Kylfingur - 01.05.1999, Page 9
kvæmdagjald sem ævifé-
lagamir þurftu að borga
eins og aðrir og má segja
að sumir hafi tekið það
óstinnt upp.
Þegar ég tók við hafði
ég enga hugmynd um
þessar væringar sem í
gangi voru. Eg var svo
skynsamur þegar ég var
beðinn um að taka við for-
mannsstarfinu að ég fékk
að velja mér menn til að
starfa með og þar á meðal
vom menn sem höfðu
meira peningavit en ég,
má þar nefna Jón Hjálm-
arsson, einhver besti mað-
ur sem ég hef kynnst um
ævina, einnig fékk ég með
mér Olaf Þorsteinsson og
Guðmund Ofeigsson.
Þessir menn urðu síðan
kjaminn í stjóminni og
þeir sem ég vann mest
með. Þegar við tókum við
klúbbnum var hann nánast
gjaldþrota og því miður vom öfl innan
klúbbsins sem vom ekkert á móti því að
hann færi í gjaldþrot. Til að bjarga Golf-
klúbbi Reykjavíkur lánaði
Jón Hjálmarsson klúbbn-
um eina milljón króna,
sem var mikill peningur
þá, sem skyldi greiðast
vaxtalaust þegar klúbbur-
inn hefði tækifæri til. Á
þessari peningaupphæð
ásamt því að við fengum
umboð fyrir Slazenger
golfvömr, sem við fórum
að selja, björguðum við
okkur fyrir hom.
Það væri löng saga að
segja frá því hvemig við
björguðum okkur, listinn
var langur af reikningum
sem klúbburinn skuldaði
og suma reikninga tók ég
að mér að borga úr eigin
vasa. Golfskálinn var nán-
ast steinsteypan ein og nú
var leitað til góðra félaga
sem lögði mikla vinnu í að
koma golfskálanum í við-
unandi horf og á ég mörg-
um góðum mönnum að
þakka að við skyldum
hafa þraukað þessi ár.
Auk þeirra sem ég hef
nefnt vil ég nefna þau
Mynd þessi var tekin þegar verið var að grafa skurði þvertyfir 15. og 16. braut. Svan Friðgeirsson erfyrir miðri
mynd. A myndinni eru einnig tveir gröfumenn ásamt fjórum starfsmönnum Grafarlioltsvallar, Jóni Péturssyni,
Sigurði Hafsteinssyni, Haraldi Olafssyni og Geir Svanssyni.
merku hjón Viðar Þorsteinsson og Guð-
rúnu Eiríksdóttur sem voru ávallt tilbúinn
til að starfa fyrir klúbbinn og hafa unnið
Þegar Nesklábburinn var stofhaður urðu vinslit milli margra.
Svan sýndi sáttavilja í verki þegar hann var formaður GR með
því að ganga í Nesklúbbinn og er myndin tekin afhonum á Nes-
vellinum.
honum mikið gagn í gegnum árin. Marg-
ir fleiri unnu mikið og óeigingjamt starf.“
Þegar ekkert fjármagn var til að koma
brautum á Grafarholtsvelli í lag tók Svan
upp á því að úthluta mönnum brautir.
„Eg sagði sem svo, þama er flötin og
nú megið þið gera það sem þið teljið
heppilegast til að hér verði skemmtileg
golfbraut. Sem dæmi get ég nefnt að
Haukur, vinur minn Guðmundsson, og
Jón Olafsson ásamt vinum þeirra fengu
það verk að laga til sjöundu brautina og
það voru þeir sem gerðu glompumar sem
þar em, eftir sínu höfði. Ólafur Þorsteins-
son ásamt sínum vinum tók að sér þrett-
ándu braut og þar var hreinsað mikið grjót
og þar setti Ólafur fyrstu trjámnnana á
völlinn.“
í leit að vetrargolfvelli
Eins og allir félagar í Golfklúbbi
Reykjavíkur vita þá er ekki hægt að leika
vetrargolf á Grafarholtsvelli. „Þegar aðrir
golfklúbbar fóm að rísa í kringum okkur
kom fljótt í ljós að á þeirra völlum var
hægt að leika mun lengur á haustin og
byrja fyrr á vorin. Við sem vomm í stjórn
fengum oft að heyra þetta, því var það
1970 og 1971 að ég, Ólafur Þorsteinsson
og Guðmundur Ófeigsson, löbbuðum alla
strandlengjuna frá Kollafirði og út að
Álftanesi í leit að hentugu svæði til að
leika vetrargolf og niðurstaðan var Korp-
úlfsstaðir. Vomm við sammála um að það
KYLFINGUR 9