Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 7

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 7
KYLFINGUR 5 Golfklúbbur Akureyrar. Æfingar þar byrjuðu snemma í maí, fyrir þá klúbb- félaga, sem ekki höfðu haldið uppi æfingum allan vet- urinn, eða að minnsta kosti á stórhátíðum. Keppni í högg- leik var háð þann 23. maí og að henni lokinni raðað í stiga þannig: 1. Gunnar Schram ................með 91 högg 2. Sigurður Eggerz .................— 97 — 3. Einar Sigurðsson ............... — 99 — 4. Ari Maronsson ................ — 100 — 5. Jón Benediktsson ............... — 100 — 6. Þórður Sveinsson ................— 100 — 7. Vernharður Sveinsson ............— 103 — 8. Halldór Halldórsson .............— 108 — 9. Sigtryggur Júlíusson ........... — 108 — 10. Pétur Jónsson .................. — 116 — Var þetta fyrsti kappleikur þeirra á árinu, en hann hleypti þeim slíku kappi í kinn, að nú mega fáir boltar óhultir fara fyrir kylfuhöggum þessara stigamanna. Aðalfundur klúbbsins var haldinn 21. maí og í stjórn kosnir: Gunnar Schram, formaður, Jakob Frímannsson,rit- ari, Þórður Sveinsson, gjaldkeri, og meðstjórnendur Finn- bogi Jónsson og Einar Sigurðsson. í handicapnefnd eru Einar Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Vernharður Sveinsson. í vallarnefnd Þórður Sveinsson, Ari Maronsson og Jón Benediktsson. I varastjórn voru kosnir þrír læknar, þeir Árni Guð- mundsson, Jón Geirsson og Pétur Jónsson, og verða þeir að sjá um heilbrigði aðalstjórnarinnar, ef þeir vilja kom- ast hjá að taka sæti hennar — og öfugt —.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.