Morgunn


Morgunn - 01.06.1970, Page 82

Morgunn - 01.06.1970, Page 82
Afmælisgjöfin Síðasta sunnudag í vetri kom til min háöldruð kona, sem ég ekki hafði áður séð. En hana langaði til að sjá mig og spjalla við mig um stund. Þessi kona er nú á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Ég veil ekki hvort hún kærir sig nokkuð um, að ég láti nafns hennar getið, en ég vænti þess að hún taki mér það ekki illa upp, þó ég láti Morgunn flytja stutta en dálítið einkennilega sögu, sein hún sagði mér um at- vik, sem kom fyrir og henni heíur orðið ógleymanlegt. Hún er ein af þessum hæglátu, greindu og stilltu konum, sem margt hafa reynt á langri ævi og margl hafa lært af þeirri reynslu. Einhvern veginn er það svo, að alla stund frá ]iví ég var ungur, hefur hugur minn laðazt að gömlum konum. Af kynningu minni við þær lieí’ ég margt það lært, sem skólar og bóklestur hafa ekki getað kennt mér, og er þeim þakk- látur fyrir. Mér virðist lífið hafa móte.ð margar þeirra öðruvísi, og mér liggur við að segja betur, en karlmennina. Sennilega stafar þctta af því, að lífsbarátta karlmannsins er á marga lund önnur og öðruvísi en konunnar. Þá knýr baráttan til átaka og andstöðu og harðra og skjótra viðbragða. Þeir harðna við hverja raun, fá sigg í lófana. Stundum er sem þeir skapi um sig hrjúfa skel, svo örðugt er að kynnast því, sem innifyrir býr. Konan er aftur á móti berskjaldaðri i sinni haráttu og senni- lega cinnig viðkva mari, þegar kaldan blæs. Hennar hlutskipti er gjarna hin hljóðlálu störf innan veggja heimilisins, síendur- tekin dag eftir dag og ár eftir ár. Hennar störf bera venju- lega minni sýnilegan árangur en störf karlmannsins, enda minna eftir þeim tekið og sjaldan þökkuð að verðleikum. Þær alheimta ekki daglaun að kveldi. Og ef þau eru goldin á annað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.