Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 11

Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 11
Skýrsla stjóraar GR - flutt á aðalfundi 30. nóvember 1998 Þrír félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur létust á árinu, það voru þau: Guðrún Stur- laugsdóttir, Þorsteinn Alfreðsson og fyrr- um forseti GSI Konráð Bjamason. Eg vil biðja fundarmenn að minnast þessara látnu félaga, með því að rísa úr sætum. Á starfsárinu var stjóm Golfklúbbs Reykjavíkur þannig skipuð: Garðar Eyland formaður, Ágúst Geirs- son varafomiaður, Arnar Guðmundsson ritari, Jens Sörensen gjaldkeri, Hilmar Karlsson, Haukur Öm Bjömsson og Ómar Kristjánsson meðstjómendur. I varastjóm: Kristín Magnúsdóttir, Þor- steinn Þorsteinsson og Gestur Jónsson. Haldnir voru 32 bókaðir stjómarfundir. Eins og undanfarin ár sat varastjóm alla stjómarfundi, ásamt framkvæmdarstjóra. Auk stjómaifunda sátu stjómarmenn fjölda annarra funda fyrir hönd klúbbsins, svo sem á þingi G.S.Í., Í.B.R, Í.S.Í, svo eitthvað sé nefnt. Skráðir félagar í Golfklúbbi Reykjavík- ur þann 31. okt.1998, voru 1188 og er skiptingin á þann hátt að karlar em 947 og konur 241. Á árinu vora 269 nýjir félag- ar teknir inn í klúbbinn, en út af skrá fóru 88. í lok síðasta starfsárs vora félagar 1007, fjölgað hefur því um 181 félaga er það tæplega 18% aukning. Síðasta starfstímabil er með því lengsta sem um getur í sögu klúbbsins eða á sjö- unda mánuð, kaldur vetur og frekar kalt vor gerðu það að verkum að Grafarholts- völlur kom frekar seint til en þó varð mjög ákjósanlegt golfsumar, sem endurspegl- aðist í löngu golftímabili eins og áður er getið. Eins og ég hef áður sagt þá er aukin þekking, ný tæki og ný efni sem notuð era í dag að skila sér í því að gróður tekur fyrr við sér, þrátt fyrir kalda veðráttu. Eg vil geta þess sérstaklega að hér í Grafarholti var leikið á sumarflötum frá því fyrst í maí þar til nú í endaðan október eða um það bil sex mánuði. Að Korpúlfsstöðum var leikið á sumarflötum frá því í apríl fram í nóvember en þar hefur síðan verið leikið á vetrarflötum, sýnir það glöggt að golf- tímabil okkar er að lengjast. Síðastliðið starfstímabil markar kafla- skil í sögu klúbbsins þar sem leikið er á tveim völlum heilt tímabil. Það er öllum félögum ljóst að aðstaða okkar er gjörbreytt með tilkomu þeirrar nýju aðstöðu sem sköpuð hefur verið að Korpúlfsstöðum. Sem dæmi um það var Meistaramótið haldið á báðum völlunum og leiknir tveir hringir á hvorum velli, ekki er annað að heyra en að almenn ánægja hafi verið með þetta fyrirkomulag. Tekjuafgangur árið 1998 fyrir afskriftir nemur kr. 9,573,467,- er það ríflega sú upphæð sem við gerðum ráð fyrir í okkar rekstraráætlun. Tekjur aukast úr 48,4 milljónum í 54,8 milljónir sem skýrist af þeirri miklu með- limaaukningu sem átt hefur sér stað. Vextir og verðbætur eru 4,8 milljónum hærri en á síðasta ári, er sú aukning til- komin vegna framkvæmda að Korpúlfs- stöðum. Uppbygging hefur verið mikil á undan- fömum áram og hafa skuldir aukist í kjöl- farið en þær eru eins og félögum er kunn- ugt um, vegna endurbygginga á húsi og nýframkvæmda að Korpúlfsstöðum. GR hefur greiðsluloforð frá Reykjavík- urborg til að annast stóran hluta greiðslna á áðurgreindum skuldum fram til ársins 2000. Vaxta og bankakostnaður, era vegna innheimtu á félagsgjöldum, í gegnum greiðslukortaviðskipti. Gjaldkeri klúbbsins mun gera grein fyr- ir reikningum hér á eftir. Framkvœmdir við hús í Grafar- holti Á starfsárinu var skipt um glugga í sal og á skrifstofu, fyrir utan það var einung- is átt við nauðsynlegt viðhald á húsi og búnaði. Formaður húsnefndar var: Haukur Öm Bjömsson, aðrir í nefndinni vora Ágúst Geirsson og Jens Sörensen. Framkvœmdir við golfvöll í Grafarholti Framkvæmdir við golfvöllinn hér í Grafarholti hafa verið miklar á undan- förnum áram en af skiljanlegum ástæðum hafa þær ekki verið miklar í sumar, þó var lagfærð 6. flötin til bráðabirgða. Howard Svan breskur golfvallahönnuð- ur kom hér til landsins á haustdögum og ákvað stjómin að fá hann til að gefa okk- ur kostnaðartölur í hönnun á breytingum á flötum teigum og legu brauta. Þótti stjómarmönnum álitlegur kostur að eiga hönnun að breytingum til nota í framtíð- inni, ef uppsett verð væri innan þess ramma sem henta þætti. Eftir skoðun á vellinum með formanni vallamefndar og vallarstjóra skilfaði hann skýrslu um völlinn og var ákveðið að kaupa af honum þá skýrslu. IMssÆþ Mm i? SÉ KYLFINGUR 11

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.