Kylfingur - 01.05.1999, Page 15

Kylfingur - 01.05.1999, Page 15
til manna eins og hans sem hefur lagt sig fram um að kynna sér þessi mál út í æsar. Kylfingur 41. árgangur 1. tölubl. af Kylfmgi kom út í maí. Að venju var þetta vandað og vel gert blað. Hönnun og umbrot var eins og undan- farið í höndum Leturvals. Formaður rit- nefndar var: Hilmar Karlsson. Inniœfingaaðstaða Inniæfingaaðstaða var útbúin í risi Korpúlfsstaðarhúss síðastliðinn vetur, fengin var aukaaðstaða sem hugsuð var sem nýting fyrir golfhermi. Opnað var að nýju í haust og geta allir meðlimir GR komið og nýtt sér þesa aðstöðu án endur- gjalds. Samfara því munum við verða með húsið opið og heitt á könnuni og geta fé- lagar komið tekið í spil og æft inni ef illa viðrar að öðmm kosti farið út og spilað. Eg vil geta þess að ákveðið hefur verið að flytja alla stjómunarstarfsemi klúbbs- ins að Korpúlfsstöðum yfir vetrartímann. Hópur félaga hefur tekið sig saman til að reyna að styrkja félagsstarfið innan klúbbsins, það sem þegar hefur verið ákveðið er, að hefja móttöku sjónvarps- endinga frá SKY-sport, sýnt verður frá golfmótum erlendis. Safnað hefur verið fyrir móttökudiski og verið er að útvega afmglara frá Eng- landi. Meiningin er að koma þessu fyrir að Korpúlfsstöðum. Stefnt er að því að hefja púttæfingar, koma upp gönguhóp og fara í gönguferð- ir alla laugardaga, auk þess yrði eitt skemmtikvöld í mánuði. Ég vil hvetja fé- laga til að mæta með þessum áhugasömu aðilum og styrkja þannig félagsstarfið. Golfkennsla Sigurður Pétursson hefur verið aðal- kennari klúbbsins og verður það til ára- móta en þá mun hann láta af störfum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Sigurði Péturssyni fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins og óska honum velfamað- ar. Ráðinn hefur verið kennari að nafni Joseph T. McKie sem tekur við þann 1. janúar, er hann okkur ekki ókunnur, hann kenndi hér hjá Sigurði Péturssyni 1997 en síðastliðið sumar kenndi hann hjá Golf- klúbbi Akureyrar. Stjórn og starfsmenn Hildur Kristmundsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri klúbbsins á starfs- árinu, henni til aðstoðar voru Guðbjörg Sveinsdóttir, Vilborg Auðunsdóttir og Herborg Amarsdóttir í hlutastarfi. Guð- björg Sveinsdóttir lét af störfum um ára- mót. Hildur Haraldsdóttir hefur séð um bók- hald félagsins, Trausti Víglundsson sá um veitingarekstur klúbbsins á liðnu ári í Grafarholti og Sigmar Pétursson að Korp- úlfsstöðum. Vallarstjóri var Margeir Vilhjálmsson, umhirða og viðhald véla var í höndum Hauks Guðmundssonar. Ræsing og eftirlit á golfvöllunum hefur verið í höndum Þórólfs Friðgeirssonar og Þóris Kjartanssonar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessu fólki, svo og öllum öðrum, sem starfað hafa fyrir klúbbinn á starfsárinu, fyrir vel og samviskusamlega unnin störf. Heiðursfélagi Á stjómarfundi þann 4/11/1998 var samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögu þess efnis að Svan Friðgeirsson yrði gerð- ur að heiðursfélaga Golfklúbbs Reykja- víkur. Svan Friðgeirsson var fomiaður GR árin 1970-1972, 1976 og 1981-1982 auk þess hefur hann gengt mörgum mikilvæg- um störfum fyrir GR. Það væri langt mál að fara að telja upp allt það sem Svan Friðgeirsson hefur unn- ið fyrir GR, ég læt það ógert því sjálfsagt væri ég fljótari að telja upp það sem hann hefur ekki unnið. Fyrir hönd stjómar, vil ég leggja það til við aðalfund að frá og með árinu 1998 muni Svan Friðgeirsson vera skráður heiðursfélagi Golfklúbbs Reykjavíkur. Lokaorð Ég kom hér fyrst í stjórn 1984 og hef starfað óslitið síðan, ég hef verið formað- ur síðustu 6 ár. Mér finnst vera tímabært að láta staðar numið og mun þetta vera mitt síðasta ár sem formaður og stjórnarmaður GR. Þegar ég lít yfir farinn veg þá finnst mér mikið hafa áunnist. Endurbætur hafa átt sér stað hér í Grafarholti við fegmn tjarna, teiga og vinnu við endurbætur á brautum og flötum. Einnig var sett varanleg klæðn- ing utan á klúbbhús. En á síðustu sex árum þá hefur auk þess bætst við nýr 18 holu golfvöllur ásamt félagsaðstöðu að Koipúlfsstöðum. Það hefur verið skemmtilegt og krefj- andi að takast á við þessi verkefni og ég hef kappkostað að leggja mig fram um að starfa samviskulega og af heilindum fyrir meðlimi klúbbsins í heild. Ég er sáttur við minn viðskilnað og það er mín skoðun að þeir stjórnarmenn og aðrir sem ég hef starfað með hafi skilað góðu verki. Ég vil þakka öllum þeim er ég hef starfað með, fyrir ánægjulegt og ár- angursríkt samstarf. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum og þeim breiða hópi bakhjarla, fyrir þá velvild og þann skiln- ing sem þeir hafa sýnt klúbbnum þegar leitað hefur verið til þeirra. Og að lokum óska ég öllum meðlimum og komandi stjóm Golfklúbbs Reykjavík- ur velfamaðar í komandi framtíð. Fonnaður Golfklúbbs Reykjavíkur Garðar Eyland. -teir sem hafa verið duglegir við inniæfingamar í sumar hafa orðið varir við að sjónvarpsmál á Korpúlfsstöðum em komin í mjög gott lag. Þar er gervihnattabúnaður af fullkomnustu gerð. Mikill fjöldi fylgdist þar með U.S. Masters í apríl. Þeim sem hafa mikinn áhuga á að fylgjast með beinum útsendingum frá stærstu golfmótunum í sumar er bent á að nota aðstöðuna á Korpúlfsstöðum. Öll stærstu mótin á evrópsku og bandarísku mótaröðinni verða þar í beinni í sumar. KYLFINGUR 15

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.