Kylfingur - 01.05.1999, Síða 4

Kylfingur - 01.05.1999, Síða 4
Frá kvennanefnd: Aftur fastir rástímar kveima á miðvikudögum í sumar Púttkvöld GR-kvenna hófust í janúar s.l. og voru haldin vikulega að Korpúlfs- stöðum, mjög góð þátttaka var á þessum púttkvöldum og stemmingin góð. Kvennanefnd stóð fyrir kynningafundi fyrir þær konur sem gengið höfðu í klúbb- inn árið 1998. Þar voru konumar boðnar velkomnar í Golfklúbb Reykjavíkur og kynnt fyrir þeim sú starfsemi sem kvenna- nefnd stendur fyrir á hverju ári, þ.e. pútt- kvöldin, skemmtikvöldið vor- og haust- ferðimar og kvennatímar sumarsins, ein- nig þau mót sem kvennanefnd hefur staðið fyrir Baráttumót kvenna og Hatta- og pilsamótið. Einnig kom golfkennari klúbbsins og kynnti sig og starfssemi sína. Veittar vom veitingar í boði klúbbsins og virtust konumar vera mjög ánægðar með fundinn. Vetrarstarfinu lauk svo 19. mars með skemmtikvöldi í golfskálanum í Grafarholti þar sem mættu rúmlega 60 konur og veislustjóri kvöldsins var ís- landsmeistarinn okkar Ragnhildur Sig- urðardóttir. Boðið var upp á glæsilegan kvöldverð og skemmtiatriði, einnig var dreginn út happdrættisvinningur sem var gefinn af leirlistakonunni og golfkonunni Sigrúnu Gunnarsdóttur. Þessi skemmti- kvöld em orðin einskonar árshátíð okkar GR-kvenna þar sem hefur skapast sú hefð að við heiðrum púttmeistara vetrarins sem var að þessu sinni Halldóra Einarsdóttir, í 2. sæti var Stefanía Jónsdóttir og í 3. sæti Margrét Geirsdóttir. Vorferðin okkar er áætluð að þessu sinni á Hellu 8. maí n.k. sem reyn- dar ber upp á kosningadaginn en við gemm ráð fyrir að konur geti kosið áður en við leggjum af stað um morguninn eða eftir að við komum til baka. Áætlaður komutími er kl. 19:00-20:00 um kvöldið, einnig viljum við benda konum á að það er líka hægt að vera búin að kjósa utan kjörstaða. Þá hefur verið ákveðið að taka aftur upp fasta rástíma fyrir konur á miðvikudögum í sumar milli kl.l7:00 og 18:00 sem við áætlum að halda til skiptis í Graf- arholti og á Korpúlfs- stöðum og geta konur látið skrá sig í þessa rástíma á skrifstofu- klúbbsins frá kl. 9:00-12:00 á miðviku- dögum og vonumst við eftir að sjá ykkur sem flestar hressar og kátar í sumar. Við viljum minna á þrjú opin kvenna- mót hjá GR í sumar og hvetjum við konur eindregið til að fjölmenna í þessi mót. Opið-kvennamót sem ber upp á 19. júní sem hefur verið sá dagur sem við höfum haldið Baráttumót kvenna og er það vel við hæfi að það skuli vera haldið opið kvennamót þennan dag. ART-HÚN mótið verður 10. júlí en það hefur verið eitt fjölmennasta Veislustjóm Ragnhildar var ekki síðri en golfið hennar og þá er nú mikið sagt. Meistaramót GR 1999 Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur verður leikið á báðum völlum klúbbsins eins og gert var í fyrra. Þótti það takast mjög vel, og verður áfram haldið nú í ár. Meistaramótið verður haldið dagana 14.-17. júlí. Grafarholtsvöllur 14. júlí 2. fl. k., 3. fl. k., 4. fl. k„ öldungafl. 55-64 Korpúlfstaðavöllur mfl. k., mfl. kv., 1. fl.k., 1. fl. kv. 2. fl. kv. 3. fl. kv., Telpur, drengir, stúlkur, piltar 15. júlí 16. og 17. júlí 2. fl. k., 3. fl. k., 4. fl. k., mfl. k., mfl. kv., 1 fl. k„ 1 fl. kv„ 2. fl. kv. 3. fl. kv„ öldungafl. 55-64, öldfl. 65 Telpur, drengir, stúlkur, piltar Snýst þetta við, þeir flokkar sem leika Grafarholt tvo fyrstu dagana leika tvo síðari á Korpúlfsstöðum og svo öfugt. 4 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.