Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 29

Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 29
Breytingar á fyrri níu holii Nokkrar breytingar verða gerðar á fyrri níu holum Korpúlfs- staðavallar í náinni framtíð. Þegar er hafin gerð nýrrar níundu brautar. Hún verður par 3, um 150 m á lengd af gulum teigum, og um 115 m af rauðum teigum. Þessi nýja níunda mun stytta til muna vegalengdina milli 9. flatar og 10. teigs. Einnig mun öll umferð golfara fara gegnum undirgöngin undir Koipúlfsstaðaveg. Með þessari fram- kvæmd mun 7. braut, par 3, falla úr leik. Önnur breyting sem er fyrirhuguð, er að 4. braut, par 4, verði stytt í par 3. Þetta verður að gera vegna nálægðar húsa sem byggð verða í Staðahverfi. Einnig mun malarvegur, vinstra megin brautarinnar verða malbikaður, og fyrirséð að umferð um hann muni aukast til muna. Með þessari framkvæmd tapast eitt högg af vallarins. Til að ná þessu höggi til baka hefur komið upp sú hugmynd að fella saman nú- verandi 6. og 7. braut í eina braut, sem yrði par 5. Þetta mál er í athugun. KYLFINGUR 29

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.