Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 17

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 17
KYLFINGUR 11 Bergsteinssyni múrarameistara. Meiri hluti stjórnarinnar taldi kleift að taka því tilboði, þar sem lán var fengið að upphæð 30000 kr. og skuldir klúbbsins voru aðeins 7500 kr. Taldi hann óhjákvæmilegt að hafa upphitað klúbb- hús, með nauðsynlegum þægindum, á vellinum, er félagar klúbbsins gætu brugðið sér í þegar misjafnt veður væri, geymt áhöld sín í, komið saman í .eftir kappleiki og endra- nær, og haft fyrir heimili klúbbsins. Án klúbbhúss mundu æfingar og kappleikir minka mikið og félagatal klúbbs- ins smáfjara út. Aðeins nokkrir sterkir áhugamenn mundu iðka golf án klúbblífs og klúbbhúss, og þeir yrðu svo fáir, að þeim yrði ofviða að halda klúbbnum uppi. Ennfremur væri óhjákvæmilegt, að hafa til húsnæði til innandyra- æfinga og innandyrakennslu. Tveir úr stjórninni töldu óverjandi að kosta svo miklu til húss, og binda klúbbnum þar með þungan fjárhags- legan bagga, og einn vildi ekki taka ákv.eðna afstöðu. Varð að samkomulagi að leggja málið fyrir auka-aðalfund 1 klúbbnum. Sá fundur var haldinn 21. maí, og var þar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu að fela stjórninni að halda áfram með byggingu hússins. Var það gert, undirbúningi haldið áfram, grunngrefti, vatns- leiðslu og fleira, en ekki var byrjað að steypa fyr en eftir miðjan júní, vegna timburskorts í bænum. Þeir Ásgeir Ólafsson, ritari klúbbsins, og Friðþjófur O. Johnson, er töldu ógætilegt að ráðast í húsbygging- una, undu þessum málalokum hið versta og sögðu sig úr stjórninni daginn eftir aðalfundinn. í stað þeirra var sam- þykkt að taka í stjórnina Helga Eiríksson og Gottfreð Bernhöft. Gunnar Guðjónsson var kosinn ritari. Þann 1. júní var alflutt af velli þeim við sundlaugarnar, er klúbburinn hafði haft þar á leigu frá byrjun. Fékkst þá til bráðabirgða land fyrir 6 holur inn í Sogamýri, inn við Útvarpsstöðvarveg, skammt fyrir vestan skeiðvöllinn. En ekki gekk greiðlega að halda því landi. Eftir hálfan mánuð hurfu flögg og merki af vellinum í súldveðri, en í staðinn komu um 20 kýr. En þar sem þær voru á sífeldu iði, og auk þess fleiri en holur áttu að vera á vellinum,

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.