Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 18

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 18
12 KYLFINGUR voru sumir kylfinga óánægðir með skiftin. Við rannsókn málsins kom í ljós, að landsdrottinn klúbbsins hafði land- ið á leigu til beitar fyrir kýr sínar, en ekki til framleigu né golfleika. Varð hann því skelkaður mjög, er land- eigandi kom og sá hóp manna að leikum, og kvað landið ætlað öðrum til beitar, ,en þeim fénaði, er þá hafðist þar við. Tókst ekki að fá landið leikhæft áfram og var því hætt við það. Samtímis þessu var útbúinn 9 holu völlur á Bessastaða- nesi og fóru nokkrir klúbbmeðlimir þangað í 2—3 skifti til leika. Einnig höfðu útvarparar útvarpsstöðvarinnar æft sig á Kjóavöllum, sem er rennisléttur dalbotn miðja vega milli Vatnsendastöðvarinnar og Vífilstaða. Báðir eru þessir staðir of fjarri til daglegra leika, en ágætir fyrir „picnic“, með golfleik inn á milli, um helgar, hvort sem væri yfir sunnudaginn einn eða laugardag og sunnudag, og sofa í tjaldi eða tjöldum yfir nóttina. Ekki hefir orðið af framkvæmdum í því efni, og vilja sumir kenna vallar- nefnd um. Á gamla vellinum voru háðir þessir kappleikar í sumar: 1. Flaggkeppni, sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Hófst þar með þriðja leikár klúbbsins. Veður var fagurt og blítt allan daginn, segir Ásgeir. Þátttakendur í keppninni voru 20 og fóru leikar þannig, að Þor- valdur Ásgeirsson komst að 19. holunni með sitt flagg og vann þar með fyrstu verðlaun. Önnur verð- laun fékk Daniel Fjeldsted, er komst yfir lækinn með einu höggi á 19. braut. Lægstan höggafjölda hafði Daníel, 83, en Þorvaldur næst, 85. 2. Hvítasunnukeppnin, hvítasunnudag, 16. maí. Stjórn klúbbsins hafði ákveðið, samkvæmt tillögu frá Frið- þjófi O. Johnson, að útvega farandbikar til þess að keppa um hvern hvítasunnudag, og var það gert. Fór undirbúningskeppnin, höggleikur með handi- kappi, fram á hvítasunnudag. Aðeins 15 tóku þátt í kappleiknum og fóru leikar sem hér segir: (Frh.).

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.