Kylfingur - 01.05.1999, Page 18
Frá kappleikjanefnd,
Fjölbreyttara keppnis-
fynrkomulag og veglegri
verðlaun en áður
Ágætu kylfingar í Golfklúbbi Reykja-
víkur. Mótahald Golfklúbbs Reykjavíkur
mun taka miklum breytingum á komandi
sumri.
Opnum unglinga-, kvenna- og stórmót-
um verður fjölgað. Innanafélagsmótum
verða gerð betri skil en áður og má þar
helst nefna Bikarkeppni GR, sem er sér-
staklega getið hér aftar í blaðinu.
Á síðustu árum hefur orðið nokkur
stöðnun á mótahaldi hjá GR og þátttaka
félagsmanna í mótum hjá klúbbnum hef-
ur minnkað ár frá ári. Samkeppnin við
hina klúbbana er alltaf að aukast og verð-
laun í opnum mótum verða veglegri með
ári hverju. Það er því okkar hjartans mál
að standast þessa samkeppni sem er allt í
kringum okkur. Var sú ákvörðun tekin að
taka upp fjölbreyttara keppnisfyrirkomu-
Rástímar
í stimar
Grafarholt sími 587-2215
lag í mótum en verið hefur og gera þar
með leikinn skemmtilegri. Leikfyrir-
komulag eins og Texas Scramble, tví-
menningur, fjórmenningur og punkta-
keppni verður fyrirferðameira en oft áður.
Um næstu áramót
verður tekið upp nýtt
forgjafakerfi og verður
forgjöf þá reiknuð út
frá punktum. Það þýðir
að sprengjur detta út og
þetta hefðbundna
keppnisfonn sem mest
er spilað í dag verður
ekki eins fyrirferða-
mikið. Er þetta því allt
undanfari á því sem
koma skal í mótum og
útreikningum á forgjöf.
Eins og félagsmenn
vita þá kostar mikla fjármuni að halda úti
tveimur góðum 18 holu keppnisvöllum.
Einnig styttist í að 9 holu völlur verði tek-
inn í notkun að Korpúlfsstöðum. Skor-
um við því á alla félagsmenn GR
að sækja þau mót sem í boði
eru sér til skemmtunar og
styðja um leið við bakið á
félagi sínu. Það er hverj-
um kylfingi hollt að
taka þátt í mótum og
spila við sem flesta
félaga. Allt er þetta
jú leikur til að létta
okkur lundina.
Verðlaun í mót-
um sumarsins verða
mjög vegleg. Kunn-
ugleg verðlaun verða
í boði svo sem máls-
verðir á veitingahúsum
o.fl. Helst ber þó að nefna
ferðavinninga af ýmsu tagi.
Meðal annars flug til Evrópu,
flug og gistingu í Portúgal ásamt
golfferðavinningum. Það er því til
mikils að vinna og um að gera að taka
þátt.
Okkar helsti styrktaraðili í ferðavinn-
ingum er Urval/Utsýn sem af miklum
rausnarskap gerir okkur kleift að veita
þessi verðlaun. Flugleiðir
leggja okkur einnig lið og
styrkja þar með starfsemi
okkar.
Kappleikjanefnd hefur
unnið að því hörðum
höndum að finna styrktar-
aðila fyrir mót sumarsins
og hefur það gengið mjög
vel.
Okkar helstu styrktarað-
ilar eru: Urval/Utsýn,
Flugleiðir, Olís, Ölgerðin,
Landsíminn, Landsbréf,
Lacoste, Húsasmiðjan,
Oddi, Toyota, Brimborg, Esso og Öminn.
Eiga öll þessi fyrirtæki ásamt fleimm
þakkir skildar fyrir rausnarskap sinn í
garð Golfklúbbs Reykjavíkur til að gera
mótin okkar sem veglegust. Mælumst við
til þess að félagsmenn beini viðskiptum
sínum til þessara fyrirtækja og vonumst
við þar með til að gott samstarf náist við
styrktaraðila okkar.
Á komandi sumri mun kvenna- og ung-
lingamótum vera gerð betri skil en áður.
Verðlaun verða vegleg, tímasetning mót-
anna verður betri en áður og áhersla verð-
ur lögð á að hafa leikfyrirkomulag fjöl-
breytt. Stefna GR er að leggja áherslu á
gott unglingastarf, styðja við bakið á
kvenfólki okkar og fá meiri breidd hjá
kylfingum klúbbsins.
Nú reynir á þessa hópa sem og aðra fé-
laga í GR að meta okkar framlag og mæta
í mót sumarsins og vera virkur þátttakandi
í uppbyggingu að góðu félagi.
Kappleikjanefnd GR oskar öllum kylf-
ingum gleðilegs sumars og góðs gengis í
mótum sumarsins.
Korpúlfsstaðir sími 586-2215
í sumar verður byrjað að skrá á rástíma
á Korpúlfsstöðum. Skráð verður í golf-
verslun í síma 586-2215. Þó verður þar
sú nýbreytni, að tveir gráir tímar verða
á hverri klukkustund.
Á þá tíma er ekki hægt að skrá sig
gegnum síma, heldur eru þeir fyrir
þá sem mæta á staðinn.
Þessir tímar verða tíu mín.
yfir heila tímann og
tuttugu mín. í heila tím-
ann.
(jáffálÍHH
áVállt í
OáíáHUhi
04
ýáUýið
Vet
UUi [látiwá*
18 KYLFINGUR