Kylfingur - 01.05.1999, Síða 24
Eins og flestum félögum í GR er
kunnugt þá var ráðinn nýr aðalkennari
til Golfklúbbs Reykjavíkur, Joseph
McKie, sem kemur frá Skotlandi. Hann
er félögum í Golfkliibbnum að góðu
kunnur, starfaði eitt sumar sem aðstoðar-
kennari hjá Sigurði Péturssyni. Aðrir
kylfingar á íslandi hafa einnig notið til-
sagnar hans þar sem hann var aðalkenn-
ari Golfklúbbs Akureyrar í fyrra. Þar var
sem og hjá okkur í GR látið vel af
störfum hans.
Joe eins og hann er í daglegu tali kall-
aður kom til landsins í byrjun þessa árs
og tók strax til við að undirbúa æfinga-
prógramm fyrir unga kylfinga og lag-
færa sveifluna hjá þeim sem eldri eru.
Það er skemmst frá því að segja að þátt-
taka í unglingakennslunni hefur aldrei
verið meiri og troðfullt hús af hressum
krökkum á Korpúlfsstöðum alla laugar-
daga og er greinilegt að áhugi krakka á
golfi er að aukast. Joe hefur einnig haft
mikið að gera í einkakennslunni. Ljóst
var að hann þurfti á aðstoð að halda og
hefur hann nú ráðið sér aðstoðarkennara,
Derrick Moore, sem einnig kemur frá
Heimasíða GR
www. gr goll. ís
Nú fljótlega í sumar mun Golfklúbbur Reykjavíkur eignast heimasíðu á intemetinu undir
slóðinni www.grgolf.is.
_ Það er margmiðlunarfyrirtækið Gjorby margmiðlun sem sér um hönnun heimasíðunnar.
A heimasíðunni verður hægt að fylgjast með stöðu í mótum og úrslitum móta.
Einnig verða á heimasíðunni daglegar tilkynningar, þar sem sagt verður frá hvemig stað-
an á völlunum er. Hvort það sé mót, hvort einhverjar truflandi framkvæmdir eða viðhald
séu á vellinum o.s.frv.
24 KYLFINGUR