt fyrir mér og farið með rangt mál í fyrirlestrum mínum. En ég neyddist til að viðurkenna, að svo hefði verið. Og þá varð ég að hætta að tala um þessi efni, því að á þeim árum gat lýðhá- skólamaður ekki einu sinni verið þekktur fyrir að viður- kenna, að hann tryði á raunveruleik sálrænna fyrirbrigða. Eftir að ég hafði öðlazt sannfæringu um þessi efni, fékk ég smám saman yfirgnæfandi magn sannana, svo að nú get ég sagt, að um ekkert annað er ég sannfærðari en það, við Ufum áfram eftir líkamsdauðann og hittum ástvini okkar aftur í heimi andans. Getum við sannað öðrum þetta? Haustið 1948 kom út bók eftir J. B. Rhine, próf. við Dukeháskólann í Bandaríkjunum, og hét „The Reach of the Mind“: Möguleikar mannssálarinnar. í bókinni segir próf. Rhine frá óteljandi tilraunum, sem hann hefir gert við sálvísindadeild Dukeháskólans, en hann er forstöðu- maður hennar. Fyrst færði hann og meðstarfendur hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.