Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 36

Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 36
FJUrA\ Betra golf. Höfundar: Arnar Már Ólafsson og Úlfar Jónsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason ofl. 165 blaðsíður. Fjöldi litmynda. Útg. Fróði. s Islenskar golfbókmenntir eru ekki beysnar ef satt skal segja, útgáfa tímarita í skötulíki, bækur sárafáar, og er það miður, því fyrir vikið eru merkilegir atburðir í golfsögu okkar þeg- ar famir að glatast - gamlar golíkempur týna tölunni og með þeim hverfur ýmis- konar fróðleikur sem skylt væri að halda til haga í rituðum frásögnum. Nýútgefin bók, Betra golf, eftir Arnar Má Olafsson golfkennara og Úlfar Jóns- son afreksmann, markar ákveðin tíma- mót, og ég skal játa að ég varð bæði undrandi og glaður þegar ég tók hana fyrst í hönd og fletti í gegnum hana. Hér er loksins komin rammíslensk, glæsileg kennslubók í golfi, fallega upp sett með smekk- legum fyrirsögn- um í grænum lit, vönduðum Ijós- myndum og gagnorðum texta. Það var snilldarbragð þeirra félaga, Amars Más og Úlfars, að fá til liðs við sig Friðþjóf Helgason, sem er einn af fæmstu kvikmyndatökumönnum Sjón- varpsins, prýðis ljósmyndari og ágætur kylfingur - forgjöf tjórir, takk fyrir! Ljósmyndir Friðþjófs sýna nákvæmlega það sem skýra skal, og gefa í engu eftir því besta sem við þekkjum úr útlendum golfritum. Þannig á þetta líka að vera í golfbókmenntum: alltaf að fá til starfa vaska menn sem kunna til verka, jafnt í útgáfu sem golfi. Stór kostur við þessa glæsilegu bók er sá, að hún hefur á boðstól- um eitthvað fyrir alla. Grundvall- aratriði sveiflunnar em vandlega útlistuð: staða, grip, baksveifla og framsveifla, fótavinna og mjaðmasnúningur. Þeir félagar upplýsa hvernig hentugast sé að slá bolta sem liggur í halla, glompu og þar fram eftir götum. Þeir fjalla sérstaklega um stutta spilið, pútt og vipp. Við kylfingar þekkjum þessi atriði, vitum hve mikilvægt er að hafa þau á hreinu og við vitum líka hve lítið má út af bera, því örmjótt er bilið sem skilur að gott högg og lélegt, skemmtilegan hring og ömurlegan. I seinni hluta bókarinnar ræða höfund- ar um æðri þætti golfsins, svo sem vanaatferli, leikbók- hald, leikskipulag og vallarskipulag, og þar er líka kafli sem ég myndi sérstaklega benda ýmsum góðum vinum mínum á, en það er kafl- sefjun- ar, einbeitingar og vamaraðgerða gegn taugaspennu? Úlfar segir lærdómsrfka sögu af sinni eigin reynslu, þegar hann keppti á Landsmótinu á Hellu 1991. Svo skemmtilega vill til, að síðasta keppnis- dag skrapp ég austur á Hellu til þess að fylgjast með meistaraflokknum, og man alveg sérstaklega eftir Úlfari Jónssyni, hve gríðarlega einbeittur hann var á æf- ingasvæðinu austan við skálann, áður en keppni hófst. Hann æfði lengi og kerfisbundið, bók- staflega læsti huganum og hleypti eng- um að sér með truflandi athugasemdir og þesskonar hjal, sem spillt hefði ein- beitingunni. Svo tölti hann á fyrsta teig, miðaði, sveiflaði kylfunni og sigraði með eftirminnilegum glæsibrag. í bók- inni veitir þessi frábæri afreksmaður dýrmæta innsýn í hugarheim sinn þennan örlagadag, og það fer ekki á milli mála að hver einasti kylfingur hefði gagn af þeim lestri. Okkur hættir til þess, kylfmgum, að berjast um á braut- unum, þrútnir af kappsemi, ýmist skýjum ofar eftir fáein vel heppnuð högg eða sótrauðir af gremju, göngum inn um hugarþjálf- un. Vitur kylfingur hefur sagt, að hugarþjálfun sé brýn nauðsyn hverjum manni sem vill ná árangri í golfi, en samt er þetta líklega sá þáttur íþróttar okkar sem langflestir vanrækja. Við teljum ekki eft- ir okkur að æfa teighöggin, jafnvel pútt og vipp, en hve margir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi jákvæðs hugarfars, réttrar öndunar, jákvæðrar Miklu i Betra goli! - í orðsins fyllstu merkingJI 36 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.