Kylfingur - 01.05.1999, Qupperneq 6

Kylfingur - 01.05.1999, Qupperneq 6
Asíðasta aðalfundi var Svan Frið- geirsson gerður að heiðursfélaga Golfklúbbs Reykjavíkur og þótti mörgum það löngu tímabært. Fáir ein- staklingar hafa fómað jafn miklum tíma til starfa fyrir klúbbinn á liðnum áratug- um. Auk þess að hafa þrisvar sinnum ver- ið formaður og gegnt því embætti af mikl- um skörungsskap þá hefur hann unnið mikið við Grafarholtsvöllinn, mestmegn- is í sjálfboðavinnu og einnig sem vallar- stjóri, en völlurinn hefur í mörg ár verið helsta áhugamál Svans. Það er því við hæfi að kylfingar fái innsýn inn í líf og starf Svans sem og þar með sögu Golf- klúbbs Reykjavíkur, frá manni sem var í innsta hring starfsins í tæp þrjátíu ár. Svan hefur frá miklum fróðleik að miðla um starfsemi Golfklúbb Reykjavíkur, en í þessu viðtali er aðeins stiklað á stóm. Fróðleikur Svans um GR og reynsla hans í starfi gæti dugað í bók. Svan var fyrst spurður um kynni sín af golfíþróttinni. „Eg kynnist golfíþróttinni fyrst árið 1935, þá smástrákur á Akureyri þar sem ég ólst upp. Þá var Golfklúbbur Akureyr- ar nýstofnaður og við strákamir vorum fengnir til að vera kylfusveinar fyrir fé- laga í golfklúbbnum sem allir voru betri borgarar á Akureyri. Fyrsti golfvöllurinnn var úti á Eyri, þar sem vom sléttir balar, vel grónir og var upplagt að búa til flatir þar. Þama var ég heilt sumar kylfusveinn hjá Pétri Jónssyni lækni, sem var heimil- islæknir minn og mikill öðlingsmaður og ég man meðal annars eftir mönnum eins og Sigurði Eggerz sýslumanni og Gunn- ari Schram sem vom iðnir við golfíþrótt- ina. Við strákamir fengum nokkra aura fyrir að bera pokana, sem ekki vom stór- ir í þá daga, þetta vom tvær og upp í fimm kylfur sem þeir voru með, svo kylfu- sveinsstarfið var fekki erfitt.“ Golfið var ekki að flækjast fyrir Svani á næstu ámm, en íþróttaáhuginn var fyrir 6 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.