Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Page 38

Morgunn - 01.06.1958, Page 38
32 MORGUNN Á þessum grundvelli leiðir oss samstarf hinna ýmsu trúarbragða til „life and work“. Þau einkunnarorð gaf Nathan Söderblom erkibiskup samstarfi kristnu kirkju- deildanna, sem hann afrekaði mikið fyrir. En vér fram- lengjum þá hugsjón hans og látum hana ná til allra æðri trúarbragða. Sérhver trúarbrögð halda þá áfram að auðga og þroska sínar eigin trúarhugmyndir. En með vináttu og bróður- legu samstarfi gera áhangendur ýmissa trúarbragða ein- ingu mannkynsins í æ ríkara og ríkara mæli að sameign alls mannkyns. Ef trúarbrögðin — forystumenn þeirra — læra að skilja hvort annað og vinna saman í þeim anda, geta þau lagt fram stærri skerf til að tryggja frið á jörðu en allri viðleitni f jármálamannanna mun takast, þótt ekki skyldi lítið gjört úr viðleitni þeirra. Það sem hið sundraða, sundurtætta mannkyn, með allar sínar blæðandi þúsund undir, þarf, og það sem eitt er megnugt að bjarga því, er kærleikur, fæddur af kærleika Guðs, eins og hann hefir lifað og lifir í helgum mönnum og blóðvottum allra æðri trúarbragða. Nýtt tímabil mann- kynssögunnar mun hefjast, þegar trúarbrögðin læra að iðka umburðarlyndi og læra að vinna einhuga saman sam- eiginlegt starf fyrir mannkynið allt. Lokasálmur elztu biblíu mannkynsins, Rigvedu hinnar indversku, brýnir fyrir oss eininguna. Þar segir: „Komið sameinaðir,talið sameinaðir, látið samræmi ríkja milli anda yðar, látið einhug ríkja í viðleitni yðar og einhug í hjört- um yðar og huga, svo að þér verðið vel sameinaðir“. Jón Auðuns þýddi úr News Digest nr. 35, 1957.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.